Markaðsumhverfi erlendra markaða breytist þegar 2018 nálgast Birgir Haraldsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun