Stígamót veiti fötluðum brotaþolum þjónustu eða skili fjármagninu Snæbjörn Áki Friðriksson og Helga Baldvins- og Bjargardóttir skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Í mars 2014 tóku Stígamót sannkölluð tímamótaskref í þjónustu við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis. Þá var ráðinn inn starfsmaður með sérþekkingu á fötlun til að mæta betur þörfum fatlaðra brotaþola og gera Stígamót aðgengilegri. Fyrir þetta fengu Stígamót ýmsar viðurkenningar á borð við Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir að brjóta niður múra gagnvart fötluðu fólki á þessu sviði. Undirrituð gegndi því starfi fram til október 2016. Starfið var svo auglýst í mars á þessu ári og sótti þar um ein hæfasta fatlaða konan á þessu sviði til að sinna ráðgjöf við fatlaða brotaþola og fræðslu um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Stígamót treystu sér ekki til að vinna með þeirri baráttukonu þrátt fyrir að viðurkenna að hún væri sú hæfasta í starfið. Þess í stað var tekin sú ákvörðun að leggja starfið niður í þeirri mynd en taka frekar upp notendaráð sem einhvers konar samráðsvettvang fyrir hagsmunasamtök fatlaðs fólks til að koma að stefnumótun Stígamóta. Nú hefur verið ákveðið að leggja þetta notendaráð niður vegna samstarfsörðugleika. Samkvæmt skilningi okkar greinarhöfunda fengu Stígamót að halda fjármagninu úr Kristínarhúsi til að geta ráðið inn karlmann til að mæta betur karlkyns brotaþolum og svo manneskju með sérþekkingu á fötlunum, mismunun og jaðarsetningu til að mæta betur fötluðum brotaþolum. Undirritaður er formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun, og vill hrósa Stígamótum fyrir flottan fyrirlestur um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki sem haldinn var þann 4. september síðastliðinn. Hins vegar verður að benda á að nú er enginn sérhæfður stuðningur við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis á Stígamótum og er það mjög alvarleg staða. Stígamót eru burðug samtök með 11 starfsmenn. Til samanburðar má nefna að í Barnahúsi starfa sjö starfsmenn og á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu starfa að jafnaði 1-7 starfsmenn eftir því hvort starfsmenn hennar eru kallaðir út til annarra verkefna eða ekki. Fatlað fólk verður fyrir margfalt meira ofbeldi en ófatlað fólk og kynferðisofbeldi er þar engin undantekning. Á sama tíma er sérhæfður stuðningur fyrir fatlaða brotaþola af mjög skornum skammti og lítill sem enginn nú þegar ekki var ráðið aftur í stöðuna sem því var ætlað á Stígamótum. Við gerum þá kröfu að Stígamót ráði til sín fatlaðan eða sérhæfðan ráðgjafa til að sinna ráðgjöf við fatlaða brotaþola eða skili því fjármagni sem hugsað var til að mæta þessari þörf, því þörfin er vissulega mikil. Snæbjörn Áki Friðriksson er formaður Átaks.Helga Baldvins- og Bjargardóttir er lögfræðingur og þroskaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í mars 2014 tóku Stígamót sannkölluð tímamótaskref í þjónustu við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis. Þá var ráðinn inn starfsmaður með sérþekkingu á fötlun til að mæta betur þörfum fatlaðra brotaþola og gera Stígamót aðgengilegri. Fyrir þetta fengu Stígamót ýmsar viðurkenningar á borð við Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir að brjóta niður múra gagnvart fötluðu fólki á þessu sviði. Undirrituð gegndi því starfi fram til október 2016. Starfið var svo auglýst í mars á þessu ári og sótti þar um ein hæfasta fatlaða konan á þessu sviði til að sinna ráðgjöf við fatlaða brotaþola og fræðslu um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Stígamót treystu sér ekki til að vinna með þeirri baráttukonu þrátt fyrir að viðurkenna að hún væri sú hæfasta í starfið. Þess í stað var tekin sú ákvörðun að leggja starfið niður í þeirri mynd en taka frekar upp notendaráð sem einhvers konar samráðsvettvang fyrir hagsmunasamtök fatlaðs fólks til að koma að stefnumótun Stígamóta. Nú hefur verið ákveðið að leggja þetta notendaráð niður vegna samstarfsörðugleika. Samkvæmt skilningi okkar greinarhöfunda fengu Stígamót að halda fjármagninu úr Kristínarhúsi til að geta ráðið inn karlmann til að mæta betur karlkyns brotaþolum og svo manneskju með sérþekkingu á fötlunum, mismunun og jaðarsetningu til að mæta betur fötluðum brotaþolum. Undirritaður er formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun, og vill hrósa Stígamótum fyrir flottan fyrirlestur um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki sem haldinn var þann 4. september síðastliðinn. Hins vegar verður að benda á að nú er enginn sérhæfður stuðningur við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis á Stígamótum og er það mjög alvarleg staða. Stígamót eru burðug samtök með 11 starfsmenn. Til samanburðar má nefna að í Barnahúsi starfa sjö starfsmenn og á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu starfa að jafnaði 1-7 starfsmenn eftir því hvort starfsmenn hennar eru kallaðir út til annarra verkefna eða ekki. Fatlað fólk verður fyrir margfalt meira ofbeldi en ófatlað fólk og kynferðisofbeldi er þar engin undantekning. Á sama tíma er sérhæfður stuðningur fyrir fatlaða brotaþola af mjög skornum skammti og lítill sem enginn nú þegar ekki var ráðið aftur í stöðuna sem því var ætlað á Stígamótum. Við gerum þá kröfu að Stígamót ráði til sín fatlaðan eða sérhæfðan ráðgjafa til að sinna ráðgjöf við fatlaða brotaþola eða skili því fjármagni sem hugsað var til að mæta þessari þörf, því þörfin er vissulega mikil. Snæbjörn Áki Friðriksson er formaður Átaks.Helga Baldvins- og Bjargardóttir er lögfræðingur og þroskaþjálfi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar