Erlent

Barnaníðingar verði vanaðir

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Dómsmálaráðherra Noregs vill láta vana barnaníðinga.
Dómsmálaráðherra Noregs vill láta vana barnaníðinga. Vísir/AFP
Dómsmálaráðherra Noregs, Per-Willy Amundsen, segir að íhuga eigi hvort vana eigi með lyfjum alla þá sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Barnaníð sé meðal verstu glæpa sem framdir eru. Skoða eigi alla möguleika því að dæmi séu um að þeir sem dæmdir eru fyrir barnaníð brjóti aftur af sér þegar þeir koma út í samfélagið.

Í Danmörku og Noregi eru þeir barnaníðingar sem vilja vanaðir með lyfjum. Norski ráðherrann vill ganga lengra og þvinga níðingana til slíkrar meðferðar.

Í viðtali við sjónvarpsstöðina TV2 segir ráðherrann að menn eigi að geta varið börnin sín fyrir skrímslunum, eins og hann orðar það.

Amundsen hefur áður sagt að hann vilji taka vegabréfið af Norðmönnum sem beita börn kynferðisofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×