Ruglið í Oxfam Guðmundur Edgarsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Oxfam-stofnunin birti á dögunum hina árlegu skýrslu sína um ójöfnuð og fátækt í heiminum. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að átta ríkustu menn heims eigi samanlagt meira en helmingur jarðarbúa. Hvað segir það okkur? Nákvæmlega ekkert eins og hér verður rakið.Hæpnir útreikningar Fyrst ber að nefna að útreikningar Oxfam byggja á nettóeignum fólks, þ.e. eignum að frádregnum skuldum. Út frá þeim mælikvarða má fá ótal furðulegar niðurstöður, t.d. þá að ef þú átt 250.000 kr. nettó, átt þú meira en helmingur jarðarbúa að meðaltali. Litla dóttir mín varð um daginn ríkari en tveir milljarðar jarðarbúa samanlagt við það eitt að áskotnast tvö þúsund kall í vasapening. Fjölmennur hópur íbúa heimsins á nefnilega engar fjárhagslegar eignir auk þess sem talsverður hópur fólks skuldar mikið. Og þótt áttmenningarnir eigi meira en helmingur mannkyns segir það ekkert um auðæfi þeirra sem hlutfall af heildareignum jarðarbúa. Samkvæmt Forbes er það hlutfall hverfandi lítið svo ástæðulaust er að óttast að Bill Gates og félagar séu á góðri leið með að sölsa allt undir sig.Lífsgæðajöfnuður eykst Þá er bagalegt að Oxfam byggir greiningu sína á þeirri mýtu að verðmætasköpun sé fasti, þ.e. að verði einn ríkur, þá verði annar óhjákvæmilega fátækari. Þetta er vitleysa því að jafnaði bæta viðskipti hag allra, sérstaklega í formi aukinna lífsgæða, þótt sumir verði ríkari en aðrir. Sem dæmi eiga flestir þvottavél, bíl og tölvu í dag sem áður fyrr var einungis á færi þeirra efnameiri. Mun fleiri geta nú ferðast til útlanda svo annað dæmi sé tekið. Synd er að Oxfam minnist ekki einu orði á þetta lögmál markaðsfrelsis og gerir lítið með þá staðreynd að sárafátækum í heiminum hefur fækkað verulega undanfarin ár. Engu að síður er það áhyggjuefni að um tíundi hver einstaklingur býr við mikla fátækt en það verður ekki leyst með því að gera hina ríku fátækari heldur hina fátæku ríkari. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Oxfam-stofnunin birti á dögunum hina árlegu skýrslu sína um ójöfnuð og fátækt í heiminum. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að átta ríkustu menn heims eigi samanlagt meira en helmingur jarðarbúa. Hvað segir það okkur? Nákvæmlega ekkert eins og hér verður rakið.Hæpnir útreikningar Fyrst ber að nefna að útreikningar Oxfam byggja á nettóeignum fólks, þ.e. eignum að frádregnum skuldum. Út frá þeim mælikvarða má fá ótal furðulegar niðurstöður, t.d. þá að ef þú átt 250.000 kr. nettó, átt þú meira en helmingur jarðarbúa að meðaltali. Litla dóttir mín varð um daginn ríkari en tveir milljarðar jarðarbúa samanlagt við það eitt að áskotnast tvö þúsund kall í vasapening. Fjölmennur hópur íbúa heimsins á nefnilega engar fjárhagslegar eignir auk þess sem talsverður hópur fólks skuldar mikið. Og þótt áttmenningarnir eigi meira en helmingur mannkyns segir það ekkert um auðæfi þeirra sem hlutfall af heildareignum jarðarbúa. Samkvæmt Forbes er það hlutfall hverfandi lítið svo ástæðulaust er að óttast að Bill Gates og félagar séu á góðri leið með að sölsa allt undir sig.Lífsgæðajöfnuður eykst Þá er bagalegt að Oxfam byggir greiningu sína á þeirri mýtu að verðmætasköpun sé fasti, þ.e. að verði einn ríkur, þá verði annar óhjákvæmilega fátækari. Þetta er vitleysa því að jafnaði bæta viðskipti hag allra, sérstaklega í formi aukinna lífsgæða, þótt sumir verði ríkari en aðrir. Sem dæmi eiga flestir þvottavél, bíl og tölvu í dag sem áður fyrr var einungis á færi þeirra efnameiri. Mun fleiri geta nú ferðast til útlanda svo annað dæmi sé tekið. Synd er að Oxfam minnist ekki einu orði á þetta lögmál markaðsfrelsis og gerir lítið með þá staðreynd að sárafátækum í heiminum hefur fækkað verulega undanfarin ár. Engu að síður er það áhyggjuefni að um tíundi hver einstaklingur býr við mikla fátækt en það verður ekki leyst með því að gera hina ríku fátækari heldur hina fátæku ríkari. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar