Óafturkræf náttúruspjöll Svavar Halldórsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.Einstæðir og viðkvæmir stofnar Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróðurpart þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúkdóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu. Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna.Verðmæti komandi kynslóða Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líffræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.Einstæðir og viðkvæmir stofnar Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróðurpart þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúkdóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu. Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna.Verðmæti komandi kynslóða Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líffræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.