Forstjóri Nissan stígur úr forstjórastóli Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 09:44 Carlos Ghosn. Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent
Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent