Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 72-63 | Valur sýndi klærnar á móti Stjörnunni Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 29. janúar 2017 16:15 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/anton Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira