10% samdráttur í bílasölu í apríl Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 09:07 Þó samdráttur hafi orðið í sölu bíla í apríl er aukningin á árinu 14,1%. Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent
Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent