Domino´s Körfuboltakvöld: Stelpurnar sem stóðu sig best í sjöttu umferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 13:27 Carmen Tyson-Thomas. Vísir/Anton Sjöunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en sjötta umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að sjötta umferðin fór fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Besti leikmaður umferðarinnar var Carmen Tyson-Thomas hjá Skallagrími sem átti frábæran leik í mikilvægum útisigri á Stjörnunni. Carmen var með 23 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar á félaga sína í leiknum sem Skallagrímur vann 77-71. Hún var einnig með 2 varin skot og 1 stolinn bolta. Þetta skilaði henni 34 framlagsstigum. Það var hörð samkeppni um sæti bandaríska leikmannsins í liði umferðarinnar en Haukakonan Cherise Michelle Daniel (38 stig, 12 fráköst) og Blikinn Ivory Crawford (37 stig, 18 fráköst) áttu einnig mjög góðan leik. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari sjöttu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju umferðinni. Hinir fjórir leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Kristrún Sigurjónsdóttir í Val, í Keflavík og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í Skallagrím. Helena Sverrisdóttir var með 22 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 2 varin skot í 81-78 sigri Hauka á Keflavík Kristrún Sigurjónsdóttir var með 14 stig á 18 mínútum og hundrað prósent skot- (5/5) og vítanýtingu (2/2) þegar Valskonur fóru í Stykkishólm og unnu 78-71 sigur á Snæfelli. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 29 stig og 10 fráköst í 77-71 sigri Skallagríms á útivelli á móti Stjörnunni. Þóranna Kika Hodge-Carr var með 17 stig og 8 fráköst á 22 mínútum þegar Keflavík missti frá sér sigurinn í lokin á móti Haukum. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna í kvöld en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 4 verður leikur Vals og Stjörnunnar í Valshöllinni. Á sama tíma mætast nágrannaliði Keflavík og Njarðvík í Keflavík, Skallagrímur tekur á móti Haukum í Borgarnesi og Breiðablik fær Snæfell í heimsókn í Smárann. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Dominos-deild kvenna Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Sjöunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en sjötta umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að sjötta umferðin fór fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Besti leikmaður umferðarinnar var Carmen Tyson-Thomas hjá Skallagrími sem átti frábæran leik í mikilvægum útisigri á Stjörnunni. Carmen var með 23 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar á félaga sína í leiknum sem Skallagrímur vann 77-71. Hún var einnig með 2 varin skot og 1 stolinn bolta. Þetta skilaði henni 34 framlagsstigum. Það var hörð samkeppni um sæti bandaríska leikmannsins í liði umferðarinnar en Haukakonan Cherise Michelle Daniel (38 stig, 12 fráköst) og Blikinn Ivory Crawford (37 stig, 18 fráköst) áttu einnig mjög góðan leik. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari sjöttu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju umferðinni. Hinir fjórir leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Kristrún Sigurjónsdóttir í Val, í Keflavík og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í Skallagrím. Helena Sverrisdóttir var með 22 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 2 varin skot í 81-78 sigri Hauka á Keflavík Kristrún Sigurjónsdóttir var með 14 stig á 18 mínútum og hundrað prósent skot- (5/5) og vítanýtingu (2/2) þegar Valskonur fóru í Stykkishólm og unnu 78-71 sigur á Snæfelli. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 29 stig og 10 fráköst í 77-71 sigri Skallagríms á útivelli á móti Stjörnunni. Þóranna Kika Hodge-Carr var með 17 stig og 8 fráköst á 22 mínútum þegar Keflavík missti frá sér sigurinn í lokin á móti Haukum. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna í kvöld en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 4 verður leikur Vals og Stjörnunnar í Valshöllinni. Á sama tíma mætast nágrannaliði Keflavík og Njarðvík í Keflavík, Skallagrímur tekur á móti Haukum í Borgarnesi og Breiðablik fær Snæfell í heimsókn í Smárann. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira