Ekki missa af framtíðinni Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða. Sumt af því sem okkur er sagt hljómar óhugsandi en þannig er það með margt sem til framfara horfir. Fyrir hundrað árum þótti mörgum óhugsandi að konur fengju kosningarétt. En þær fengu hann samt. Fyrir fimmtíu árum þótti flestum óhugsandi að konur ættu rétt á nokkurra mánaða launuðu fæðingarorlofi (hvað þá karlar). En þannig er það þó í dag. Hvorki kosningarétturinn né fæðingarorlofið tengjast tækniframförum með beinum hætti. En hvort tveggja er þó óbein afleiðing iðnbyltinganna sem hófust fyrir 250 árum. Með þeim var rofin kyrrstaða gömlu landbúnaðarsamfélaganna sem iðnvæddust hvert á fætur öðru. Þær breytingar kölluðu á stofnun verklýðsfélaga , fyrst sem andsvar við verksmiðjuþrælkun en síðar sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um allan heim. Og síðast en ekki síst skilaði barátta kvenna fyrir frelsi og sjálfstæðum réttindum á vinnumarkaði okkur fram veginn. Sagan segir okkur að tæknibyltingar geta breytt atvinnuháttum og samfélagi. En byltingarnar hafa ekki orðið af sjálfum sér heldur af manna völdum. Þær hafa orðið vegna ákvarðana sem menn (nánast eingöngu karlmenn) hafa tekið og fylgt eftir. Þetta segir okkur að við getum og eigum að hafa stjórn á atburðarásinni svo að fjórða iðnbyltingin verði til góðs en ekki ills. Fjórða iðnbyltingin mun hafa mikil áhrif á vinnumarkað framtíðarinnar. Hlutverk stéttarfélaga mun breytast en mikilvægi þeirra fyrir réttindagæslu og hagsmunabaráttu félagsmanna verður hið sama og áður. Fyrir marga háskólamenntaða er fastráðning með tryggum kjörum og réttindum fjarlægur draumur. Þúsaldarkynslóðin er orðin fullorðin og vinnumarkaðurinn sem við henni blasir er allt annar en sá sem X-kynslóðin eða þau sem á undan henni fóru þurftu að fóta sig á. Margir eiga ekki kost á öðru en verktakavinnu og/eða tímabundnum ráðningum. Mörg fara frá „giggi“ til „giggs“ og verða að taka þau verkefni sem bjóðast. Þessi nýja staða kallar á breytt skipulag og vinnubrögð stéttarfélaga. Undirbúningurinn er hafinn af hálfu BHM. Við ætlum ekki að missa af framtíðinni. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða. Sumt af því sem okkur er sagt hljómar óhugsandi en þannig er það með margt sem til framfara horfir. Fyrir hundrað árum þótti mörgum óhugsandi að konur fengju kosningarétt. En þær fengu hann samt. Fyrir fimmtíu árum þótti flestum óhugsandi að konur ættu rétt á nokkurra mánaða launuðu fæðingarorlofi (hvað þá karlar). En þannig er það þó í dag. Hvorki kosningarétturinn né fæðingarorlofið tengjast tækniframförum með beinum hætti. En hvort tveggja er þó óbein afleiðing iðnbyltinganna sem hófust fyrir 250 árum. Með þeim var rofin kyrrstaða gömlu landbúnaðarsamfélaganna sem iðnvæddust hvert á fætur öðru. Þær breytingar kölluðu á stofnun verklýðsfélaga , fyrst sem andsvar við verksmiðjuþrælkun en síðar sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um allan heim. Og síðast en ekki síst skilaði barátta kvenna fyrir frelsi og sjálfstæðum réttindum á vinnumarkaði okkur fram veginn. Sagan segir okkur að tæknibyltingar geta breytt atvinnuháttum og samfélagi. En byltingarnar hafa ekki orðið af sjálfum sér heldur af manna völdum. Þær hafa orðið vegna ákvarðana sem menn (nánast eingöngu karlmenn) hafa tekið og fylgt eftir. Þetta segir okkur að við getum og eigum að hafa stjórn á atburðarásinni svo að fjórða iðnbyltingin verði til góðs en ekki ills. Fjórða iðnbyltingin mun hafa mikil áhrif á vinnumarkað framtíðarinnar. Hlutverk stéttarfélaga mun breytast en mikilvægi þeirra fyrir réttindagæslu og hagsmunabaráttu félagsmanna verður hið sama og áður. Fyrir marga háskólamenntaða er fastráðning með tryggum kjörum og réttindum fjarlægur draumur. Þúsaldarkynslóðin er orðin fullorðin og vinnumarkaðurinn sem við henni blasir er allt annar en sá sem X-kynslóðin eða þau sem á undan henni fóru þurftu að fóta sig á. Margir eiga ekki kost á öðru en verktakavinnu og/eða tímabundnum ráðningum. Mörg fara frá „giggi“ til „giggs“ og verða að taka þau verkefni sem bjóðast. Þessi nýja staða kallar á breytt skipulag og vinnubrögð stéttarfélaga. Undirbúningurinn er hafinn af hálfu BHM. Við ætlum ekki að missa af framtíðinni. Höfundur er formaður BHM.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun