Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði AEK þegar liðið tók á móti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Arnóri var skipt út af í byrjun seinni hálfleiks fyrir Patricio Rodriguez.
Hugo Almeida skoraði fyrsta mark AEK úr vítaspyrnu á 14. mínútu en var svo rekinn út af með rautt spjald á 28. mínútu. Marcos Gomes fékk einnig að líta rauða spjaldið á 48. mínútu svo jafnt var í liðum mest allan seinni hálfleik.
Svíinn Jakob Johansson innsiglaði svo sigur AEK á 73. mínútu og fór leikurinn 2-0 fyrir AEK.
Þetta var fyrsti leikur AEK í deildinni á tímabilinu og fara þeir í annað sætið með sigrinum.
Arnór Ingvi byrjaði í fyrsta deildarleik AEK
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið









Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn