Ekkert að öfunda Agnar Tómas Möller skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum „krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“ – við værum með öðrum orðum öfundsverð af okkar vaxtastigi. Í dag eru stýrivextir víða við núllprósentið og jafnvel neikvæðir í einhverjum tilfellum. Þótt svo lágir stýrivextir séu sjúkdómseinkenni þeirra hagkerfa sem slíka vexti bera, hefur Seðlabanki Íslands lítinn áhuga á að ræða sjúkdómseinkenni íslenskrar hávaxtastefnu, innflæðishöftin. Setning innflæðishaftanna sumarið 2016 er sorgarsaga um hvernig embættismenn taka sér vald sem þeir láta seint af hendi, hvernig sem vindar blása. Rökstuðningur fyrir þeim var heimasmíðuð kenning bankans um að innflæði erlends fjármagns inn á hinn innlenda skuldabréfamarkað væri að hamla eðlilegum framgangi peningastefnunnar. Tíminn hefur leitt í ljós að rökstuðningurinn var veikur frá upphafi. Í fyrsta lagi voru verðbólguvæntingar markaðsaðila meira í línu við þá verðbólgu sem varð, á meðan Seðlabankinn kerfisbundið ofspáði verðbólgu. Í öðru lagi þá nam flæði erlendra aðila í skuldabréf einungis um 3% af veltu á skuldabréfamarkaði mánuðina fyrir setningu haftanna. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að hlutfall eignarhalds erlendra aðila í skuldabréfum á Íslandi er með því allra minnsta sem þekkist alþjóðlega.Áhrif innflæðishafta á vaxtastig heimila og fyrirtækja Hvergi er að finna greiningar frá Seðlabankanum um hvaða áhrif innflæðishöftin hafa á vaxtastig til heimila og fyrirtækja. Ef rýnt er í nýútgefin Peningamál kemur þó fram að að verðtryggðir húsnæðisvextir bankanna hafa nær ekkert breyst frá því að Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli í ágúst á seinasta ári og hefur síðan þá lækkað stýrivexti um 1,5 prósentur. Íslensk heimili þurfa sem fyrr að greiða 3,5% verðtryggða vexti á ný húsnæðislán í bönkunum, sem samsvarar um 6,5% óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma, miðað við verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði. Í alþjóðlegum samanburði eru það ótrúlega háir vextir á jafntrygg lán, einkum í ljósi stöðu íslenska hagkerfisins um þessar mundir. Innflæðishöftin koma að mestu í veg fyrir að erlendir aðilar fjármagni íslensk fyrirtæki og fjármálastofnanir sem og opinbera aðila og ýta þannig bæði upp grunnvaxtastiginu á skuldabréfamarkaði, sem og skuldaraálagi á aðra aðila en ríkið, til dæmis á sértryggðum skuldabréfum bankanna, sem ákvarða vexti húsnæðislána. Á sama tíma hefur afnám útflæðishafta og aukin sjóðsfélagalán lífeyrissjóða dregið mjög úr getu innlendra aðila til að fjármagna heimili og fyrirtæki með skuldabréfum. Lýsandi um mun á innlendri og erlendri fjármögnun íslenskra fyrirtækja, er að bankarnir fjármagna sig á hærra vaxtaálagi á sértryggðum skuldabréfum (um 0,7%) en með óvörðum skuldabréfaútgáfum erlendis (0,5% álag Íslandsbanka á útgáfu sinni í haust). Á Norðurlöndunum er vaxtaálag sértryggðra skuldabréfa nálægt núlli og því hlutfallsleg kjör lántaka þeim mun betri. Annað dæmi er að fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem jafnan eru talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, hefur þrefaldast frá árslokum 2015, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Sá kostnaður veltur að sjálfsögðu yfir á verslanir og þjónustufyrirtæki, sem eru leigutakar fasteignafélaganna.Döpur framtíðarsýn Það er dapurlegt að á umræddum fundi Viðskiptaráðs skyldi seðlabankastjórinn tilkynna að líklega myndu innflæðishöft bankans vara til ársins 2020. Seðlabankinn hefur ekki fært nein rök fyrir innflæðishöftunum sem standast skoðun en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega sagt skýrt að innflæðishöftin séu óþörf hér á landi. Samt þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að lifa við háa raunvexti ásamt lamandi innflæðishöftum sem ýta fjármögnunarkostnaði þeirra enn frekar upp, um ókomin ár. Við erum lítil þjóð sem þarf á frjálsum viðskiptum að halda og opnir en ekki lokaðir fjármagnsmarkaðir munu stuðla að lægra raunvaxtastigi, auka framleiðslugetu og skjóta styrkari stoðum undir innlenda verðmætasköpun. Staðreyndin er einfaldlega sú að það er enginn sem öfundar íslensk heimili og fyrirtæki af því vaxtastigi sem þau búa við í dag, nema kannski örfáir kollegar Más Guðmundssonar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum „krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“ – við værum með öðrum orðum öfundsverð af okkar vaxtastigi. Í dag eru stýrivextir víða við núllprósentið og jafnvel neikvæðir í einhverjum tilfellum. Þótt svo lágir stýrivextir séu sjúkdómseinkenni þeirra hagkerfa sem slíka vexti bera, hefur Seðlabanki Íslands lítinn áhuga á að ræða sjúkdómseinkenni íslenskrar hávaxtastefnu, innflæðishöftin. Setning innflæðishaftanna sumarið 2016 er sorgarsaga um hvernig embættismenn taka sér vald sem þeir láta seint af hendi, hvernig sem vindar blása. Rökstuðningur fyrir þeim var heimasmíðuð kenning bankans um að innflæði erlends fjármagns inn á hinn innlenda skuldabréfamarkað væri að hamla eðlilegum framgangi peningastefnunnar. Tíminn hefur leitt í ljós að rökstuðningurinn var veikur frá upphafi. Í fyrsta lagi voru verðbólguvæntingar markaðsaðila meira í línu við þá verðbólgu sem varð, á meðan Seðlabankinn kerfisbundið ofspáði verðbólgu. Í öðru lagi þá nam flæði erlendra aðila í skuldabréf einungis um 3% af veltu á skuldabréfamarkaði mánuðina fyrir setningu haftanna. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að hlutfall eignarhalds erlendra aðila í skuldabréfum á Íslandi er með því allra minnsta sem þekkist alþjóðlega.Áhrif innflæðishafta á vaxtastig heimila og fyrirtækja Hvergi er að finna greiningar frá Seðlabankanum um hvaða áhrif innflæðishöftin hafa á vaxtastig til heimila og fyrirtækja. Ef rýnt er í nýútgefin Peningamál kemur þó fram að að verðtryggðir húsnæðisvextir bankanna hafa nær ekkert breyst frá því að Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli í ágúst á seinasta ári og hefur síðan þá lækkað stýrivexti um 1,5 prósentur. Íslensk heimili þurfa sem fyrr að greiða 3,5% verðtryggða vexti á ný húsnæðislán í bönkunum, sem samsvarar um 6,5% óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma, miðað við verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði. Í alþjóðlegum samanburði eru það ótrúlega háir vextir á jafntrygg lán, einkum í ljósi stöðu íslenska hagkerfisins um þessar mundir. Innflæðishöftin koma að mestu í veg fyrir að erlendir aðilar fjármagni íslensk fyrirtæki og fjármálastofnanir sem og opinbera aðila og ýta þannig bæði upp grunnvaxtastiginu á skuldabréfamarkaði, sem og skuldaraálagi á aðra aðila en ríkið, til dæmis á sértryggðum skuldabréfum bankanna, sem ákvarða vexti húsnæðislána. Á sama tíma hefur afnám útflæðishafta og aukin sjóðsfélagalán lífeyrissjóða dregið mjög úr getu innlendra aðila til að fjármagna heimili og fyrirtæki með skuldabréfum. Lýsandi um mun á innlendri og erlendri fjármögnun íslenskra fyrirtækja, er að bankarnir fjármagna sig á hærra vaxtaálagi á sértryggðum skuldabréfum (um 0,7%) en með óvörðum skuldabréfaútgáfum erlendis (0,5% álag Íslandsbanka á útgáfu sinni í haust). Á Norðurlöndunum er vaxtaálag sértryggðra skuldabréfa nálægt núlli og því hlutfallsleg kjör lántaka þeim mun betri. Annað dæmi er að fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem jafnan eru talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, hefur þrefaldast frá árslokum 2015, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Sá kostnaður veltur að sjálfsögðu yfir á verslanir og þjónustufyrirtæki, sem eru leigutakar fasteignafélaganna.Döpur framtíðarsýn Það er dapurlegt að á umræddum fundi Viðskiptaráðs skyldi seðlabankastjórinn tilkynna að líklega myndu innflæðishöft bankans vara til ársins 2020. Seðlabankinn hefur ekki fært nein rök fyrir innflæðishöftunum sem standast skoðun en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega sagt skýrt að innflæðishöftin séu óþörf hér á landi. Samt þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að lifa við háa raunvexti ásamt lamandi innflæðishöftum sem ýta fjármögnunarkostnaði þeirra enn frekar upp, um ókomin ár. Við erum lítil þjóð sem þarf á frjálsum viðskiptum að halda og opnir en ekki lokaðir fjármagnsmarkaðir munu stuðla að lægra raunvaxtastigi, auka framleiðslugetu og skjóta styrkari stoðum undir innlenda verðmætasköpun. Staðreyndin er einfaldlega sú að það er enginn sem öfundar íslensk heimili og fyrirtæki af því vaxtastigi sem þau búa við í dag, nema kannski örfáir kollegar Más Guðmundssonar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun