Tónlistarborgin Reykjavík Melkorka Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 00:00 Á síðasta ári var settur saman starfshópur um tónlistarborgina Reykjavík. Hlutverk hópsins er að móta tillögur um undirbúning og fyrirkomulag. Slíkan stimpil hafa ýmsar vestrænar borgir, t.d. Toronto og Seattle, og hefur eflaust ýmis jákvæð áhrif, ekki síst á ímynd og markaðssetningu. Í ljósi þess hversu glæsilegir sendiherrar Íslands tónlistarmenn ýmissa greina eru og tónlistarlíf Íslendinga blómlegt virðist slíkur stimpill eiga vel við. En að ýmsu er að huga. Fyrir tæpum sex árum reis tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa. Eins og almenningur veit var byggingin umdeild en húsið og starfsemi þess hefur þegar fullsannað gildi sitt. Þó er rekstrarumhverfi Hörpu ótækt og kristallast í dómsmáli vegna sligandi fasteignagjalda sem Harpa hefur þurft að reka gegn eigendum sínum, ríki og borg. Nýverið vann Harpa, með Halldór Guðmundsson forstjóra í brúnni, málið fyrir Hæstarétti og fasteignamat þjóðskrár var dæmt ógilt. Ekki gafst mikill tími til að fagna því stofnaður var nýr flokkur í fasteignamati, fyrir tónlistar-og ráðstefnuhús sérstaklega, og nærri jafn há gjöld lögð á Hörpu og þau sem málið var upphaflega höfðað út af. Framundan er sambærileg hringavitleysa frammi fyrir dómsvöldum. Fasteignagjöld Hörpu hafa legið eins og hlemmur á rekstri og starfsemi hússins og takmarkað aðgengi ýmissa tegunda tónlistar vegna þess hversu dýr leigan á sölum Hörpu hefur þurft að vera. Samtímis hafa framlög til tónlistarsjóða minnkað. Tónlistarhópar og hátíðir standa frammi fyrir því að megnið af fjármunum sem þeim tekst að tína til fer í kostnað við tónleikahaldið og fáir geta greitt sér mannsæmandi laun, sjái þeir sér á annað borð fært að halda tónleika í tónlistarhúsi landsmanna. Undirrituð fagnar innilega fyrirætlunum Reykjavíkurborgar um tónlistarborg. En slíkar hugmyndir verða lítið annað en sýndarmennska nema þeirri þróun sem verið hefur í umhverfi tónlistar síðustu ár sé snarlega snúið við. Það þarf að stemma stigu við niðurskurðarherferðinni gagnvart tónlistarskólum og tónlistarsjóðum. Og það þarf að leysa þann óskiljanlega hnút sem deilan um fasteignagjöld Hörpu hefur verið. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið stolt tónlistarborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var settur saman starfshópur um tónlistarborgina Reykjavík. Hlutverk hópsins er að móta tillögur um undirbúning og fyrirkomulag. Slíkan stimpil hafa ýmsar vestrænar borgir, t.d. Toronto og Seattle, og hefur eflaust ýmis jákvæð áhrif, ekki síst á ímynd og markaðssetningu. Í ljósi þess hversu glæsilegir sendiherrar Íslands tónlistarmenn ýmissa greina eru og tónlistarlíf Íslendinga blómlegt virðist slíkur stimpill eiga vel við. En að ýmsu er að huga. Fyrir tæpum sex árum reis tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa. Eins og almenningur veit var byggingin umdeild en húsið og starfsemi þess hefur þegar fullsannað gildi sitt. Þó er rekstrarumhverfi Hörpu ótækt og kristallast í dómsmáli vegna sligandi fasteignagjalda sem Harpa hefur þurft að reka gegn eigendum sínum, ríki og borg. Nýverið vann Harpa, með Halldór Guðmundsson forstjóra í brúnni, málið fyrir Hæstarétti og fasteignamat þjóðskrár var dæmt ógilt. Ekki gafst mikill tími til að fagna því stofnaður var nýr flokkur í fasteignamati, fyrir tónlistar-og ráðstefnuhús sérstaklega, og nærri jafn há gjöld lögð á Hörpu og þau sem málið var upphaflega höfðað út af. Framundan er sambærileg hringavitleysa frammi fyrir dómsvöldum. Fasteignagjöld Hörpu hafa legið eins og hlemmur á rekstri og starfsemi hússins og takmarkað aðgengi ýmissa tegunda tónlistar vegna þess hversu dýr leigan á sölum Hörpu hefur þurft að vera. Samtímis hafa framlög til tónlistarsjóða minnkað. Tónlistarhópar og hátíðir standa frammi fyrir því að megnið af fjármunum sem þeim tekst að tína til fer í kostnað við tónleikahaldið og fáir geta greitt sér mannsæmandi laun, sjái þeir sér á annað borð fært að halda tónleika í tónlistarhúsi landsmanna. Undirrituð fagnar innilega fyrirætlunum Reykjavíkurborgar um tónlistarborg. En slíkar hugmyndir verða lítið annað en sýndarmennska nema þeirri þróun sem verið hefur í umhverfi tónlistar síðustu ár sé snarlega snúið við. Það þarf að stemma stigu við niðurskurðarherferðinni gagnvart tónlistarskólum og tónlistarsjóðum. Og það þarf að leysa þann óskiljanlega hnút sem deilan um fasteignagjöld Hörpu hefur verið. Öðruvísi getur Reykjavík ekki orðið stolt tónlistarborg.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar