Að efla lestur er allra mál – sjónarhorn bóksala Valdís Elísdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Skoðun Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar