Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. október 2017 13:00 Arrivabene og Vettel Vísir/Getty Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Arrivabene sé líklegur til að missa starfið á næstu vikum. Sá orðrómur byggir þó sennilega helst á sögulegum staðreyndum um Ferrari liðsins. Lítil þolinmæði hefur verið í herbúðum Ferrari fyrir liðsstjórum sem ná ekki árangri strax. Hins vegar virðist sem Arrivabene muni halda starfinu aðeins lengur ef marka má Vettel. Vettel telur að Arrivabene eigi stóran þátt í nýlegri velgengni Ferrari liðsins. Ferrari liðið hefur saxað töluvert á forskot Mercedes liðsins undanfarin ár og færst töluvert nær í ár. Áreiðanleikinn hefur hins vegar verið liðinu til ama. Vettel hefur lýst yfir stuðningi við Arrivabene og sagt að hann vilji halda honum áfram sem liðsstjóra Ferrari. „Andinn í liðinu var lítill. Hann er lykilmaður í að rífa hann upp, koma á opnum ferlum og breyta hlutunum sem höfðu verið í sama farinu í 20 ár,“ sagði Vettel. „Hann er frumlegur og sýnir frumkvæði í hugsun. Hann er rétti maðurinn, góður leiðtogi og virtur af öllum innan liðsins - þá skiptir engu máli í hvaða stöðu þú ert. Ég er aðdáandi hans,“ sagði Vettel. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Arrivabene sé líklegur til að missa starfið á næstu vikum. Sá orðrómur byggir þó sennilega helst á sögulegum staðreyndum um Ferrari liðsins. Lítil þolinmæði hefur verið í herbúðum Ferrari fyrir liðsstjórum sem ná ekki árangri strax. Hins vegar virðist sem Arrivabene muni halda starfinu aðeins lengur ef marka má Vettel. Vettel telur að Arrivabene eigi stóran þátt í nýlegri velgengni Ferrari liðsins. Ferrari liðið hefur saxað töluvert á forskot Mercedes liðsins undanfarin ár og færst töluvert nær í ár. Áreiðanleikinn hefur hins vegar verið liðinu til ama. Vettel hefur lýst yfir stuðningi við Arrivabene og sagt að hann vilji halda honum áfram sem liðsstjóra Ferrari. „Andinn í liðinu var lítill. Hann er lykilmaður í að rífa hann upp, koma á opnum ferlum og breyta hlutunum sem höfðu verið í sama farinu í 20 ár,“ sagði Vettel. „Hann er frumlegur og sýnir frumkvæði í hugsun. Hann er rétti maðurinn, góður leiðtogi og virtur af öllum innan liðsins - þá skiptir engu máli í hvaða stöðu þú ert. Ég er aðdáandi hans,“ sagði Vettel.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00
Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30