Útgjöld sjúklinga og aðgengi að heilbrigðisþjónustu Reynir Arngrímsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúkratryggðra gekk í gildi 1. maí. Í nýrri reglugerð er sett þak á útgjöld sjúklinga sem þyngsta byrði hafa borið af veikindum sínum t.d. krabbameinssjúklingar. Þá lækkar einnig t.d. kostnaður einstaklinga sem fara til geðlæknis þrisvar í mánuði og annarra í sambærilegri stöðu úr 175.919 kr. í 69.700 kr. fyrsta árið og svo 49.200 á ári eftir það ef veikindin leiða til örorku. Þessum áfanga ber að fagna. Hins vegar er gagnrýnivert að ríkisstjórnin kýs að dreifa kostnaði sem af þessari breytingu hlýst á aðra bráðaveika fremur en almannatryggingakerfið í heild. Þetta leiðir af sér að greiðsluþakið verður einfaldlega of hátt fyrir margar fjölskyldur. Þannig gætu hjón með eitt barn þurft að greiða allt að 185.863 kr. á ári vegna bráðra veikinda í fjölskyldunni. Er þá ótalinn allur lyfja- og hjálpartækjakostnaður sem slíkum veikindum getur fylgt. Samkvæmt þessu nýja kerfi munu 115 þúsund einstaklingar og barnafjölskyldur greiða meira vegna sjúkrakostnaðar en þau gerðu fyrir breytinguna sem nú gengur í gildi. Þá er hámarksgreiðslan í einum mánuði 24.600 auk lyfjakostnaðar of stór biti fyrir marga sem veikjast skyndilega.Byrjað á vitlausum enda Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Þessu markmiði hefur ekki tekist að ná og er nýleg úttekt Ríkisendurskoðunar allsherjar áfellisdómur um langvarandi tregðu til fullnægjandi fjármögnunar heilsugæslunnar. Þetta hefur bitnað á uppbyggingu og mönnun. Tilvísunarkerfi vegna barna er því vanhugsuð aðgerð, auk þess sem kerfið er ekki tilbúið. Hvorki rauntíma greiðslukerfi né fyrir rafræn tilvísunarsamskipti. Stýring í heilbrigðiskerfinu næst aðeins með því að tryggja fullnægjandi þjónustustig og fjölgun heimilislækna. Í stað þess að tryggja fjármögnun slíkra lausna má færa rök fyrir því að verið sé að auka á ringulreið í kerfinu og álag á bráðamóttökur sjúkrahúsa og heilsugæslu til lengri eða skemmri tíma sem bitnar á barnafjölskyldum og kemur til með að auka kostnað þeirra í mörgum tilvikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúkratryggðra gekk í gildi 1. maí. Í nýrri reglugerð er sett þak á útgjöld sjúklinga sem þyngsta byrði hafa borið af veikindum sínum t.d. krabbameinssjúklingar. Þá lækkar einnig t.d. kostnaður einstaklinga sem fara til geðlæknis þrisvar í mánuði og annarra í sambærilegri stöðu úr 175.919 kr. í 69.700 kr. fyrsta árið og svo 49.200 á ári eftir það ef veikindin leiða til örorku. Þessum áfanga ber að fagna. Hins vegar er gagnrýnivert að ríkisstjórnin kýs að dreifa kostnaði sem af þessari breytingu hlýst á aðra bráðaveika fremur en almannatryggingakerfið í heild. Þetta leiðir af sér að greiðsluþakið verður einfaldlega of hátt fyrir margar fjölskyldur. Þannig gætu hjón með eitt barn þurft að greiða allt að 185.863 kr. á ári vegna bráðra veikinda í fjölskyldunni. Er þá ótalinn allur lyfja- og hjálpartækjakostnaður sem slíkum veikindum getur fylgt. Samkvæmt þessu nýja kerfi munu 115 þúsund einstaklingar og barnafjölskyldur greiða meira vegna sjúkrakostnaðar en þau gerðu fyrir breytinguna sem nú gengur í gildi. Þá er hámarksgreiðslan í einum mánuði 24.600 auk lyfjakostnaðar of stór biti fyrir marga sem veikjast skyndilega.Byrjað á vitlausum enda Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Þessu markmiði hefur ekki tekist að ná og er nýleg úttekt Ríkisendurskoðunar allsherjar áfellisdómur um langvarandi tregðu til fullnægjandi fjármögnunar heilsugæslunnar. Þetta hefur bitnað á uppbyggingu og mönnun. Tilvísunarkerfi vegna barna er því vanhugsuð aðgerð, auk þess sem kerfið er ekki tilbúið. Hvorki rauntíma greiðslukerfi né fyrir rafræn tilvísunarsamskipti. Stýring í heilbrigðiskerfinu næst aðeins með því að tryggja fullnægjandi þjónustustig og fjölgun heimilislækna. Í stað þess að tryggja fjármögnun slíkra lausna má færa rök fyrir því að verið sé að auka á ringulreið í kerfinu og álag á bráðamóttökur sjúkrahúsa og heilsugæslu til lengri eða skemmri tíma sem bitnar á barnafjölskyldum og kemur til með að auka kostnað þeirra í mörgum tilvikum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar