Ágústínus, tíminn og upphaf alheimsins Gunnar Jóhannesson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði? Á undan deginum í dag var gærdagurinn. Á undan gærdeginum kom dagurinn þar á undan, og svo framvegis. Hvernig má það vera? Teygir röð daganna sig óendanlega langt aftur í fortíðina? Ef svo er, hvernig gat Guð skapað alheim sem alltaf hefur verið til? Ef svo er ekki, hlýtur að hafa verið upphaf. En hvað átti sér stað á undan upphafinu? Ef Guð skapaði alheiminn hvað hafðist hann við áður en hann skapaði alheiminn? Í eyrum marga í dag hljómar spurningin vafalaust kjánalega. En hún er það vitanlega ekki. Svar Ágústínusar, sem engum virðist hafa komið til hugar áður, var sannarlega undravert: Guð skapaði tímann með alheiminum! Með öðrum orðum var enginn tími „á undan“ alheiminum. Tilurð alheimsins, sagði Ágústínus, fól jafnframt í sér upphaf sjálfs tímans. Alheimurinn er líkur röð augnablika sem teygir sig tilbaka til upphafs síns. Guð er hins vegar utan og ofan við þá röð. Hann er ekki hluti af sjálfri röðinni. Hann er hin eilífa orsök á bak við röðina. Í Játningum sínum skrifar Ágústínus: „Þú ert hinn sami og þín ár fá engan enda. Þín ár fara ekki né koma. Ár vor fara og koma og skila sér þannig öll. Árin þín standa saman öll í einu, því þau standa kyrr og þau, sem koma, rýma ekki frá þeim, sem fyrir eru, því engin þeirra líða að lokum. Og öll verða þau vor, þegar öllum árum líkur. Árin þín eru einn dagur og dagur þinn er ekki einhver ótiltekinn, heldur „í dag“, því sá dagur þinn, sem nú er, víkur ekki fyrir deginum á morgun og ekki kom hann á eftir deginum í gær. Þinn dagur „í dag“ er eilífðin.“ Það er hætt við því að fólk í dag átti sig ekki til fulls á innsæi Ágústínusar, og geri jafnvel lítið úr hugsun hans í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir nú. En í ljósi alls þess sem við vitum í dag verður íhugun Ágústínusar um eðli tímans þeim mun merkilegri og aðdáunarverðari, í raun svo að hún á sér vart hliðstæðu í sögu hugsunar. Hér er nefnilega ekki bara um loftkennda heimspeki eða guðfræði að ræða af hálfu Ágústínusar heldur róttæka staðhæfingu um eðli hins efnislega veruleika, sem gekk gegn öllu því sem um hans daga gat talist viðtekið. Þótt svar Ágústínusar ætti sér guðfræðilegar og heimspekilegar rætur vitum við nú að hann hafði rétt fyrir sér. Vísindaleg þekking dagsins í dag hefur leitt í ljós að tíminn er eiginleiki alheimsins, og varð til samhliða alheiminum. Hið vísindalega svar gengur undir nafninu „Miklihvellur“. Samkvæmt því á alheimurinn sér upphaf. Samkvæmt kenningunni um „Miklahvell“ er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tímans og alls rúms, efnis og orku. Samkvæmt kenningunni var alheimurinn alls ekki til fyrir „Miklahvell“. Aðrar kenningar um eðli og tilurð alheimsins hafa vissulega komið fram þar sem reynt hefur verið að komast undan upphafi alheimsins. En þær hafa ekki staðist tímans tönn og vísindalega rýni. Miklahvellskenningin hefur hins vegar verið svo ríkulega staðfest að í „dag trúa nánast allir því að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli,“ svo vísað sé til orða hins þekkta eðlisfræðings Stephen Hawking. Og það að alheimurinn eigi sér upphaf merkir að hann á sér orsök, eins og allt sem verður til. Sú orsök er eðli málsins samkvæmt utan og ofan við alheiminn sjálfan því hún orsakaði alheiminn. Hún er handan tíma, rúms, efnis og orku, og því utan og ofan við hinn náttúrulega veruleika sem alheimurinn er, og er því í réttum skilningi þess orðs yfirnáttúruleg. Sem orsök tíma, rúms og efnis er hún jafnframt óbundin af tíma, rúmi og efni, og þar af leiðandi í einhverjum skilningi eilíf, rýmislaus og óefnisleg. Hvað svo sem slík orsök er kölluð er síður en svo óviðeigandi að kalla hana Guð. Í raun minnir hún mjög á það sem flestir eiga við með orðinu „Guð“. Ummæli breska eðlisfræðingsins Arthur Eddingtons koma hér til hugar: „Upphaf alheimsins felur í sér slíka erfiðleika að þeir eru beinlínis óyfirstíganlegir nema við séum tilbúin til að líta á það sem hreint og beint yfirnáttúrulegt.“ Undir það hefði Ágústínus tekið. Það er merkilegt og umhugsunarvert að fimmtán hundruð árum áður en kenningin um Miklahvell tók á sig mynd leiddi guðfræðileg og heimspekileg íhugun Ágústínusar kirkjuföðurs um eðli tímans hann til sömu niðurstöðu og vísindamenn á borð við Einstein komust að á fyrri hluta 20. aldarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði? Á undan deginum í dag var gærdagurinn. Á undan gærdeginum kom dagurinn þar á undan, og svo framvegis. Hvernig má það vera? Teygir röð daganna sig óendanlega langt aftur í fortíðina? Ef svo er, hvernig gat Guð skapað alheim sem alltaf hefur verið til? Ef svo er ekki, hlýtur að hafa verið upphaf. En hvað átti sér stað á undan upphafinu? Ef Guð skapaði alheiminn hvað hafðist hann við áður en hann skapaði alheiminn? Í eyrum marga í dag hljómar spurningin vafalaust kjánalega. En hún er það vitanlega ekki. Svar Ágústínusar, sem engum virðist hafa komið til hugar áður, var sannarlega undravert: Guð skapaði tímann með alheiminum! Með öðrum orðum var enginn tími „á undan“ alheiminum. Tilurð alheimsins, sagði Ágústínus, fól jafnframt í sér upphaf sjálfs tímans. Alheimurinn er líkur röð augnablika sem teygir sig tilbaka til upphafs síns. Guð er hins vegar utan og ofan við þá röð. Hann er ekki hluti af sjálfri röðinni. Hann er hin eilífa orsök á bak við röðina. Í Játningum sínum skrifar Ágústínus: „Þú ert hinn sami og þín ár fá engan enda. Þín ár fara ekki né koma. Ár vor fara og koma og skila sér þannig öll. Árin þín standa saman öll í einu, því þau standa kyrr og þau, sem koma, rýma ekki frá þeim, sem fyrir eru, því engin þeirra líða að lokum. Og öll verða þau vor, þegar öllum árum líkur. Árin þín eru einn dagur og dagur þinn er ekki einhver ótiltekinn, heldur „í dag“, því sá dagur þinn, sem nú er, víkur ekki fyrir deginum á morgun og ekki kom hann á eftir deginum í gær. Þinn dagur „í dag“ er eilífðin.“ Það er hætt við því að fólk í dag átti sig ekki til fulls á innsæi Ágústínusar, og geri jafnvel lítið úr hugsun hans í ljósi þeirrar þekkingar sem við búum yfir nú. En í ljósi alls þess sem við vitum í dag verður íhugun Ágústínusar um eðli tímans þeim mun merkilegri og aðdáunarverðari, í raun svo að hún á sér vart hliðstæðu í sögu hugsunar. Hér er nefnilega ekki bara um loftkennda heimspeki eða guðfræði að ræða af hálfu Ágústínusar heldur róttæka staðhæfingu um eðli hins efnislega veruleika, sem gekk gegn öllu því sem um hans daga gat talist viðtekið. Þótt svar Ágústínusar ætti sér guðfræðilegar og heimspekilegar rætur vitum við nú að hann hafði rétt fyrir sér. Vísindaleg þekking dagsins í dag hefur leitt í ljós að tíminn er eiginleiki alheimsins, og varð til samhliða alheiminum. Hið vísindalega svar gengur undir nafninu „Miklihvellur“. Samkvæmt því á alheimurinn sér upphaf. Samkvæmt kenningunni um „Miklahvell“ er alheimurinn ekki eilífur heldur varð hann til á tilgreindu augnabliki í fortíðinni. Með öðrum orðum er hugtakið Miklihvellur notað um þann atburð sem markaði upphaf tímans og alls rúms, efnis og orku. Samkvæmt kenningunni var alheimurinn alls ekki til fyrir „Miklahvell“. Aðrar kenningar um eðli og tilurð alheimsins hafa vissulega komið fram þar sem reynt hefur verið að komast undan upphafi alheimsins. En þær hafa ekki staðist tímans tönn og vísindalega rýni. Miklahvellskenningin hefur hins vegar verið svo ríkulega staðfest að í „dag trúa nánast allir því að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli,“ svo vísað sé til orða hins þekkta eðlisfræðings Stephen Hawking. Og það að alheimurinn eigi sér upphaf merkir að hann á sér orsök, eins og allt sem verður til. Sú orsök er eðli málsins samkvæmt utan og ofan við alheiminn sjálfan því hún orsakaði alheiminn. Hún er handan tíma, rúms, efnis og orku, og því utan og ofan við hinn náttúrulega veruleika sem alheimurinn er, og er því í réttum skilningi þess orðs yfirnáttúruleg. Sem orsök tíma, rúms og efnis er hún jafnframt óbundin af tíma, rúmi og efni, og þar af leiðandi í einhverjum skilningi eilíf, rýmislaus og óefnisleg. Hvað svo sem slík orsök er kölluð er síður en svo óviðeigandi að kalla hana Guð. Í raun minnir hún mjög á það sem flestir eiga við með orðinu „Guð“. Ummæli breska eðlisfræðingsins Arthur Eddingtons koma hér til hugar: „Upphaf alheimsins felur í sér slíka erfiðleika að þeir eru beinlínis óyfirstíganlegir nema við séum tilbúin til að líta á það sem hreint og beint yfirnáttúrulegt.“ Undir það hefði Ágústínus tekið. Það er merkilegt og umhugsunarvert að fimmtán hundruð árum áður en kenningin um Miklahvell tók á sig mynd leiddi guðfræðileg og heimspekileg íhugun Ágústínusar kirkjuföðurs um eðli tímans hann til sömu niðurstöðu og vísindamenn á borð við Einstein komust að á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun