Lexus og Porsche áreiðanlegastir Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 15:02 Lexus bílar bila minnst, en þetta árið náði Porsche að deila fyrsta sætinu. J. D. Power birti í dag árlegan lista sinn um áreiðanlegustu bílamerki heims. Þetta árið eru Lexus og Porsche á toppnum með aðeins 1,1 bilun á hvern bíl á fyrstu 3 árunum frá afhendingu. Meðaltalið þetta árið var 1,56 bilanir og fór sú tala upp um 0,04 bilanir á milli ára og eiga hljóðkerfi, samskiptakerfi, leiðsögukerfi og afþreyingarkerfi nýrra bíla mestan þátt í þeirri hækkun, en samtals voru 21% bilananna vegna þeirra. Í þriðja sætinu þetta árið var Toyota (1,23 bilanir) og fyrir vikið hæsta bílamerkið sem ekki telst lúxusmerki. Í fjórða sætinu var Buick (1,26) og Mercedes Benz (1,31) í því fimmta. Næstu merki þar á eftir voru svo Hyundai (1,33), BMW (1,39), Chevrolet (1,42), Honda (1,43) og Jaguar (1,44) í því tíunda. Langversta bílamerkið hvað áreiðanleika varðar að þessu sinni reyndist vera Fiat með 2,98 bilanir. Hinir fjórir bílaframleiðendurnir sem vermdu neðst 5 sætin voru Jeep (2,09), Infinity (2,03), Dodge (1,87) og RAM (1,83). Lexus hefur náð frábærum árangri í þessum mælingum J.D. Power og er í efsta sætinu nú sjötta árið í röð, þó svo Porsche mælist nú jafnt Lexus. Lexus náði einnig þeim frábæra árangri að vera í efsta sæti listnas í 12 ár í röð á árunum 1997 til 2008. Því hefur Lexus verið í efsta sæti lista J.D. Power í 18 ár af síðustu 20 árum. Erfitt verður að leika það eftir fyrir önnur bílamerki. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
J. D. Power birti í dag árlegan lista sinn um áreiðanlegustu bílamerki heims. Þetta árið eru Lexus og Porsche á toppnum með aðeins 1,1 bilun á hvern bíl á fyrstu 3 árunum frá afhendingu. Meðaltalið þetta árið var 1,56 bilanir og fór sú tala upp um 0,04 bilanir á milli ára og eiga hljóðkerfi, samskiptakerfi, leiðsögukerfi og afþreyingarkerfi nýrra bíla mestan þátt í þeirri hækkun, en samtals voru 21% bilananna vegna þeirra. Í þriðja sætinu þetta árið var Toyota (1,23 bilanir) og fyrir vikið hæsta bílamerkið sem ekki telst lúxusmerki. Í fjórða sætinu var Buick (1,26) og Mercedes Benz (1,31) í því fimmta. Næstu merki þar á eftir voru svo Hyundai (1,33), BMW (1,39), Chevrolet (1,42), Honda (1,43) og Jaguar (1,44) í því tíunda. Langversta bílamerkið hvað áreiðanleika varðar að þessu sinni reyndist vera Fiat með 2,98 bilanir. Hinir fjórir bílaframleiðendurnir sem vermdu neðst 5 sætin voru Jeep (2,09), Infinity (2,03), Dodge (1,87) og RAM (1,83). Lexus hefur náð frábærum árangri í þessum mælingum J.D. Power og er í efsta sætinu nú sjötta árið í röð, þó svo Porsche mælist nú jafnt Lexus. Lexus náði einnig þeim frábæra árangri að vera í efsta sæti listnas í 12 ár í röð á árunum 1997 til 2008. Því hefur Lexus verið í efsta sæti lista J.D. Power í 18 ár af síðustu 20 árum. Erfitt verður að leika það eftir fyrir önnur bílamerki.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent