Lexus og Porsche áreiðanlegastir Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 15:02 Lexus bílar bila minnst, en þetta árið náði Porsche að deila fyrsta sætinu. J. D. Power birti í dag árlegan lista sinn um áreiðanlegustu bílamerki heims. Þetta árið eru Lexus og Porsche á toppnum með aðeins 1,1 bilun á hvern bíl á fyrstu 3 árunum frá afhendingu. Meðaltalið þetta árið var 1,56 bilanir og fór sú tala upp um 0,04 bilanir á milli ára og eiga hljóðkerfi, samskiptakerfi, leiðsögukerfi og afþreyingarkerfi nýrra bíla mestan þátt í þeirri hækkun, en samtals voru 21% bilananna vegna þeirra. Í þriðja sætinu þetta árið var Toyota (1,23 bilanir) og fyrir vikið hæsta bílamerkið sem ekki telst lúxusmerki. Í fjórða sætinu var Buick (1,26) og Mercedes Benz (1,31) í því fimmta. Næstu merki þar á eftir voru svo Hyundai (1,33), BMW (1,39), Chevrolet (1,42), Honda (1,43) og Jaguar (1,44) í því tíunda. Langversta bílamerkið hvað áreiðanleika varðar að þessu sinni reyndist vera Fiat með 2,98 bilanir. Hinir fjórir bílaframleiðendurnir sem vermdu neðst 5 sætin voru Jeep (2,09), Infinity (2,03), Dodge (1,87) og RAM (1,83). Lexus hefur náð frábærum árangri í þessum mælingum J.D. Power og er í efsta sætinu nú sjötta árið í röð, þó svo Porsche mælist nú jafnt Lexus. Lexus náði einnig þeim frábæra árangri að vera í efsta sæti listnas í 12 ár í röð á árunum 1997 til 2008. Því hefur Lexus verið í efsta sæti lista J.D. Power í 18 ár af síðustu 20 árum. Erfitt verður að leika það eftir fyrir önnur bílamerki. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent
J. D. Power birti í dag árlegan lista sinn um áreiðanlegustu bílamerki heims. Þetta árið eru Lexus og Porsche á toppnum með aðeins 1,1 bilun á hvern bíl á fyrstu 3 árunum frá afhendingu. Meðaltalið þetta árið var 1,56 bilanir og fór sú tala upp um 0,04 bilanir á milli ára og eiga hljóðkerfi, samskiptakerfi, leiðsögukerfi og afþreyingarkerfi nýrra bíla mestan þátt í þeirri hækkun, en samtals voru 21% bilananna vegna þeirra. Í þriðja sætinu þetta árið var Toyota (1,23 bilanir) og fyrir vikið hæsta bílamerkið sem ekki telst lúxusmerki. Í fjórða sætinu var Buick (1,26) og Mercedes Benz (1,31) í því fimmta. Næstu merki þar á eftir voru svo Hyundai (1,33), BMW (1,39), Chevrolet (1,42), Honda (1,43) og Jaguar (1,44) í því tíunda. Langversta bílamerkið hvað áreiðanleika varðar að þessu sinni reyndist vera Fiat með 2,98 bilanir. Hinir fjórir bílaframleiðendurnir sem vermdu neðst 5 sætin voru Jeep (2,09), Infinity (2,03), Dodge (1,87) og RAM (1,83). Lexus hefur náð frábærum árangri í þessum mælingum J.D. Power og er í efsta sætinu nú sjötta árið í röð, þó svo Porsche mælist nú jafnt Lexus. Lexus náði einnig þeim frábæra árangri að vera í efsta sæti listnas í 12 ár í röð á árunum 1997 til 2008. Því hefur Lexus verið í efsta sæti lista J.D. Power í 18 ár af síðustu 20 árum. Erfitt verður að leika það eftir fyrir önnur bílamerki.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent