Áfengisfrumvarpið enn og aftur Guðmundur Edgarsson skrifar 10. mars 2017 07:00 Undarleg þessi læti vegna nýja áfengisfrumvarpsins. Í takt við kröfur neytenda hefur ÁTVR bætt þjónustu vínbúða sinna og aðgengi svo um munar á undanförnum árum en svo þegar taka á næsta skref í þeirri þróun þá er lýðheilsa þjóðarinnar skyndilega í húfi og harmþrungnar ræður haldnar um brotnar fjölskyldur og skelfilegar afleiðingar áfengisdrykkju. Engu líkara er en að einmitt nú sé komið að þolmörkum: verði vínið selt inni í matvörubúðum frekar en í sérstökum verslunum steinsnar frá, oft undir sama þaki með og einu skilrúmi á milli, þá muni áfengisdrykkja landsmanna fara úr böndunum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Er nema von að menn spyrji: Af hverju hafa þeir, sem nú hafa sig mest í frammi gegn áfengisfrumvarpinu, ekki barist gegn stöðugt aukinni þjónustu ÁTVR og bættu aðgengi vínbúðanna undanfarin ár? Hvers vegna hefur fólk ekki stigið fram og krafist þess að dregið yrði rækilega úr þjónustunni, verð hækkað verulega, vöruúrval minnkað stórlega og útibúum fækkað svo um munaði?Ótti við frelsi og einkaframtak? Andstæðingar áfengisfrumvarpsins hljóta að gera sér grein fyrir að engu breytir í heildarmyndinni hvort vín sé selt inni í kjörbúðinni eða hinum megin við vegginn. Það sem raunverulega býr að baki neikvæðni þeirra hlýtur því að vera annars eðlis, t.d. rótgróin íhaldssemi, óþol gagnvart frelsisþenkjandi fólki eða dálæti á miðstýringu og ríkisrekstri. Því virðist sem gagnrýnendur frumvarpsins hafi í raun ekki tiltakanlegar áhyggjur af mögulegri fjölgun áfengissjúklinga heldur að einkavæðing áfengisverslunarinnar muni falla fólki jafn vel í geð og afnám bjórbannsins fræga sem bætti vínmenningu landsmanna svo um munaði þvert á allt svartagallsrausið. Fáum hefur dottið í hug að koma bjórbanninu á aftur. Enn færri hefur hugkvæmst að færa þjónustustig ÁTVR eða vöruúrval áratugi aftur í tímann. Þegar upp er staðið kann fólk nefnilega að meta frelsið. Kannski þar liggur hundurinn grafinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undarleg þessi læti vegna nýja áfengisfrumvarpsins. Í takt við kröfur neytenda hefur ÁTVR bætt þjónustu vínbúða sinna og aðgengi svo um munar á undanförnum árum en svo þegar taka á næsta skref í þeirri þróun þá er lýðheilsa þjóðarinnar skyndilega í húfi og harmþrungnar ræður haldnar um brotnar fjölskyldur og skelfilegar afleiðingar áfengisdrykkju. Engu líkara er en að einmitt nú sé komið að þolmörkum: verði vínið selt inni í matvörubúðum frekar en í sérstökum verslunum steinsnar frá, oft undir sama þaki með og einu skilrúmi á milli, þá muni áfengisdrykkja landsmanna fara úr böndunum með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Er nema von að menn spyrji: Af hverju hafa þeir, sem nú hafa sig mest í frammi gegn áfengisfrumvarpinu, ekki barist gegn stöðugt aukinni þjónustu ÁTVR og bættu aðgengi vínbúðanna undanfarin ár? Hvers vegna hefur fólk ekki stigið fram og krafist þess að dregið yrði rækilega úr þjónustunni, verð hækkað verulega, vöruúrval minnkað stórlega og útibúum fækkað svo um munaði?Ótti við frelsi og einkaframtak? Andstæðingar áfengisfrumvarpsins hljóta að gera sér grein fyrir að engu breytir í heildarmyndinni hvort vín sé selt inni í kjörbúðinni eða hinum megin við vegginn. Það sem raunverulega býr að baki neikvæðni þeirra hlýtur því að vera annars eðlis, t.d. rótgróin íhaldssemi, óþol gagnvart frelsisþenkjandi fólki eða dálæti á miðstýringu og ríkisrekstri. Því virðist sem gagnrýnendur frumvarpsins hafi í raun ekki tiltakanlegar áhyggjur af mögulegri fjölgun áfengissjúklinga heldur að einkavæðing áfengisverslunarinnar muni falla fólki jafn vel í geð og afnám bjórbannsins fræga sem bætti vínmenningu landsmanna svo um munaði þvert á allt svartagallsrausið. Fáum hefur dottið í hug að koma bjórbanninu á aftur. Enn færri hefur hugkvæmst að færa þjónustustig ÁTVR eða vöruúrval áratugi aftur í tímann. Þegar upp er staðið kann fólk nefnilega að meta frelsið. Kannski þar liggur hundurinn grafinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar