Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 15:16 Nú er að koma sá tími árs að sumarfríum lýkur og hversdagsleikinn tekur við. Foreldrar fara til vinnu, börn að byrja í leikskóla og skóla og margt ungt fólk er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði að loknu námi. Þessum tíma fylgir því oft mjög mikið álag og þau systkini „Kvíði og Streita“ eiga það til að koma í heimsókn og setjast að, óboðin. Aldrei er eins áberandi en á þessum árstíma hve kröfurnar eru miklar á einstaklinga, bæði börn og fullorðna. Það þarf að takast á við og sanna sig í vinnu, á heimili og í skóla. Sumum finnst þeir jafnvel þurfa að sanna sig fyrir lífinu sjálfu og samfélaginu öllu en vita ekki hvernig.VenjanVið förum út í lífið með ýmiskonar vana í veganesti, sem er misgóður og hollur án þess að hafa alltaf hugmynd um hvaðan hann kemur og viðbrögð okkar verða oft lík því sem við lærðum og sáum sem börn án þess að átta okkur á því.ArfleifðinFélagsleg sýn, sem skilgreind var á áttunda áratug síðustu aldar hefur breytt viðhorfi margra gagnvart einstaklingum með streitu. Hugað er meira að orsökum og hvort um keðjuverkun geti verið að ræða, arfleifð kynslóða, þroskakaferil þeirra og uppeldisskilyrði. Nýjustu rannsóknir sýna fram á mikilvægi tengslamyndunar frá því fyrir fæðingu. Barnið verður fyrir félagslegum áhrifum frá móður og umönnunaraðilum en fyrstu þrjú árin eru mikilvægust varðandi sálfélagslegan þroska. Mörg vandamál eiga því rót í erfiðleikum við tengslamyndun í frumbernsku eða jafnvel til fyrri kynslóða ef keðjuverkandi mynstur hefur ekki verið rofið. Þetta hefur áhrif á getu einstaklinga til að eiga í heilbrigðu parasambandi, að vera uppalendur eða góðir starfsmenn eða bara líða vel í eigin skinni. Einstaklingur sem ekki hefur lært að draga úr streitu í bernsku er í meiri hættu á að verða henni að bráð sem fullorðin manneskja ef ekki er tekið í taumana. Því fyrr sem við áttum okkur á þessu samhengi því auðveldara verður að taka á því og oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda okkur á það.ÁhrifinStreita getur haft áhrif á allt okkar líf, fjölskylduna, börnin, vini, skyldmenni, fyrirtæki og frama okkar, heilsu og andlegan þroska. Ómeðhöndluð streita hefur eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar. Mörg okkar komast í þá aðstöðu að þurfa að leita til annarra eftir hjálp. Viðkvæmni eða styrkur til að takast á við streitu er eitt af því sem við tökum með okkur úr bernsku og við förum út í lífið án þess að átta okkur á því eða velta því fyrir okkur. Streita foreldra yfirfærist auðveldlega yfir til barna en lítil börn hafa til að mynda ekki í grunninn getu til að takmarka sína eigin streitu og þurfa til þess hjálp fullorðinna. Ef það er ekki gert þá geta streituvaldar og áhrif streitu fylgt barni til fullorðinsára með tilheyrandi vanda. Slíkt hefur ekki einungis árhrif á einstaklinginn sjálfann heldur allt umhverfi hans hvort sem það eru vinir, fjölskylda eða vinnufélagar.AðstoðinNauðsynlegt er því að hjálpa uppalendum að þekkja steituvalda og streitueinkenni sín og barna sinna þannig að hægt sé að grípa inn í áður en streitan er komin á alvarlegt stig. Þannig verður auðveldara að læra að ná tökum á streitunni, greina streituvalda í eigin lífi og sjá áhrif hennar á heilsu og vellíðan. Aðferðir sem beinast að því að læra að þekkja eigin huga, og þekking sem hjálpar manni að mynda jákvæða huglæga skoðun á sjálfum sér er mjög árángursrík leið til að draga úr streitu. Fagfólk sem vinnur steituvaldandi störf þarf að þekkja eigin streitumörk og streituvalda til þess að geta varið sig fyrir streitunni í umhverfinu. Að öðrum kosti getur myndast keðjuverkun þar sem streita veldur enn meiri streitu. Einnig er nauðsynlegt fyrir fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem og yfirmenn almennt að þekkja steitueinkenni og álagsþætti þeirra sem til þeirra leita og hafa kunnáttu til að spyrja réttra spurninga. Það er oft ekki nægjanlegt að horfa aðeins á núverandi ástand, stundum þarf að leita lengra og kafa dýpra til þess að geta tekið á hinum raunverulegu orsökum og þar koma fagmenn til skjalanna. Það reynir einnig á þessa aðila að sameina hæfni, hlúa að og örva þá einstaklinga sem þeim tilheyra til að leysa mál í stað þess að vera í togstreitu. Þannig er hægt að hjálpa fólki að sjá bjargir sínar og hvernig hægt er að hafa áhrif með heilbrigðum og lausnarmiðuðum samskiptum hverju sinni. Meðferðaraðilar hafa orðið varir við mikla fjölgun einstaklinga sem glíma við streitu og aðferðir til að takast á við hana eru orðnar fjölbreyttari en áður var. Komið hefur í ljós hve streita hefur gífurleg keðjuverkandi áhrif á einstaklinginn sjálfan, fjölskyldu hans og allt umhverfi hans og getur þannig orðið andlega og heilsufarslega ógnandi ef ekkert er að gert. Við erum einstaklingar með tilfinningar, óskir þrár og þarfir og aðlögun okkar að samfélaginu er ferli þrautseigju og spannar lífshlaup hvers og eins. Það sama gildir um aðlögunarferli að öllum breytingum í lífinu. Við getum haft áhrif á það hvernig samskipti okkar við aðra þróast og haft áhrif á hvernig við vinnum úr keðjuverkandi áhrifum streitunnar í lífi okkar.Höfundar þessarar greinar eru félagsráðgjafi og þroskaþjálfi, sem báðar eru með sérmenntun í fjölskyldumeðferð og starfa sem ráðgjafar hjá Forvörnum ehf.Heimildir:Relier, J. P. (2001). Influence of maternal stress on fetal behavior and brain development. Biology of the Neonate. Your stress is my stress (2014). https://www.mpg.de/research/stress-empathy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Nú er að koma sá tími árs að sumarfríum lýkur og hversdagsleikinn tekur við. Foreldrar fara til vinnu, börn að byrja í leikskóla og skóla og margt ungt fólk er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði að loknu námi. Þessum tíma fylgir því oft mjög mikið álag og þau systkini „Kvíði og Streita“ eiga það til að koma í heimsókn og setjast að, óboðin. Aldrei er eins áberandi en á þessum árstíma hve kröfurnar eru miklar á einstaklinga, bæði börn og fullorðna. Það þarf að takast á við og sanna sig í vinnu, á heimili og í skóla. Sumum finnst þeir jafnvel þurfa að sanna sig fyrir lífinu sjálfu og samfélaginu öllu en vita ekki hvernig.VenjanVið förum út í lífið með ýmiskonar vana í veganesti, sem er misgóður og hollur án þess að hafa alltaf hugmynd um hvaðan hann kemur og viðbrögð okkar verða oft lík því sem við lærðum og sáum sem börn án þess að átta okkur á því.ArfleifðinFélagsleg sýn, sem skilgreind var á áttunda áratug síðustu aldar hefur breytt viðhorfi margra gagnvart einstaklingum með streitu. Hugað er meira að orsökum og hvort um keðjuverkun geti verið að ræða, arfleifð kynslóða, þroskakaferil þeirra og uppeldisskilyrði. Nýjustu rannsóknir sýna fram á mikilvægi tengslamyndunar frá því fyrir fæðingu. Barnið verður fyrir félagslegum áhrifum frá móður og umönnunaraðilum en fyrstu þrjú árin eru mikilvægust varðandi sálfélagslegan þroska. Mörg vandamál eiga því rót í erfiðleikum við tengslamyndun í frumbernsku eða jafnvel til fyrri kynslóða ef keðjuverkandi mynstur hefur ekki verið rofið. Þetta hefur áhrif á getu einstaklinga til að eiga í heilbrigðu parasambandi, að vera uppalendur eða góðir starfsmenn eða bara líða vel í eigin skinni. Einstaklingur sem ekki hefur lært að draga úr streitu í bernsku er í meiri hættu á að verða henni að bráð sem fullorðin manneskja ef ekki er tekið í taumana. Því fyrr sem við áttum okkur á þessu samhengi því auðveldara verður að taka á því og oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda okkur á það.ÁhrifinStreita getur haft áhrif á allt okkar líf, fjölskylduna, börnin, vini, skyldmenni, fyrirtæki og frama okkar, heilsu og andlegan þroska. Ómeðhöndluð streita hefur eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar. Mörg okkar komast í þá aðstöðu að þurfa að leita til annarra eftir hjálp. Viðkvæmni eða styrkur til að takast á við streitu er eitt af því sem við tökum með okkur úr bernsku og við förum út í lífið án þess að átta okkur á því eða velta því fyrir okkur. Streita foreldra yfirfærist auðveldlega yfir til barna en lítil börn hafa til að mynda ekki í grunninn getu til að takmarka sína eigin streitu og þurfa til þess hjálp fullorðinna. Ef það er ekki gert þá geta streituvaldar og áhrif streitu fylgt barni til fullorðinsára með tilheyrandi vanda. Slíkt hefur ekki einungis árhrif á einstaklinginn sjálfann heldur allt umhverfi hans hvort sem það eru vinir, fjölskylda eða vinnufélagar.AðstoðinNauðsynlegt er því að hjálpa uppalendum að þekkja steituvalda og streitueinkenni sín og barna sinna þannig að hægt sé að grípa inn í áður en streitan er komin á alvarlegt stig. Þannig verður auðveldara að læra að ná tökum á streitunni, greina streituvalda í eigin lífi og sjá áhrif hennar á heilsu og vellíðan. Aðferðir sem beinast að því að læra að þekkja eigin huga, og þekking sem hjálpar manni að mynda jákvæða huglæga skoðun á sjálfum sér er mjög árángursrík leið til að draga úr streitu. Fagfólk sem vinnur steituvaldandi störf þarf að þekkja eigin streitumörk og streituvalda til þess að geta varið sig fyrir streitunni í umhverfinu. Að öðrum kosti getur myndast keðjuverkun þar sem streita veldur enn meiri streitu. Einnig er nauðsynlegt fyrir fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem og yfirmenn almennt að þekkja steitueinkenni og álagsþætti þeirra sem til þeirra leita og hafa kunnáttu til að spyrja réttra spurninga. Það er oft ekki nægjanlegt að horfa aðeins á núverandi ástand, stundum þarf að leita lengra og kafa dýpra til þess að geta tekið á hinum raunverulegu orsökum og þar koma fagmenn til skjalanna. Það reynir einnig á þessa aðila að sameina hæfni, hlúa að og örva þá einstaklinga sem þeim tilheyra til að leysa mál í stað þess að vera í togstreitu. Þannig er hægt að hjálpa fólki að sjá bjargir sínar og hvernig hægt er að hafa áhrif með heilbrigðum og lausnarmiðuðum samskiptum hverju sinni. Meðferðaraðilar hafa orðið varir við mikla fjölgun einstaklinga sem glíma við streitu og aðferðir til að takast á við hana eru orðnar fjölbreyttari en áður var. Komið hefur í ljós hve streita hefur gífurleg keðjuverkandi áhrif á einstaklinginn sjálfan, fjölskyldu hans og allt umhverfi hans og getur þannig orðið andlega og heilsufarslega ógnandi ef ekkert er að gert. Við erum einstaklingar með tilfinningar, óskir þrár og þarfir og aðlögun okkar að samfélaginu er ferli þrautseigju og spannar lífshlaup hvers og eins. Það sama gildir um aðlögunarferli að öllum breytingum í lífinu. Við getum haft áhrif á það hvernig samskipti okkar við aðra þróast og haft áhrif á hvernig við vinnum úr keðjuverkandi áhrifum streitunnar í lífi okkar.Höfundar þessarar greinar eru félagsráðgjafi og þroskaþjálfi, sem báðar eru með sérmenntun í fjölskyldumeðferð og starfa sem ráðgjafar hjá Forvörnum ehf.Heimildir:Relier, J. P. (2001). Influence of maternal stress on fetal behavior and brain development. Biology of the Neonate. Your stress is my stress (2014). https://www.mpg.de/research/stress-empathy
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun