Konur eru ekki súkkulaði! Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2017 10:15 Ísland stendur fremst í jafnrétti í heimi en jafnrétti er engan veginn náð. Með núverandi þróun verður 12 ára dóttir mín þremur árum frá eftirlaunum þegar hún fær jafn mikið greitt fyrir vinnu sína og strákarnir. Hún mun hefja störf neðar í stiganum en jafnaldrar hennar með utanáliggjandi kynfæri og þrátt fyrir jafn góða menntun og hæfni, og þó hún taki ekki meiri tíma frá störfum vegna barna en þeir, þá mun hún samt ekki vera jafngild á vinnumarkaði. Þrátt fyrir þetta heyrast enn gagnrýnisraddir á sértækar aðgerðir til að ná fram jafnrétti; kynjakvóti í stjórnum sé fáránlegur, „við viljum bara velja hæfasta fólkið“. Er sem sagt ekki hægt að finna hæfar konur til að fylla 40% í stjórnum? Þetta er ekki illa meint. Það vill enginn ójafnrétti. Þetta er ómeðvitað og hugsunarleysi. Þetta er vani. Nýr ráðherra Sjálfstæðisflokksins hitti naglann á höfuðið þegar sumir sögðu hana hafa fengið stöðuna því hún væri kona: „Ef ég er að fá ráðherrastól af því að ég er kona þá er miðaldra karlmaðurinn að fá stólinn af því að hann er miðaldra karlmaður.“ Vaninn ræður og karlarnir halda áfram að fá stólana. Þess vegna verðum við að handstýra breytingunni þangað til að hún verður „normið“ og þetta gerist sjálfkrafa. Við verðum að nota hamar á glerþakið. Sem FKA-kona hef ég líka heyrt, „af hverju þarf sérstakar viðurkenningar fyrir konur í atvinnulífinu?“ – við erum einmitt að veita þær í dag. Jú, til þess að vekja athygli á því að við erum fullkomlega jafn hæfar og karlar, til að hvetja konur áfram, verðlauna fyrir vel unnin störf og sýna heiminum hvað í konum býr. Þetta er enn einn liður í því að gera okkur meðvituð. Konur eru ekki súkkulaði. Við fáum ekki að vera með af meðaumkun. Við þurfum að fá að vera með til að geta sýnt hvað í okkur býr og skapa fyrirmyndir. Til að skapa nýtt „norm“. Og þegar allir eru farnir að gera sér grein fyrir því að svona á þetta að vera og hæfasta fólkið er valið, óháð kynfærunum, þá getum við tekið handstýringuna af. Þegar jafnrétti er orðið vani.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Ísland stendur fremst í jafnrétti í heimi en jafnrétti er engan veginn náð. Með núverandi þróun verður 12 ára dóttir mín þremur árum frá eftirlaunum þegar hún fær jafn mikið greitt fyrir vinnu sína og strákarnir. Hún mun hefja störf neðar í stiganum en jafnaldrar hennar með utanáliggjandi kynfæri og þrátt fyrir jafn góða menntun og hæfni, og þó hún taki ekki meiri tíma frá störfum vegna barna en þeir, þá mun hún samt ekki vera jafngild á vinnumarkaði. Þrátt fyrir þetta heyrast enn gagnrýnisraddir á sértækar aðgerðir til að ná fram jafnrétti; kynjakvóti í stjórnum sé fáránlegur, „við viljum bara velja hæfasta fólkið“. Er sem sagt ekki hægt að finna hæfar konur til að fylla 40% í stjórnum? Þetta er ekki illa meint. Það vill enginn ójafnrétti. Þetta er ómeðvitað og hugsunarleysi. Þetta er vani. Nýr ráðherra Sjálfstæðisflokksins hitti naglann á höfuðið þegar sumir sögðu hana hafa fengið stöðuna því hún væri kona: „Ef ég er að fá ráðherrastól af því að ég er kona þá er miðaldra karlmaðurinn að fá stólinn af því að hann er miðaldra karlmaður.“ Vaninn ræður og karlarnir halda áfram að fá stólana. Þess vegna verðum við að handstýra breytingunni þangað til að hún verður „normið“ og þetta gerist sjálfkrafa. Við verðum að nota hamar á glerþakið. Sem FKA-kona hef ég líka heyrt, „af hverju þarf sérstakar viðurkenningar fyrir konur í atvinnulífinu?“ – við erum einmitt að veita þær í dag. Jú, til þess að vekja athygli á því að við erum fullkomlega jafn hæfar og karlar, til að hvetja konur áfram, verðlauna fyrir vel unnin störf og sýna heiminum hvað í konum býr. Þetta er enn einn liður í því að gera okkur meðvituð. Konur eru ekki súkkulaði. Við fáum ekki að vera með af meðaumkun. Við þurfum að fá að vera með til að geta sýnt hvað í okkur býr og skapa fyrirmyndir. Til að skapa nýtt „norm“. Og þegar allir eru farnir að gera sér grein fyrir því að svona á þetta að vera og hæfasta fólkið er valið, óháð kynfærunum, þá getum við tekið handstýringuna af. Þegar jafnrétti er orðið vani.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar