Unga fólkið er framtíðin Ísak Rúnarsson skrifar 26. júlí 2017 14:21 Það er orðin dálítil klisja að segja að unga fólkið sé framtíðin. Klisjur verða þó til af ástæðu. Ekki er nóg með að sannleikur felist í orðtakinu heldur varpar það ljósi á eitt meginverkefna hverrar kynslóðar. Að móta það hvernig hún sér fyrir sér að mæta fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum áskorunum. Um 2030 má gera ráð fyrir að okkar kynslóð sé fyllilega að taka við ábyrgð á rekstri samfélagsins, jafnt á einkamarkaði sem á hinu opinbera sviði. Ljóst má vera að umhverfi og aðstæður verða um margt frábrugðnar því sem nú gerist. Fyrir það fyrsta getur hröð þróun á sviði tækni og vísinda gjörbreytt því hvernig daglegt líf fer fram á sama hátt og snjallsímar, tölvur og samfélagsmiðlar hafa umbylt daglegu lífi foreldra okkar frá því að þau voru að vaxa úr grasi. Í annan stað má ætla að töluverðar breytingar verði á fjölda þjóðarinnar en einnig aldursamsetningu hennar þar sem lífið lengist stöðugt. Í þriðja lagi liggur fyrir að hnattrænar áskoranir í umhverfismálum munu hafa áhrif á þróun mála á Íslandi. Þá mun breyting á áhrifastöðu ríkja heimsins einnig skipta máli: Kínverjar verða t.a.m. sífellt áhrifameiri og gætu þeir jafnvel tekið við forystuhlutverki af Bandaríkjunum á einhverjum tímapunkti. Áfram mætti lengi telja og ómögulegt er að gera öllum fyrirsjáanlegum breytingum skil en það eitt er víst að þær verða miklar.Fyrirtæki langt á undan stjórnmálunum Sá sem hér ritar var nýlega svo heppinn að fá að hlusta á fyrirlestur Stefaníu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra CCP á Íslandi. Þar fór Stefanía yfir það að eitt mikilvægasta verkefni CCP á hverjum tíma væri að rýna í framtíðina, reyna að átta sig á þörfum viðskiptavina sinna og tækifærum fyrirtækisins á breyttum tímum. Stefanía viðurkenndi fúslega að ómögulegt er að sjá framtíðina fyrir sér með fullkomnum hætti og það sem við teljum sennilegt eða jafnvel öruggt gerist ef til vill ekki. Það sé hins vegar mikilvægt að gera sér í hugarlund hvers konar sviðsmyndir kunna að koma upp því þá sé fyrirtækið betur undirbúið og eigi auðveldara með að aðlaga sig. Það sé lykilatriði fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins í alþjóðlegu umhverfi að vera undirbúið. Það er auðvelt að sjá að hugsunarháttur fyrirtækja er mörgum skrefum á undan stjórnmálunum þar sem oftar er karpað um deilur og uppákomur fortíðarinnar heldur en áskoranir komandi tíma. Þessu er nauðsynlegt að breyta og stjórnmálin þurfa að fara að einbeita sér að því ræða um verkefni framtíðarinnar. Það er augljóst að þarfir borgaranna og samfélagsins munu breytast eftir því sem fram líða stundir. Við þurfum að vera samkeppnishæf til þess að geta boðið upp á umhverfi sem uppfyllir þær þarfir.Hið opinbera má ekki tefja framför Í mínum huga þarf Ísland að gæta þess að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til þess að mæta kröfum framtíðarinnar. Ef það á að takast má þungt og svifaseint opinbert kerfi ekki leggja stein í götu þeirra sem vilja framkvæma hugmyndir sínar og skapa með því verðmæti. Lausnin hlýtur í stórum dráttum að liggja í viðskiptaumhverfi þar sem sköpunargáfunni er gefinn laus taumurinn og kraftar markaðarins nýttir svo framarlega sem unnt er. Það er stutta svarið, en langa svarið krefst vinnu. Vinnu sem sem verður ekki unnin af eins manns hendi heldur þarf að koma breiður hópur að. Í henni felst að leggja í frekari greiningu á þeim spurningum sem fyrir okkar kynslóð liggja og átta sig á því hvaða svör eru best. Við slíka greiningu og stefnumótun inn í framtíðina er afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn, eini fjöldaflokkurinn á Íslandi, dragi vagninn og þá sérstaklega ungliðahreyfing flokksins. Það er hugmyndafræðilegt gildi að veði við mótun framtíðarsýnar. Það er eðli hægri stefnunnar að líta björtum augum fram á veginn og hafa trú á mannkyninu til þess að leysa þau vandamál sem á vegi þess verða. Vinstristefnan virðist hins vegar finna samfélaginu flest til foráttu, og er því mögulega vilhallari undir málflutning heimsendaspámanna. Faðmlag hins opinbera, faðmlag stóra bróðurs er í hugmyndafræðinni eina athvarf samfélagsins. Jafnvel þótt að í raunheimunum þrengi faðmlagið að okkur líkt og járnfjötrar. Það er hins vegar engin ástæða til að ætla að heimsendaspámenn, sem hafa haft rangt frá sér frá örófi alda, byrji allt í einu núna á því að hafa rétt fyrir sér. Lífskjör fara sífellt batnandi og við getum mætt áskorunum framtíðarinnar. Það er hins vegar mikilvægt fyrir hægristefnuna og þjóðina alla að við sýnum fram á að svo megi áfram verða. Því þarf frjálslynt og frelsisþenkjandi fólk að taka frumkvæðið og móta skýra og vel unna sýn inn í framtíðina. Látum að okkur kveða og tökum ábyrð á eigin framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Það er orðin dálítil klisja að segja að unga fólkið sé framtíðin. Klisjur verða þó til af ástæðu. Ekki er nóg með að sannleikur felist í orðtakinu heldur varpar það ljósi á eitt meginverkefna hverrar kynslóðar. Að móta það hvernig hún sér fyrir sér að mæta fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum áskorunum. Um 2030 má gera ráð fyrir að okkar kynslóð sé fyllilega að taka við ábyrgð á rekstri samfélagsins, jafnt á einkamarkaði sem á hinu opinbera sviði. Ljóst má vera að umhverfi og aðstæður verða um margt frábrugðnar því sem nú gerist. Fyrir það fyrsta getur hröð þróun á sviði tækni og vísinda gjörbreytt því hvernig daglegt líf fer fram á sama hátt og snjallsímar, tölvur og samfélagsmiðlar hafa umbylt daglegu lífi foreldra okkar frá því að þau voru að vaxa úr grasi. Í annan stað má ætla að töluverðar breytingar verði á fjölda þjóðarinnar en einnig aldursamsetningu hennar þar sem lífið lengist stöðugt. Í þriðja lagi liggur fyrir að hnattrænar áskoranir í umhverfismálum munu hafa áhrif á þróun mála á Íslandi. Þá mun breyting á áhrifastöðu ríkja heimsins einnig skipta máli: Kínverjar verða t.a.m. sífellt áhrifameiri og gætu þeir jafnvel tekið við forystuhlutverki af Bandaríkjunum á einhverjum tímapunkti. Áfram mætti lengi telja og ómögulegt er að gera öllum fyrirsjáanlegum breytingum skil en það eitt er víst að þær verða miklar.Fyrirtæki langt á undan stjórnmálunum Sá sem hér ritar var nýlega svo heppinn að fá að hlusta á fyrirlestur Stefaníu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra CCP á Íslandi. Þar fór Stefanía yfir það að eitt mikilvægasta verkefni CCP á hverjum tíma væri að rýna í framtíðina, reyna að átta sig á þörfum viðskiptavina sinna og tækifærum fyrirtækisins á breyttum tímum. Stefanía viðurkenndi fúslega að ómögulegt er að sjá framtíðina fyrir sér með fullkomnum hætti og það sem við teljum sennilegt eða jafnvel öruggt gerist ef til vill ekki. Það sé hins vegar mikilvægt að gera sér í hugarlund hvers konar sviðsmyndir kunna að koma upp því þá sé fyrirtækið betur undirbúið og eigi auðveldara með að aðlaga sig. Það sé lykilatriði fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins í alþjóðlegu umhverfi að vera undirbúið. Það er auðvelt að sjá að hugsunarháttur fyrirtækja er mörgum skrefum á undan stjórnmálunum þar sem oftar er karpað um deilur og uppákomur fortíðarinnar heldur en áskoranir komandi tíma. Þessu er nauðsynlegt að breyta og stjórnmálin þurfa að fara að einbeita sér að því ræða um verkefni framtíðarinnar. Það er augljóst að þarfir borgaranna og samfélagsins munu breytast eftir því sem fram líða stundir. Við þurfum að vera samkeppnishæf til þess að geta boðið upp á umhverfi sem uppfyllir þær þarfir.Hið opinbera má ekki tefja framför Í mínum huga þarf Ísland að gæta þess að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til þess að mæta kröfum framtíðarinnar. Ef það á að takast má þungt og svifaseint opinbert kerfi ekki leggja stein í götu þeirra sem vilja framkvæma hugmyndir sínar og skapa með því verðmæti. Lausnin hlýtur í stórum dráttum að liggja í viðskiptaumhverfi þar sem sköpunargáfunni er gefinn laus taumurinn og kraftar markaðarins nýttir svo framarlega sem unnt er. Það er stutta svarið, en langa svarið krefst vinnu. Vinnu sem sem verður ekki unnin af eins manns hendi heldur þarf að koma breiður hópur að. Í henni felst að leggja í frekari greiningu á þeim spurningum sem fyrir okkar kynslóð liggja og átta sig á því hvaða svör eru best. Við slíka greiningu og stefnumótun inn í framtíðina er afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn, eini fjöldaflokkurinn á Íslandi, dragi vagninn og þá sérstaklega ungliðahreyfing flokksins. Það er hugmyndafræðilegt gildi að veði við mótun framtíðarsýnar. Það er eðli hægri stefnunnar að líta björtum augum fram á veginn og hafa trú á mannkyninu til þess að leysa þau vandamál sem á vegi þess verða. Vinstristefnan virðist hins vegar finna samfélaginu flest til foráttu, og er því mögulega vilhallari undir málflutning heimsendaspámanna. Faðmlag hins opinbera, faðmlag stóra bróðurs er í hugmyndafræðinni eina athvarf samfélagsins. Jafnvel þótt að í raunheimunum þrengi faðmlagið að okkur líkt og járnfjötrar. Það er hins vegar engin ástæða til að ætla að heimsendaspámenn, sem hafa haft rangt frá sér frá örófi alda, byrji allt í einu núna á því að hafa rétt fyrir sér. Lífskjör fara sífellt batnandi og við getum mætt áskorunum framtíðarinnar. Það er hins vegar mikilvægt fyrir hægristefnuna og þjóðina alla að við sýnum fram á að svo megi áfram verða. Því þarf frjálslynt og frelsisþenkjandi fólk að taka frumkvæðið og móta skýra og vel unna sýn inn í framtíðina. Látum að okkur kveða og tökum ábyrð á eigin framtíð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar