Tryggir skóli án aðgreiningar jöfn tækifæri nemenda? Valgerður Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2017 07:00 Flestir geta tekið undir að fólk eigi að hafa jöfn tækifæri til að njóta gæða samfélagsins. Hugtakið án aðgreiningar er gjarnan notað til að orða þessa hugsun og vísar til enska orðsins „inclusion“ í samfélagi, skóla, menntun, atvinnulífi og fleira. Hugtakið án aðgreiningar birtist í skólakerfinu í því að allir nemendur eigi að fá tækifæri til að ganga í grunnskóla í heimabyggð. Koma á til móts við náms- og félagslegar þarfir þannig að allir eigi jöfn tækifæri til náms. Ef nánar er að gáð tryggir svona skóli án aðgreiningar, þrátt fyrir góðan ásetning, ekki jöfn tækifæri til náms. Kennsla barna með heyrnarskerðingu er gott dæmi um þetta og þá sérstaklega barna sem tala íslenskt táknmál. Aðrir nemendur í heimaskóla tala íslensku og námsefni er sömuleiðis á íslensku. Þetta felur í sér hindrun fyrir heyrnarskert og táknmálstalandi börn. Þau njóta því ekki jafnra tækifæra og hin heyrandi. Þessa stöðu má yfirfæra á allt samfélagið. Á sambýlum og elliheimilum, sem eru heimili heyrnarlauss fólks, er ekki táknmálsumhverfi. Fólkið hefur því ekki sömu tækifæri til þess að njóta lífsgæða og aðrir. Í atvinnulífinu er réttur táknmálstalandi starfsfólks til túlkunar ekki tryggður og það á hvorki sama aðgang að símenntun og aðrir né framgangi í starfi og heldur ekki sama aðgang að samstarfsfólki eða yfirmönnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu einnig að atvinnulífið getur ekki nýtt til fulls framlag táknmálstalandi fólks. Innan atvinnulífsins má þó benda á nýlegt jákvætt dæmi. Nú í byrjun febrúar valdi Startup Tourism viðskiptahugmyndina „Deaf Iceland“ til þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli. Með því gefst forsvarsmönnum Deaf Iceland tækifæri til að þróa viðskiptahugmynd, um sérsniðna þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn á táknmáli, undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta að fyrirtækin sem farið hafa í gegnum viðskiptahraðal eru öll starfandi í ferðaþjónustu þannig að góðar líkur eru á að við sjáum táknmálstalandi framkvæmdastjóra í atvinnulífinu innan skamms (með táknmálstúlk sér við hlið?). Réttan skilning vantar Hugmyndin um samfélag án aðgreiningar lýsir vilja til að koma góðu til leiðar. Það sem á vantar er þó réttur skilningur og farsæl framkvæmd. Núverandi framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar getur til dæmis beinlínis hindrað nám og í henni getur falist alvarleg kerfislæg kúgun. Við þurfum því að endurskoða hvað felst í þessari hugmynd. Skóli þar sem táknmálstalandi börn eru í bekk með börnum sem tala íslensku er ekki skóli án aðgreiningar sem tryggir jafna stöðu nemenda. Atvinnulíf sem sér ekki til þess að tryggja fulla atvinnuþátttöku fólks, sem talar íslenskt táknmál, er ekki heldur atvinnulíf án aðgreiningar. Samfélag sem býður öldruðu og fötluðu heyrnarlausu fólki upp á heimili þar sem starfsfólk talar við hvert annað og heimilismenn á íslensku en ekki íslensku táknmáli er ekki samfélag án aðgreiningar. Til að fjarlægja hindranir fyrir námi, atvinnuþátttöku, starfsþróun og lífsgæðum fólks með skerta heyrn þarf skilning á því að fólkið heyrir ekki talaða íslensku. Það á hins vegar íslenskt táknmál sem ríkt og fallegt mál. Réttur þess til að njóta þess að lifa með íslensku táknmáli er verndaður í lögum. Sá réttur endurspeglast ekki í samfélaginu okkar. Merking enska orðsins „inclusion“hefur því miður ekki komist til skila með hugtakinu án aðgreiningar. Í stað þess hafa jafnvel orðið til meiri kerfislægar hindranir fyrir táknmálstalandi fólk heldur en áður voru. Forsenda jöfnuðar er að við skiljum að samfélagið er okkar allra en ekki bara sumra. Í því felst að gera skóla án aðgreiningar að skóla án hindrana, atvinnulíf án aðgreiningar að atvinnulífi án hindrana fyrir táknmálstalandi fólk og sömuleiðis elliheimili og sambýli. Þessu fylgir einnig sá ávinningur að samfélagið fær að njóta framlags táknmálstalandi fólks. Það er okkar ábyrgð að gera nauðsynlegar breytingar til að svo verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Flestir geta tekið undir að fólk eigi að hafa jöfn tækifæri til að njóta gæða samfélagsins. Hugtakið án aðgreiningar er gjarnan notað til að orða þessa hugsun og vísar til enska orðsins „inclusion“ í samfélagi, skóla, menntun, atvinnulífi og fleira. Hugtakið án aðgreiningar birtist í skólakerfinu í því að allir nemendur eigi að fá tækifæri til að ganga í grunnskóla í heimabyggð. Koma á til móts við náms- og félagslegar þarfir þannig að allir eigi jöfn tækifæri til náms. Ef nánar er að gáð tryggir svona skóli án aðgreiningar, þrátt fyrir góðan ásetning, ekki jöfn tækifæri til náms. Kennsla barna með heyrnarskerðingu er gott dæmi um þetta og þá sérstaklega barna sem tala íslenskt táknmál. Aðrir nemendur í heimaskóla tala íslensku og námsefni er sömuleiðis á íslensku. Þetta felur í sér hindrun fyrir heyrnarskert og táknmálstalandi börn. Þau njóta því ekki jafnra tækifæra og hin heyrandi. Þessa stöðu má yfirfæra á allt samfélagið. Á sambýlum og elliheimilum, sem eru heimili heyrnarlauss fólks, er ekki táknmálsumhverfi. Fólkið hefur því ekki sömu tækifæri til þess að njóta lífsgæða og aðrir. Í atvinnulífinu er réttur táknmálstalandi starfsfólks til túlkunar ekki tryggður og það á hvorki sama aðgang að símenntun og aðrir né framgangi í starfi og heldur ekki sama aðgang að samstarfsfólki eða yfirmönnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu einnig að atvinnulífið getur ekki nýtt til fulls framlag táknmálstalandi fólks. Innan atvinnulífsins má þó benda á nýlegt jákvætt dæmi. Nú í byrjun febrúar valdi Startup Tourism viðskiptahugmyndina „Deaf Iceland“ til þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli. Með því gefst forsvarsmönnum Deaf Iceland tækifæri til að þróa viðskiptahugmynd, um sérsniðna þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn á táknmáli, undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta að fyrirtækin sem farið hafa í gegnum viðskiptahraðal eru öll starfandi í ferðaþjónustu þannig að góðar líkur eru á að við sjáum táknmálstalandi framkvæmdastjóra í atvinnulífinu innan skamms (með táknmálstúlk sér við hlið?). Réttan skilning vantar Hugmyndin um samfélag án aðgreiningar lýsir vilja til að koma góðu til leiðar. Það sem á vantar er þó réttur skilningur og farsæl framkvæmd. Núverandi framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar getur til dæmis beinlínis hindrað nám og í henni getur falist alvarleg kerfislæg kúgun. Við þurfum því að endurskoða hvað felst í þessari hugmynd. Skóli þar sem táknmálstalandi börn eru í bekk með börnum sem tala íslensku er ekki skóli án aðgreiningar sem tryggir jafna stöðu nemenda. Atvinnulíf sem sér ekki til þess að tryggja fulla atvinnuþátttöku fólks, sem talar íslenskt táknmál, er ekki heldur atvinnulíf án aðgreiningar. Samfélag sem býður öldruðu og fötluðu heyrnarlausu fólki upp á heimili þar sem starfsfólk talar við hvert annað og heimilismenn á íslensku en ekki íslensku táknmáli er ekki samfélag án aðgreiningar. Til að fjarlægja hindranir fyrir námi, atvinnuþátttöku, starfsþróun og lífsgæðum fólks með skerta heyrn þarf skilning á því að fólkið heyrir ekki talaða íslensku. Það á hins vegar íslenskt táknmál sem ríkt og fallegt mál. Réttur þess til að njóta þess að lifa með íslensku táknmáli er verndaður í lögum. Sá réttur endurspeglast ekki í samfélaginu okkar. Merking enska orðsins „inclusion“hefur því miður ekki komist til skila með hugtakinu án aðgreiningar. Í stað þess hafa jafnvel orðið til meiri kerfislægar hindranir fyrir táknmálstalandi fólk heldur en áður voru. Forsenda jöfnuðar er að við skiljum að samfélagið er okkar allra en ekki bara sumra. Í því felst að gera skóla án aðgreiningar að skóla án hindrana, atvinnulíf án aðgreiningar að atvinnulífi án hindrana fyrir táknmálstalandi fólk og sömuleiðis elliheimili og sambýli. Þessu fylgir einnig sá ávinningur að samfélagið fær að njóta framlags táknmálstalandi fólks. Það er okkar ábyrgð að gera nauðsynlegar breytingar til að svo verði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun