Að efla lestur er allra mál – sjónarhorn bóksala Valdís Elísdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun