Útlendingar og iðnnám Níels Sigurður Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Það er vont þegar embættismenn og þingmenn eru að flýta sér um of í lagasetningum eins og gert var þegar lög um útlendinga nr. 80/2016 voru samþykkt. Þar var verið að endurskrifa lög um útlendinga og vegna mistaka (skyldi maður ætla) fór orðið iðnnám út eins og sést hér að neðan. Brottfelld lög frá 1. jan. 2017: 2. mgr. 12. gr. e. laga nr. 96/2002 orðaðist svo: Fullt nám telst vera 100% samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Núgildandi lög frá 1. jan. 2017: 15. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/2016 orðast svo: Nám: Samfellt nám á háskólastigi, þ.m.t. nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Þegar greinargerð með frumvarpinu var lögð fram var hvergi minnst á að orðið „iðnnám“ ætti að fara út úr lögunum þannig að umsagnaraðilar áttuðu sig ekki á því og gerðu þar af leiðandi engar athugasemdir við þennan lið 3. greinar í sínum umsögnum. Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám? Útlendingastofnun var fljót að átta sig á þessari breytingu og ákvað að framlengja ekki námsmannadvalarleyfi matreiðslunema sem er félagsmaður hjá MATVÍS og ákvað að vísa nemanum úr landi. Það læðist að manni sá grunur að þar á bæ hafi menn vitað að iðnnám ætti að fara út úr nýju lögunum. Málið var kært til úrskurðarnefndar sem komst að sömu niðurstöðu og Útlendingastofnun. Það vekur furðu hvað þessir aðilar eru fljótir að taka ákvarðanir í þessu máli eins og manni finnst þeir annars vera seinir í sínum ákvarðanatökum. Það að láta einstakling hafa yfir sér að vera sendur úr landi í lögreglufylgd ef viðkomandi er ekki farinn af landi brott innan 15 daga eftir að úrskurður úrskurðarnefndar liggur fyrir er mjög svo ómanneskjulegt. En lög eru lög. Dómsmálaráðherra hefur boðað að hún muni leggja fram nýtt frumvarp á þingi um leið og nýtt þing kemur saman. Samkvæmt þeim viðbrögðum sem þetta mál hefur fengið hjá þingmönnum þá er ólíklegt annað en að þetta frumvarp fái gott brautargengi. Spurningin er hvort það verði nógu tímanlega svo þessum nema verði ekki vísað úr landi. Vonandi verður það svo og viðkomandi fái að ljúka sínu námi hér á landi og þjóni ferðamönnum sem hingað koma eins og aðrir félagsmenn MATVÍS.Höfundur er formaður MATVÍS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er vont þegar embættismenn og þingmenn eru að flýta sér um of í lagasetningum eins og gert var þegar lög um útlendinga nr. 80/2016 voru samþykkt. Þar var verið að endurskrifa lög um útlendinga og vegna mistaka (skyldi maður ætla) fór orðið iðnnám út eins og sést hér að neðan. Brottfelld lög frá 1. jan. 2017: 2. mgr. 12. gr. e. laga nr. 96/2002 orðaðist svo: Fullt nám telst vera 100% samfellt nám á háskólastigi, iðnnám eða það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Núgildandi lög frá 1. jan. 2017: 15. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/2016 orðast svo: Nám: Samfellt nám á háskólastigi, þ.m.t. nám á háskólastigi sem fram fer á vinnustöðum, eða annað það nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms. Þegar greinargerð með frumvarpinu var lögð fram var hvergi minnst á að orðið „iðnnám“ ætti að fara út úr lögunum þannig að umsagnaraðilar áttuðu sig ekki á því og gerðu þar af leiðandi engar athugasemdir við þennan lið 3. greinar í sínum umsögnum. Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám? Útlendingastofnun var fljót að átta sig á þessari breytingu og ákvað að framlengja ekki námsmannadvalarleyfi matreiðslunema sem er félagsmaður hjá MATVÍS og ákvað að vísa nemanum úr landi. Það læðist að manni sá grunur að þar á bæ hafi menn vitað að iðnnám ætti að fara út úr nýju lögunum. Málið var kært til úrskurðarnefndar sem komst að sömu niðurstöðu og Útlendingastofnun. Það vekur furðu hvað þessir aðilar eru fljótir að taka ákvarðanir í þessu máli eins og manni finnst þeir annars vera seinir í sínum ákvarðanatökum. Það að láta einstakling hafa yfir sér að vera sendur úr landi í lögreglufylgd ef viðkomandi er ekki farinn af landi brott innan 15 daga eftir að úrskurður úrskurðarnefndar liggur fyrir er mjög svo ómanneskjulegt. En lög eru lög. Dómsmálaráðherra hefur boðað að hún muni leggja fram nýtt frumvarp á þingi um leið og nýtt þing kemur saman. Samkvæmt þeim viðbrögðum sem þetta mál hefur fengið hjá þingmönnum þá er ólíklegt annað en að þetta frumvarp fái gott brautargengi. Spurningin er hvort það verði nógu tímanlega svo þessum nema verði ekki vísað úr landi. Vonandi verður það svo og viðkomandi fái að ljúka sínu námi hér á landi og þjóni ferðamönnum sem hingað koma eins og aðrir félagsmenn MATVÍS.Höfundur er formaður MATVÍS
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar