Framtíðin er björt Guðni Bergsson skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Upplifunin síðasta sumar að fylgjast með okkar eigin landsliði á EM í Frakklandi bæði fyrir mig sem fyrrverandi landsliðsfyrirliða og okkur öll var stórkostleg. Næsta sumar munum við svo stolt fylgjast með kvennaliðinu á EM í Hollandi sem er að fara á sitt þriðja stórmót.Grasrótin er grunnurinn Þessi árangur endurspeglar það frábæra starf sem er unnið um allt land hjá aðildarfélögum KSÍ. Grasrótarstarfið sem unnið er í yngri flokkunum á Íslandi er til fyrirmyndar. Við eigum að halda áfram á sömu leið og efla enn frekar menntun þjálfara. KSÍ á einnig að huga sérstaklega að því að styðja við bakið á félögum á landsbyggðinni þar sem kostnaður vegna ferðalaga vegur þungt. Þá er mikilvægt að efla markaðsstarfið í kringum fótboltann hér heima. KSÍ og samstarfsaðilar eiga að sameinast um átak til að fjölga áhorfendum á leikjum, bæði karla og kvenna.Spilum áfram í efstu deild Yfirgnæfandi meirihluti tekna KSÍ eru styrkir frá EUFA, FIFA og tekjur af erlendum sjónvarpsrétti. Samkvæmt ársreikningi 2016 eru þetta 2,6 milljarðar króna, eða 88 prósent af öllum tekjum sambandsins! Það er eitt mikilvægasta verkefni KSÍ að standa vörð um þessar tekjur og leita leiða til að auka þær. Fyrir aðildarfélögin eru miklir hagsmunir í húfi. Við þurfum að nýta okkur meðbyrinn. Til þess þurfa allir að helga sig verkefninu 100 prósent. Formaður KSÍ á að vera sýnilegur og virkur í starfi hreyfingarinnar, fulltrúi fótboltans í grasrótinni, gagnvart aðildarfélögum og öllum hinum fjölmörgu hagsmunaaðilum sem KSÍ starfar með. Á undanförnum árum hefur umgjörð um fótbolta á Íslandi breyst mikið. Fagmennskan hefur aukist. Við þurfum að byggja á því sem áunnist hefur og bæta það sem betur má fara. Ég vil leggja áherslu á gegnsæi og einfalt og skilvirkt skipurit utan um starfsemi KSÍ. Ég hlakka til að hitta fulltrúa á ársþingi KSÍ, til skrafs og ráðagerða um það hvernig við getum saman bætt fótboltann á Íslandi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Upplifunin síðasta sumar að fylgjast með okkar eigin landsliði á EM í Frakklandi bæði fyrir mig sem fyrrverandi landsliðsfyrirliða og okkur öll var stórkostleg. Næsta sumar munum við svo stolt fylgjast með kvennaliðinu á EM í Hollandi sem er að fara á sitt þriðja stórmót.Grasrótin er grunnurinn Þessi árangur endurspeglar það frábæra starf sem er unnið um allt land hjá aðildarfélögum KSÍ. Grasrótarstarfið sem unnið er í yngri flokkunum á Íslandi er til fyrirmyndar. Við eigum að halda áfram á sömu leið og efla enn frekar menntun þjálfara. KSÍ á einnig að huga sérstaklega að því að styðja við bakið á félögum á landsbyggðinni þar sem kostnaður vegna ferðalaga vegur þungt. Þá er mikilvægt að efla markaðsstarfið í kringum fótboltann hér heima. KSÍ og samstarfsaðilar eiga að sameinast um átak til að fjölga áhorfendum á leikjum, bæði karla og kvenna.Spilum áfram í efstu deild Yfirgnæfandi meirihluti tekna KSÍ eru styrkir frá EUFA, FIFA og tekjur af erlendum sjónvarpsrétti. Samkvæmt ársreikningi 2016 eru þetta 2,6 milljarðar króna, eða 88 prósent af öllum tekjum sambandsins! Það er eitt mikilvægasta verkefni KSÍ að standa vörð um þessar tekjur og leita leiða til að auka þær. Fyrir aðildarfélögin eru miklir hagsmunir í húfi. Við þurfum að nýta okkur meðbyrinn. Til þess þurfa allir að helga sig verkefninu 100 prósent. Formaður KSÍ á að vera sýnilegur og virkur í starfi hreyfingarinnar, fulltrúi fótboltans í grasrótinni, gagnvart aðildarfélögum og öllum hinum fjölmörgu hagsmunaaðilum sem KSÍ starfar með. Á undanförnum árum hefur umgjörð um fótbolta á Íslandi breyst mikið. Fagmennskan hefur aukist. Við þurfum að byggja á því sem áunnist hefur og bæta það sem betur má fara. Ég vil leggja áherslu á gegnsæi og einfalt og skilvirkt skipurit utan um starfsemi KSÍ. Ég hlakka til að hitta fulltrúa á ársþingi KSÍ, til skrafs og ráðagerða um það hvernig við getum saman bætt fótboltann á Íslandi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun