Stoppum draugun Nikólína Hildur Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2017 07:26 Sem einhleyp, ung kona hef ég gaman að því að fara á stefnumót, en ég fór einmitt á tvö slík nýverið með manni sem ég komst í kynni við í gegnum ónefnt snjallsímaforrit. Hann var hávaxinn, sætur, metnaðargjarn og skildi flesta brandarana mína, en að því er ekki alltaf hlaupið. Stefnumótin tvö voru hugguleg, að ég hélt, en hann tróð snjóinn með mér heim upp að dyrum á því fyrra og nokkrum dögum síðar kysstumst við undir dansandi norðurljósum. Því var mér ansi brugðið þegar mér bárust skilaboð sem í stóð „Ég vil ekki hittast aftur“ einhverjum dögum síðar. Mín fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu að vera sármóðguð, enda egóið feikimikið og viðkvæmt. Mér fannst þetta auk þess ansi dramatískt og blákalt af honum, þar sem við höfðum, jú, aðeins farið á tvö stefnumót. En eftir nokkurra daga umhugsun, og eftir að hafa sleikt sár egósins, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svona höfnun sé af hinu góða. Hversu oft hefur maður lent í því að fara á nokkur stefnumót, jafnvel til lengri tíma, með einhverjum og heyra svo skyndilega ekkert í viðkomandi? Með öðrum orðum verður maður „draugaður“ (e. ghosted). Að vera „draugaður“ af einhverjum felur í sér að viðkomandi slítur samskiptum upp úr þurru. Maður veit varla hvað snýr upp og hvað snýr niður, fastur í óvissu um hvað viðkomandi sé að hugsa. Vill viðkomandi láta eltast við sig eða hvarf áhuginn skyndilega? Nú er ég sjálf ekki alsaklaus, ég viðurkenni að ég hef „draugað“ fólk. Við „draugum“ einfaldlega af því að það er auðvelt. Það er mun auðveldara að klippa á samskipti en að útskýra af hverju maður vill ekki halda áfram að blanda geði við einhvern. Því tel ég að við ættum öll að taka okkur kunningja minn og hans bláköldu taktík til fyrirmyndar, því það vill enginn lifa í því óvissuástandi sem „draugun“ felur í sér. Höfnun er ömurleg, en óvissa er verri. Auk þess gefur höfnun af þessum toga manni tækifæri til að næra brotið egóið. Ég segi, til að mynda, sjálfri mér að ég sé gull. Ég er gull en sumir kæra sig ekki um gull og vilja heldur silfur og það er í góðu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Sem einhleyp, ung kona hef ég gaman að því að fara á stefnumót, en ég fór einmitt á tvö slík nýverið með manni sem ég komst í kynni við í gegnum ónefnt snjallsímaforrit. Hann var hávaxinn, sætur, metnaðargjarn og skildi flesta brandarana mína, en að því er ekki alltaf hlaupið. Stefnumótin tvö voru hugguleg, að ég hélt, en hann tróð snjóinn með mér heim upp að dyrum á því fyrra og nokkrum dögum síðar kysstumst við undir dansandi norðurljósum. Því var mér ansi brugðið þegar mér bárust skilaboð sem í stóð „Ég vil ekki hittast aftur“ einhverjum dögum síðar. Mín fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu að vera sármóðguð, enda egóið feikimikið og viðkvæmt. Mér fannst þetta auk þess ansi dramatískt og blákalt af honum, þar sem við höfðum, jú, aðeins farið á tvö stefnumót. En eftir nokkurra daga umhugsun, og eftir að hafa sleikt sár egósins, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svona höfnun sé af hinu góða. Hversu oft hefur maður lent í því að fara á nokkur stefnumót, jafnvel til lengri tíma, með einhverjum og heyra svo skyndilega ekkert í viðkomandi? Með öðrum orðum verður maður „draugaður“ (e. ghosted). Að vera „draugaður“ af einhverjum felur í sér að viðkomandi slítur samskiptum upp úr þurru. Maður veit varla hvað snýr upp og hvað snýr niður, fastur í óvissu um hvað viðkomandi sé að hugsa. Vill viðkomandi láta eltast við sig eða hvarf áhuginn skyndilega? Nú er ég sjálf ekki alsaklaus, ég viðurkenni að ég hef „draugað“ fólk. Við „draugum“ einfaldlega af því að það er auðvelt. Það er mun auðveldara að klippa á samskipti en að útskýra af hverju maður vill ekki halda áfram að blanda geði við einhvern. Því tel ég að við ættum öll að taka okkur kunningja minn og hans bláköldu taktík til fyrirmyndar, því það vill enginn lifa í því óvissuástandi sem „draugun“ felur í sér. Höfnun er ömurleg, en óvissa er verri. Auk þess gefur höfnun af þessum toga manni tækifæri til að næra brotið egóið. Ég segi, til að mynda, sjálfri mér að ég sé gull. Ég er gull en sumir kæra sig ekki um gull og vilja heldur silfur og það er í góðu lagi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar