Engir dísilbílar Benz til sölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2017 09:47 Mercedes Benz C 300d er einn þeirra bíla sem ekki verður í boði í Bandaríkjunum, enda knúinn dísilvél. Mercedes Benz hefur ákveðið að bjóða ekki neinn af sínum fólksbílum í Bandaríkjunum knúinn dísilvél. Aðeins Sprinter sendibíll Mercedes Benz verður í boði vestanhafs með dísilvél. Talsvert ferli, bæði tímafrekt og kostnaðarsamt, fylgir því að sækja um leyfi og vottun fyrir sölu dísilbíla í Bandaríkjunum og Mercedes Benz telur það ekki fyrirhafnarinnar virði að standa í slíku. Bandaríkjamenn hafa svo sem aldrei verið mikið fyrir dísilknúna fólksbíla, en eftir dísilvélasvindl Volkswagen og mengunarumræðuna í kjölfar þess, hefur andstaðan í garð þeirra enn aukist. Þó svo að Mercedes Benz hafi ákveðið að bjóða engan bíl með dísilvél þar vestra af árgerð 2017 þá segir það ekkert til um framtíðarbíla Benz og gætu dísilbílar Benz fullt eins orðið aftur í boði í Bandaríkjunum. Þegar dísilbílar Benz voru í boði vestanhafs var sala þeirra engu að síður afar lágt hlutfall af heildarsölunni. Í herbúðum Mercedes Benz hefur verið rætt að hætta alfarið að bjóða dísilbíla í Bandaríkjunum, það hreinlega taki því ekki. Mercedes Benz hefur á sama tíma og dísilbílar þeirra hafa verið dregnir úr sölu fjölgað mjög Plug-In-Hybrid útgáfum bíla sinna og fást nú C, S og GLE bílar Benz þar sem tengiltvinnbílar. BMW er eins og Benz að hugleiða að taka alla dísilbíla sína af markaði í Bandaríkjunum og er ekki að bjóða neina slíka sem stendur. Það er þó líklega meiningin með 2018 árgerðina af BMW 540d og næstu kynslóðir 3-línunnar og X3. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður
Mercedes Benz hefur ákveðið að bjóða ekki neinn af sínum fólksbílum í Bandaríkjunum knúinn dísilvél. Aðeins Sprinter sendibíll Mercedes Benz verður í boði vestanhafs með dísilvél. Talsvert ferli, bæði tímafrekt og kostnaðarsamt, fylgir því að sækja um leyfi og vottun fyrir sölu dísilbíla í Bandaríkjunum og Mercedes Benz telur það ekki fyrirhafnarinnar virði að standa í slíku. Bandaríkjamenn hafa svo sem aldrei verið mikið fyrir dísilknúna fólksbíla, en eftir dísilvélasvindl Volkswagen og mengunarumræðuna í kjölfar þess, hefur andstaðan í garð þeirra enn aukist. Þó svo að Mercedes Benz hafi ákveðið að bjóða engan bíl með dísilvél þar vestra af árgerð 2017 þá segir það ekkert til um framtíðarbíla Benz og gætu dísilbílar Benz fullt eins orðið aftur í boði í Bandaríkjunum. Þegar dísilbílar Benz voru í boði vestanhafs var sala þeirra engu að síður afar lágt hlutfall af heildarsölunni. Í herbúðum Mercedes Benz hefur verið rætt að hætta alfarið að bjóða dísilbíla í Bandaríkjunum, það hreinlega taki því ekki. Mercedes Benz hefur á sama tíma og dísilbílar þeirra hafa verið dregnir úr sölu fjölgað mjög Plug-In-Hybrid útgáfum bíla sinna og fást nú C, S og GLE bílar Benz þar sem tengiltvinnbílar. BMW er eins og Benz að hugleiða að taka alla dísilbíla sína af markaði í Bandaríkjunum og er ekki að bjóða neina slíka sem stendur. Það er þó líklega meiningin með 2018 árgerðina af BMW 540d og næstu kynslóðir 3-línunnar og X3.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður