Öflugur útflutningur skiptir okkur öll máli Helga Árnadóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Við Íslendingar erum rík af náttúruauðlindum. Þær höfum við nýtt til að búa til eftirsóttar vörur og þjónustu sem hefur staðist samkeppni á erlendum mörkuðum. Þess vegna höfum við efnast og lífskjör okkar hafa stórbatnað á aðeins nokkrum áratugum. Fyrir nokkru efldist útflutningur okkar svo um munaði þegar ferðaþjónustan bættist í hóp öflugra útflutningsatvinnugreina eins og sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar. Á besta tíma tók ferðaþjónustunni að vaxa ásmegin og efldist svo eftir var tekið. Nú er svo komið að útflutningstekjur okkar eru loksins orðnar hlutfallslega miklar í alþjóðlegum samanburði eða um 49% af landsframleiðslu. Enda eins gott, eyríki eins og Ísland á mjög mikið undir utanríkisviðskiptum. Gjaldeyrissköpun útflutningsatvinnugreinanna stendur nú undir innlendri neyslu og gott betur en það. Því hefur ekki verið þörf á erlendri skuldasöfnun eins og því miður við höfum þurft að reyna áður með tilheyrandi viðskiptahalla og skertum lífskjörum. Þessi þróun hefur skilað sér til allra. Atvinnuleysi er nánast horfið og það sem meira er, kaupmáttaraukningin hefur orðið gríðarleg eða um 14 sinnum meiri en að meðaltali í Evrópuríkjunum á síðasta ári. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir þjóðarbúið er óumdeilt. Sem dæmi má nefna að áætlað er að um 50% af hagvexti síðustu ára megi rekja beint og óbeint til ferðaþjónustunnar. Til að tryggja að útflutningsgreinar vaxi og dafni er lykilatriði að tryggja samkeppnisstöðu þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega útflutningsatvinnugrein, salan fer fram erlendis, þar sem hún er í samkeppni við aðra áfangastaði, þó svo að afhending þjónustunnar fari fram á Íslandi. Nú eru blikur á lofti, samkeppnishæfni fer versnandi og rekstrarskilyrði á Íslandi erfið og óljós. Til þess að varðveita góða stöðu þarf útflutningur okkar að aukast til að byggja undir hagvöxt framtíðarinnar. Tækifæri til vaxtar eru svo sannarlega til staðar innan ferðaþjónustunnar. En til að svo geti orðið þarf að hlúa að greininni af fullri alvöru. Það þarf að fjárfesta í innviðum greinarinnar, tryggja sjálfbærni, stöðugleika og sýn til langrar framtíðar. Að tryggja sterka stöðu útflutningsgreina verður að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Árnadóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík af náttúruauðlindum. Þær höfum við nýtt til að búa til eftirsóttar vörur og þjónustu sem hefur staðist samkeppni á erlendum mörkuðum. Þess vegna höfum við efnast og lífskjör okkar hafa stórbatnað á aðeins nokkrum áratugum. Fyrir nokkru efldist útflutningur okkar svo um munaði þegar ferðaþjónustan bættist í hóp öflugra útflutningsatvinnugreina eins og sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar. Á besta tíma tók ferðaþjónustunni að vaxa ásmegin og efldist svo eftir var tekið. Nú er svo komið að útflutningstekjur okkar eru loksins orðnar hlutfallslega miklar í alþjóðlegum samanburði eða um 49% af landsframleiðslu. Enda eins gott, eyríki eins og Ísland á mjög mikið undir utanríkisviðskiptum. Gjaldeyrissköpun útflutningsatvinnugreinanna stendur nú undir innlendri neyslu og gott betur en það. Því hefur ekki verið þörf á erlendri skuldasöfnun eins og því miður við höfum þurft að reyna áður með tilheyrandi viðskiptahalla og skertum lífskjörum. Þessi þróun hefur skilað sér til allra. Atvinnuleysi er nánast horfið og það sem meira er, kaupmáttaraukningin hefur orðið gríðarleg eða um 14 sinnum meiri en að meðaltali í Evrópuríkjunum á síðasta ári. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir þjóðarbúið er óumdeilt. Sem dæmi má nefna að áætlað er að um 50% af hagvexti síðustu ára megi rekja beint og óbeint til ferðaþjónustunnar. Til að tryggja að útflutningsgreinar vaxi og dafni er lykilatriði að tryggja samkeppnisstöðu þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega útflutningsatvinnugrein, salan fer fram erlendis, þar sem hún er í samkeppni við aðra áfangastaði, þó svo að afhending þjónustunnar fari fram á Íslandi. Nú eru blikur á lofti, samkeppnishæfni fer versnandi og rekstrarskilyrði á Íslandi erfið og óljós. Til þess að varðveita góða stöðu þarf útflutningur okkar að aukast til að byggja undir hagvöxt framtíðarinnar. Tækifæri til vaxtar eru svo sannarlega til staðar innan ferðaþjónustunnar. En til að svo geti orðið þarf að hlúa að greininni af fullri alvöru. Það þarf að fjárfesta í innviðum greinarinnar, tryggja sjálfbærni, stöðugleika og sýn til langrar framtíðar. Að tryggja sterka stöðu útflutningsgreina verður að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar