Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 10:00 ÍBV bjargaði stigi í 27-27 jafntefli á móti nýliðum Fjölnis í Olís-deild karla á sunnudaginn en Eyjamenn fengu vítakast þegar að leiktíminn var liðinn. Þetta var ekki í fyrsta sinn í vetur sem Eyjamenn sleppa með skrekkinn á móti liðum sem spáð er í fallbaráttu en þeir voru heppnir að ná sigri á útivelli gegn botnliði Gróttu í síðasta mánuði. Frammistaða ÍBV var ekki góð á móti Fjölni og fékk liðið þokkalega útreið hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „ÍBV á að vera svakalegt lið en samt sem áður, umferð eftir umferð, sjáum við deyfð og þyngsli. Þetta var á löngum köflum mjög lélegur leikur hjá ÍBV,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en Gunnar Berg Viktorsson kveikti undir grillinu og henti ÍBV-liðinu á það. „Það er til skammar að vera að spila á móti Fjölni og tapa fjórtán boltum upp úr engu. Eyjamenn voru ólýsanlega lélegir. Þeir voru staðir í sókninni - þetta er ekki sóknarleikur fyrir fimm aura,“ sagði hann. „Það er enginn að spila saman, það eru allir að stinga niður, það er ekkert að frétta. Af hverju láta þeir ekki boltann ganga? Það er ólýsanlega leiðinlegt að horfa á þetta. Ég hitti menn fyrir utan í hálfleik sem fóru heim því þeir nenntu ekki að horfa á þetta.“ Róbert Aron Hostert, leikstjórnandi ÍBV, var ekki að heilla Gunnar Berg og hvernig hann ber upp boltann með því að drippla honum fram allan völlinn. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið. Maður dripplaði fram völlinn svona kannski í fjórða flokki,“ sagði hann. „Þetta gerðist svona fimm eða sex sinnum í leiknum. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er svo gamaldags handbolti. Af hverju stoppar þetta enginn af og segir manninum að senda boltann og hlaupa af stað? Menn þurfa að mæta bolta og gera þetta af einhverjum krafti,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira
ÍBV bjargaði stigi í 27-27 jafntefli á móti nýliðum Fjölnis í Olís-deild karla á sunnudaginn en Eyjamenn fengu vítakast þegar að leiktíminn var liðinn. Þetta var ekki í fyrsta sinn í vetur sem Eyjamenn sleppa með skrekkinn á móti liðum sem spáð er í fallbaráttu en þeir voru heppnir að ná sigri á útivelli gegn botnliði Gróttu í síðasta mánuði. Frammistaða ÍBV var ekki góð á móti Fjölni og fékk liðið þokkalega útreið hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „ÍBV á að vera svakalegt lið en samt sem áður, umferð eftir umferð, sjáum við deyfð og þyngsli. Þetta var á löngum köflum mjög lélegur leikur hjá ÍBV,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en Gunnar Berg Viktorsson kveikti undir grillinu og henti ÍBV-liðinu á það. „Það er til skammar að vera að spila á móti Fjölni og tapa fjórtán boltum upp úr engu. Eyjamenn voru ólýsanlega lélegir. Þeir voru staðir í sókninni - þetta er ekki sóknarleikur fyrir fimm aura,“ sagði hann. „Það er enginn að spila saman, það eru allir að stinga niður, það er ekkert að frétta. Af hverju láta þeir ekki boltann ganga? Það er ólýsanlega leiðinlegt að horfa á þetta. Ég hitti menn fyrir utan í hálfleik sem fóru heim því þeir nenntu ekki að horfa á þetta.“ Róbert Aron Hostert, leikstjórnandi ÍBV, var ekki að heilla Gunnar Berg og hvernig hann ber upp boltann með því að drippla honum fram allan völlinn. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið. Maður dripplaði fram völlinn svona kannski í fjórða flokki,“ sagði hann. „Þetta gerðist svona fimm eða sex sinnum í leiknum. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er svo gamaldags handbolti. Af hverju stoppar þetta enginn af og segir manninum að senda boltann og hlaupa af stað? Menn þurfa að mæta bolta og gera þetta af einhverjum krafti,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Sjá meira