Að forðast byltu og koma í veg fyrir beinbrot Inga Jónsdóttir skrifar 9. mars 2017 08:33 Líkaminn þarf hreyfingu til að vaxa og dafna, hreyfing sem er fullnægt gegnum vinnu fer víða minnkandi, störf eru sérhæfðari og vélvæddari sem leiðir til meiri kyrrsetu. Hreyfingarleysi dregur úr vöðvastyrk og hætta er á að beinmassi minnki hraðar en ella sem aftur kallar á aukna hættu á beinbrotum ef fólk dettur. Aldraðir hafa ekki síður en yngra fólk not fyrir styrka vöðva og gott jafnvægi. Það er þekkt að aldraðir eiga auðvelt með að lenda í vítahring minnkaðar hreyfingar vegna hræðslu við að detta. Í Noregi hefur skráning leitt í ljós að þeir sem eru eldri en 65 ára eru í meiri hættu á að verða fyrir slysi á heimili. Margir þættir stuðla að byltum meðal aldraðra, oftast er um að ræða samverkandi þætti ellihrörnunar, sjúkdóma og lyfja. Hægt er að grípa til einfaldra ráða til að draga úr fallhættu með því að auka vöðvastyrk og liðleika, einnig með því að hagræða og fækka slysagildrum í heimahúsum. Þungaberandi æfingar sem bæta gönguhraða, vöðvastyrk og jafnvægi eldra fólks geta dregið úr byltum um 25-30%. Gott er að bæta æfingum inn í daglega iðju, t.d. má nota stiga og ganga innanhúss til að ganga rösklega yfir veturinn þegar hálka og snjór er úti. Jafnvel má nota bílakjallara á þeim tímum sem umferð er lítil. Það er ekki verra að hafa göngufélaga til að spjalla við, en rannsóknir hafa sýnt að það viðheldur hæfni til að gera tvennt í einu. Það er einnig mikilvægt að fyrirbyggja fall með því að fækka slysagildrum í heimahúsum. Algengar slysagildrur eru þrengsli og hindranir í gangvegum, lausar rafmagnssnúrur, teppakantar og mottur sem auðvelt er að hrasa um. Hál eða blaut gólf til dæmis á baðherbergi, þar getur stöm motta í sturtu eða baðkari ásamt handfangi auðveldlega komið í veg fyrir fall. Einnig getur verið kostur að hafa stól í sturtunni eða sæti í baðkarinu. Hægt er að hækka salerni með þar til gerðri salernisupphækkun til að auðveldara sé að standa á fætur. Sjúkratryggingar Íslands sjá um ráðgjöf og afgreiðslu hjálpartækja samkvæmt ákveðnum reglum. Góð lýsing skiptir líka máli, og gott getur verið að hafa næturljós sem lýsir leiðina á baðherbergið. Mikilvægt er að standa rólega á fætur, en það á sérstaklega við um þá sem eiga á hættu blóðþrýstingsfall eða svima. Meiri hætta er á að detta þegar gengið er á sokkaleistunum en í skóm. Skipuleggið þannig að ekki þurfi að klifra upp á stól til að ná í hluti í hillu eða skáp. Hafa skal handrið við tröppur og allir ættu að nota mannbrodda á skó og stafi í hálku. Samkvæmt rannsókn í Noregi, deyja fleiri þar af völdum slysa á heimili en í umferðinni. Með einföldum lausnum og hagræðingu má fyrirbyggja byltu og jafnvel brot, sem dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins en fyrst og fremst kemur það í veg fyrir þjáningu og skert lífsgæði einstaklingsins sem á í hlut. Bætum lífsgæði, stundum hreyfingu og fyrirbyggjum byltur, bætum lífi við árin ekki bara árum við lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Líkaminn þarf hreyfingu til að vaxa og dafna, hreyfing sem er fullnægt gegnum vinnu fer víða minnkandi, störf eru sérhæfðari og vélvæddari sem leiðir til meiri kyrrsetu. Hreyfingarleysi dregur úr vöðvastyrk og hætta er á að beinmassi minnki hraðar en ella sem aftur kallar á aukna hættu á beinbrotum ef fólk dettur. Aldraðir hafa ekki síður en yngra fólk not fyrir styrka vöðva og gott jafnvægi. Það er þekkt að aldraðir eiga auðvelt með að lenda í vítahring minnkaðar hreyfingar vegna hræðslu við að detta. Í Noregi hefur skráning leitt í ljós að þeir sem eru eldri en 65 ára eru í meiri hættu á að verða fyrir slysi á heimili. Margir þættir stuðla að byltum meðal aldraðra, oftast er um að ræða samverkandi þætti ellihrörnunar, sjúkdóma og lyfja. Hægt er að grípa til einfaldra ráða til að draga úr fallhættu með því að auka vöðvastyrk og liðleika, einnig með því að hagræða og fækka slysagildrum í heimahúsum. Þungaberandi æfingar sem bæta gönguhraða, vöðvastyrk og jafnvægi eldra fólks geta dregið úr byltum um 25-30%. Gott er að bæta æfingum inn í daglega iðju, t.d. má nota stiga og ganga innanhúss til að ganga rösklega yfir veturinn þegar hálka og snjór er úti. Jafnvel má nota bílakjallara á þeim tímum sem umferð er lítil. Það er ekki verra að hafa göngufélaga til að spjalla við, en rannsóknir hafa sýnt að það viðheldur hæfni til að gera tvennt í einu. Það er einnig mikilvægt að fyrirbyggja fall með því að fækka slysagildrum í heimahúsum. Algengar slysagildrur eru þrengsli og hindranir í gangvegum, lausar rafmagnssnúrur, teppakantar og mottur sem auðvelt er að hrasa um. Hál eða blaut gólf til dæmis á baðherbergi, þar getur stöm motta í sturtu eða baðkari ásamt handfangi auðveldlega komið í veg fyrir fall. Einnig getur verið kostur að hafa stól í sturtunni eða sæti í baðkarinu. Hægt er að hækka salerni með þar til gerðri salernisupphækkun til að auðveldara sé að standa á fætur. Sjúkratryggingar Íslands sjá um ráðgjöf og afgreiðslu hjálpartækja samkvæmt ákveðnum reglum. Góð lýsing skiptir líka máli, og gott getur verið að hafa næturljós sem lýsir leiðina á baðherbergið. Mikilvægt er að standa rólega á fætur, en það á sérstaklega við um þá sem eiga á hættu blóðþrýstingsfall eða svima. Meiri hætta er á að detta þegar gengið er á sokkaleistunum en í skóm. Skipuleggið þannig að ekki þurfi að klifra upp á stól til að ná í hluti í hillu eða skáp. Hafa skal handrið við tröppur og allir ættu að nota mannbrodda á skó og stafi í hálku. Samkvæmt rannsókn í Noregi, deyja fleiri þar af völdum slysa á heimili en í umferðinni. Með einföldum lausnum og hagræðingu má fyrirbyggja byltu og jafnvel brot, sem dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins en fyrst og fremst kemur það í veg fyrir þjáningu og skert lífsgæði einstaklingsins sem á í hlut. Bætum lífsgæði, stundum hreyfingu og fyrirbyggjum byltur, bætum lífi við árin ekki bara árum við lífið.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun