Einelti Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku stigu fram foreldrar og barn og sögðu sára sögu sína af einelti í samfélagi okkar á Húsavík. Mikið hugrekki þarf til að stíga það skref. Ég veit það vel því ég á sjálfur sögu sem þolandi eineltis, sögu sem ég hef aldrei sagt og bar lengi með mér skömm vegna hennar. Einelti er landlægt vandamál. Það er ekki meira eða verra hér á Húsavík og samfélagið okkar er hvorki betra né verra en önnur samfélög hringinn um landið. Eineltið kann að virka stærra á þolanda í litlu samfélagi þar sem honum finnst eins og allt samfélagið sé gerandi eða óvirkur þátttakandi, þegar raunin er að fæstir vita af því sem á sér stað. Vandinn er stærri í dag en áður þar sem eineltið hefur að stórum hluta færst úr raunheimum yfir á samfélagsmiðla og enn auðveldara er fyrir gerendur að fela verknaðinn fyrir aðstandendum og skóla. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að taka þessa umræðu og færa þessi mál upp á yfirborðið. Það gerist ekki nema þolendur og aðstandendur þori og vilji stíga fram. Þá opnast málið öllu nærsamfélaginu og viðbrögð þess geta ráðið miklu um hvernig mál þróast eftir það.Ótrúlegt hugrekki Foreldrar stúlkunnar og hún sjálf sýndu ótrúlegt hugrekki með því að opna þessa umræðu. Einlæg frásögn þeirra vakti athygli um land allt. Því miður, en nokkuð fyrirsjáanlega, framkallaði það hins vegar viðbrögð sem einnig eru ofbeldi. Fjöldi fólks víðs vegar um landið steig fram til að fordæma alla íbúa Húsavíkur og orð voru rituð sem var hálf lamandi að lesa. Orð sem munu lifa á netinu um langa tíð. Mikið og vandað starf í skólunum okkar var að engu gert. Þegar það gerist fer hluti af samfélaginu í vörn. Þannig skapar sú ljóta umræða sem á sér stað á samfélagsmiðlum gjá milli þolandans og þess samfélags sem þarf að skerast í leikinn og þolandinn er að kalla til. Samfélagið hér er enn frekar en önnur samfélög í vörn vegna atburða úr fortíðinni.Gefur mér mikla von Í skólunum á Húsavík er unnið með uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi. Ég fæ í starfi mínu að fylgjast með unga fólkinu okkar leysa mál á svo magnaðan hátt að það gefur mér mikla von um framtíð þessa samfélags. Þau skiptast á að standa vinavaktina og passa að enginn sé skilinn útundan. Skipulega er unnið með eineltismál sem koma upp í skólunum okkar og er það gert í góðu samstarfi kennara, skólastjórnenda, aðstandenda, sálfræðinga og annars fagfólks sem kallað er að málum. Oftast tekst að uppræta málin, en því miður ekki alltaf. Jane Nelsen, einn af frumkvöðlum Jákvæðs aga, spurði eitt sinn hvernig í ósköpunum fólki hafi dottið í hug að til þess að okkur gangi betur þurfi okkur fyrst að líða illa. Jákvæður agi kennir einnig að mistök eru tækifæri til að læra. Hér á Húsavík voru gerð mörg mistök í því hvernig tekið var á máli sem upp kom fyrir hátt í 20 árum. Nú stöndum við aftur frammi fyrir máli sem samfélagið okkar þarf að taka á. Hvernig við tökum á því mun segja mikið um hvernig samfélag við höfum skapað og hvernig samfélag við viljum vera.Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar