Hvað þýðir „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum? Þórunn Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2017 14:11 Undanfarna daga hef ég lesið mikið um að „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum og Gaza sé nú mikill. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að Ísraelsher er í árásarhug. Að búa sig undir að beita harðara ofbeldi en hann beitir palestínskt fólk daglega.Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð.Þegar ég dvaldi á Vesturbakkanum árið 2014 var eitt af því sem við gerðum að vakta checktpointana þegar börnin voru á leið til og frá skóla (það er í alvöru ekki til neitt almennilegt íslenskt orð. Landamærastöð á ekki við því þetta er ekki staðsett á landamærum heldur inni í miðri palestínskri borg). Bara fylgjast með, sýna að heimurinn fengi fljótt að heyra af því ef börnin yrðu fyrir árás á leið til skóla. Að heimurinn sé að fylgjast með og þekki eðli hernámsins. Nærvera okkar stoppaði herinn vissulega ekki, enda byrjuðu flestir dagar í Hebron á táragasregni. Oft fylgdu hljóðsprengjur í kjölfarið til að hræða krakkana burt. Nokkrir frakkir drengir héldu oft áfram að kasta steinum í checkpointinn og þá kom fyrir að gúmmíhúðaðar stálkúlur voru dregnar fram. Lítil börn voru handtekin af fullvaxta, vígbúnum hermönnum og færð í gæsluvarðhald í stað þess að fá að halda för sinni áfram í skólann. Svona virkar hernámið. Mæður senda börnin sín af stað í skóla með örlítinn laukbita í vasanum. Þau vita að það er gott að draga hann upp þegar táragasið verður óbærilega mikið og þefa af sterkri lauklyktinni. Sannfæra þannig heilann um að það sé súrefni að finna í eiturgufunum. Þannig er ólíklegra að missa meðvitund.Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður.Fréttirnar eru alltof oft út frá sjónarhóli hernámsins. Þessi svokallaði viðbúnaður þýðir td. að ísraelski herinn tekur sér nú fullt vald til að hefta tjáningarfrelsi palestínsku þjóðarinnar á palestínsku landssvæði og beitir grófara ofbeldi. Erlendur innrásarher á ekkert með að sinna „löggæslu“ eða skerða ferðafrelsi fólks í þeirra eigin heimalandi. Vera hersins á palestínskum svæðum er ólögleg og það að kalla aukið ofbeldi gegn fólki sem mótmælir valdaráni Trumps „viðbúnað“ er skrítnasta normalísering á fullkomlega óeðlilegu ástandi sem ég hef séð lengi. Önnur umfjöllun sem er tekin beint upp úr pr-deild hernámsins er umfjöllunin um gúmmíkúlurnar. Ísraelsher notast ekki við neitt sem kalla má með réttu gúmmíkúlur. Heitið hljómar sakleysislega og nákvæmlega þannig á það að hljóma. Sýna fram á að þarna sé um sakleysislegt vopn að ræða, ætlað til þess að stýra mannfjölda í ham en ekk til að meiða neinn. Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð, sem þær draga heiti sitt af. Herinn hefur þá reglu að þær megi nota úr ákveðinni fjarlægð og aðeins beina þeim að fótum fólks. Sem hann virðir að sjálfsögðu ekki, enda er hún bara pr. Fólk er ítrekað flutt á brott illa slasað með höfuðáverka af völdum þeirra. Fólk hefur bæði verið drepið með þeim og hlotið mjög alvarlega áverka. Þær koma í nokkrum stærðum og gerðum, en þessar sem ég held á þarna á myndinni voru notaðar í mótmælum sem ég tók þátt í haustið 2014 í þorpinu Kufr Qaddum á Vesturbakkanum. Hin myndin er tekin í Hebron 8. desember. Hún er átakanleg en um leið rammar hún hernámið svo gjörsamlega inn. Valdið gegn algjöru valdaleysi. Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður. Aukinn „viðbúnaður“ þýðir að nú má allt. Hernámið gerir það sem því sýnist, alltaf. En nú gilda engar hömlur. Hernámið er í vígahug. Vígbúnaður er rétta orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mið-Austurlönd Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég lesið mikið um að „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum og Gaza sé nú mikill. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að Ísraelsher er í árásarhug. Að búa sig undir að beita harðara ofbeldi en hann beitir palestínskt fólk daglega.Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð.Þegar ég dvaldi á Vesturbakkanum árið 2014 var eitt af því sem við gerðum að vakta checktpointana þegar börnin voru á leið til og frá skóla (það er í alvöru ekki til neitt almennilegt íslenskt orð. Landamærastöð á ekki við því þetta er ekki staðsett á landamærum heldur inni í miðri palestínskri borg). Bara fylgjast með, sýna að heimurinn fengi fljótt að heyra af því ef börnin yrðu fyrir árás á leið til skóla. Að heimurinn sé að fylgjast með og þekki eðli hernámsins. Nærvera okkar stoppaði herinn vissulega ekki, enda byrjuðu flestir dagar í Hebron á táragasregni. Oft fylgdu hljóðsprengjur í kjölfarið til að hræða krakkana burt. Nokkrir frakkir drengir héldu oft áfram að kasta steinum í checkpointinn og þá kom fyrir að gúmmíhúðaðar stálkúlur voru dregnar fram. Lítil börn voru handtekin af fullvaxta, vígbúnum hermönnum og færð í gæsluvarðhald í stað þess að fá að halda för sinni áfram í skólann. Svona virkar hernámið. Mæður senda börnin sín af stað í skóla með örlítinn laukbita í vasanum. Þau vita að það er gott að draga hann upp þegar táragasið verður óbærilega mikið og þefa af sterkri lauklyktinni. Sannfæra þannig heilann um að það sé súrefni að finna í eiturgufunum. Þannig er ólíklegra að missa meðvitund.Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður.Fréttirnar eru alltof oft út frá sjónarhóli hernámsins. Þessi svokallaði viðbúnaður þýðir td. að ísraelski herinn tekur sér nú fullt vald til að hefta tjáningarfrelsi palestínsku þjóðarinnar á palestínsku landssvæði og beitir grófara ofbeldi. Erlendur innrásarher á ekkert með að sinna „löggæslu“ eða skerða ferðafrelsi fólks í þeirra eigin heimalandi. Vera hersins á palestínskum svæðum er ólögleg og það að kalla aukið ofbeldi gegn fólki sem mótmælir valdaráni Trumps „viðbúnað“ er skrítnasta normalísering á fullkomlega óeðlilegu ástandi sem ég hef séð lengi. Önnur umfjöllun sem er tekin beint upp úr pr-deild hernámsins er umfjöllunin um gúmmíkúlurnar. Ísraelsher notast ekki við neitt sem kalla má með réttu gúmmíkúlur. Heitið hljómar sakleysislega og nákvæmlega þannig á það að hljóma. Sýna fram á að þarna sé um sakleysislegt vopn að ræða, ætlað til þess að stýra mannfjölda í ham en ekk til að meiða neinn. Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð, sem þær draga heiti sitt af. Herinn hefur þá reglu að þær megi nota úr ákveðinni fjarlægð og aðeins beina þeim að fótum fólks. Sem hann virðir að sjálfsögðu ekki, enda er hún bara pr. Fólk er ítrekað flutt á brott illa slasað með höfuðáverka af völdum þeirra. Fólk hefur bæði verið drepið með þeim og hlotið mjög alvarlega áverka. Þær koma í nokkrum stærðum og gerðum, en þessar sem ég held á þarna á myndinni voru notaðar í mótmælum sem ég tók þátt í haustið 2014 í þorpinu Kufr Qaddum á Vesturbakkanum. Hin myndin er tekin í Hebron 8. desember. Hún er átakanleg en um leið rammar hún hernámið svo gjörsamlega inn. Valdið gegn algjöru valdaleysi. Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður. Aukinn „viðbúnaður“ þýðir að nú má allt. Hernámið gerir það sem því sýnist, alltaf. En nú gilda engar hömlur. Hernámið er í vígahug. Vígbúnaður er rétta orðið.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun