Óafturkræf náttúruspjöll Svavar Halldórsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.Einstæðir og viðkvæmir stofnar Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróðurpart þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúkdóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu. Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna.Verðmæti komandi kynslóða Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líffræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.Einstæðir og viðkvæmir stofnar Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróðurpart þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúkdóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu. Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna.Verðmæti komandi kynslóða Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líffræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar