Það er ekkert til sem heitir ungbarn Sæunn Kjartansdóttir skrifar 11. október 2017 10:00 Þessa sérkennilegu staðhæfingu lét virtur barnalæknir og sálgreinir að nafni Donald Winnicott hafa eftir sér upp úr miðri síðustu öld. Með orðum sínum vildi hann vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að án umönnunaraðila eigi barn sér enga lífsvon. Þess vegna er tómt mál að tala um ungbarn sem einangrað fyrirbæri, alltaf þarf að fjalla um börn og vanda þeirra í samhengi við þá sem annast þau. Því það er ekki nóg með að líf barna sé í höndum annarra heldur hefur viðmót og líðan foreldra og annarra sem annast þau bein áhrif á þroska þeirra, heilsu, bjargráð, persónuleika og lífsviðhorf. Allt stafar þetta af því hve næmur barnsheilinn er fyrir áhrifum umhverfisins á fyrstu árum ævinnar. Þetta gerir barni kleift að aðlagast aðstæðum sem það býr við og þróa með sér bjargráð sem henta á hverjum stað. Þannig lærir barn á Íslandi að tala íslensku en ekki swahili og það lærir að skýla sér fyrir rigningu frekar en að safna regnvatni. Að sama skapi lærir barn sem elst upp við skammir og ofbeldi að búast við ógn og verja sig fyrir henni en barn sem venst því að á það sé hlustað lærir að treysta öðrum og njóta samskipta. Heimilisaðstæður og atlæti þeirra sem annast barnið fyrstu árin hefur bein áhrif á sjálfsmynd þess, hegðun, þroska, viðhorf og heilsufar fram á fullorðinsár, líkamlegt ekki síður en andlegt. Mesta ábyrgðin hvílir á foreldrum sem óhjákvæmilega eru misvel í stakk búnir til að setja þarfir annarrar manneskju í forgang allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Þeir hafa líka misjafnlega mikinn stuðning úr sínu nærumhverfi. Umönnun ungbarns getur verið óheyrilega krefjandi og ýtt foreldrum út á ystu nöf, sérstaklega þeim sem eiga erfiða reynslu úr barnæsku, hafa lítinn stuðning eða glíma við heilsuvanda af einhverju tagi. Viðvarandi vanlíðan og streita foreldra getur komið í veg fyrir að þeir ráði við að veita barninu sínu þá örvun, ástúð og öryggi sem það þarf lífsnauðsynlega á að halda. Þess vegna verður heilbrigðiskerfið að vera tilbúið til að grípa inn í. Í stað þess að leita raskana eða sjúkdóma hjá barni sem sýnir vanlíðan eða hegðunarfrávik þarf að skoða viðbrögð þess í samhengi við líðan og viðmót þeirra sem annast það. Brýnt er að gera faglega aðstoð aðgengilega fyrir alla fjölskylduna fyrstu 1000 dagana, sem er meðgangan og fyrstu tvö ár barnsins. Sumum fjölskyldum nægir lítils háttar stuðningur en aðrir þurfa lengri meðferð. Lykilatriðið er að grípa tímanlega inn í því að ungbörn geta ekki beðið. Stjórnvöld verða að taka alvarlega niðurstöður óteljandi rannsókna sem sýna fram á langvarandi áhrif ytri aðstæðna á heilaþroska barna fyrstu árin. Það gerðu breskir þingmenn og samþykktu þverpólitískan sáttmála sem tryggir geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn fyrsta 1001 daginn. Nú ríður á að íslenskir þingmenn vakni til vitundar um ábyrgð sína gagnvart yngstu börnunum og horfist í augu við hversu dýrkeypt það er fyrir fjölskyldur og samfélagið að ungbörn og foreldrar þeirra fái ekki geðheilbrigðisþjónustu við hæfi.Vitundarvakning 1001 hópsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa sérkennilegu staðhæfingu lét virtur barnalæknir og sálgreinir að nafni Donald Winnicott hafa eftir sér upp úr miðri síðustu öld. Með orðum sínum vildi hann vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að án umönnunaraðila eigi barn sér enga lífsvon. Þess vegna er tómt mál að tala um ungbarn sem einangrað fyrirbæri, alltaf þarf að fjalla um börn og vanda þeirra í samhengi við þá sem annast þau. Því það er ekki nóg með að líf barna sé í höndum annarra heldur hefur viðmót og líðan foreldra og annarra sem annast þau bein áhrif á þroska þeirra, heilsu, bjargráð, persónuleika og lífsviðhorf. Allt stafar þetta af því hve næmur barnsheilinn er fyrir áhrifum umhverfisins á fyrstu árum ævinnar. Þetta gerir barni kleift að aðlagast aðstæðum sem það býr við og þróa með sér bjargráð sem henta á hverjum stað. Þannig lærir barn á Íslandi að tala íslensku en ekki swahili og það lærir að skýla sér fyrir rigningu frekar en að safna regnvatni. Að sama skapi lærir barn sem elst upp við skammir og ofbeldi að búast við ógn og verja sig fyrir henni en barn sem venst því að á það sé hlustað lærir að treysta öðrum og njóta samskipta. Heimilisaðstæður og atlæti þeirra sem annast barnið fyrstu árin hefur bein áhrif á sjálfsmynd þess, hegðun, þroska, viðhorf og heilsufar fram á fullorðinsár, líkamlegt ekki síður en andlegt. Mesta ábyrgðin hvílir á foreldrum sem óhjákvæmilega eru misvel í stakk búnir til að setja þarfir annarrar manneskju í forgang allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Þeir hafa líka misjafnlega mikinn stuðning úr sínu nærumhverfi. Umönnun ungbarns getur verið óheyrilega krefjandi og ýtt foreldrum út á ystu nöf, sérstaklega þeim sem eiga erfiða reynslu úr barnæsku, hafa lítinn stuðning eða glíma við heilsuvanda af einhverju tagi. Viðvarandi vanlíðan og streita foreldra getur komið í veg fyrir að þeir ráði við að veita barninu sínu þá örvun, ástúð og öryggi sem það þarf lífsnauðsynlega á að halda. Þess vegna verður heilbrigðiskerfið að vera tilbúið til að grípa inn í. Í stað þess að leita raskana eða sjúkdóma hjá barni sem sýnir vanlíðan eða hegðunarfrávik þarf að skoða viðbrögð þess í samhengi við líðan og viðmót þeirra sem annast það. Brýnt er að gera faglega aðstoð aðgengilega fyrir alla fjölskylduna fyrstu 1000 dagana, sem er meðgangan og fyrstu tvö ár barnsins. Sumum fjölskyldum nægir lítils háttar stuðningur en aðrir þurfa lengri meðferð. Lykilatriðið er að grípa tímanlega inn í því að ungbörn geta ekki beðið. Stjórnvöld verða að taka alvarlega niðurstöður óteljandi rannsókna sem sýna fram á langvarandi áhrif ytri aðstæðna á heilaþroska barna fyrstu árin. Það gerðu breskir þingmenn og samþykktu þverpólitískan sáttmála sem tryggir geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn fyrsta 1001 daginn. Nú ríður á að íslenskir þingmenn vakni til vitundar um ábyrgð sína gagnvart yngstu börnunum og horfist í augu við hversu dýrkeypt það er fyrir fjölskyldur og samfélagið að ungbörn og foreldrar þeirra fái ekki geðheilbrigðisþjónustu við hæfi.Vitundarvakning 1001 hópsins.
Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. 9. október 2017 06:00
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar