Svaraðu nú Benedikt Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 13. júlí 2017 07:00 Opið bréf til Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra. Hæstvirtur ráðherra. Við sem þessi orð ritum rekum ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands og ferðaskrifstofu á Íslandi, sem skipuleggur bæði hóp- og einstaklingsferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þessa dagana sitjum við við það verkefni að verðleggja þjónustu okkar fyrir árið 2018. Við erum frekar seint á ferðinni með þetta, höfum dregið þetta verkefni á langinn. Enda er það óvenju flókið og þó höfum við séð ýmislegt á þeim aldarfjórðungi sem við höfum starfað við þetta. Ástæðan fyrir því eru óvissuþættir í rekstrarumhverfinu sem við störfum í. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða ofursterkt gengi krónunnar, sem þvingar okkur til að hækka verð á milli ára um tugi prósenta. En eins og það væri ekki nóg, þá hanga fyrirætlanir þínar og ríkisstjórnarinnar um að færa ferðaþjónustuna upp í efsta þrep virðisaukaskattsins þann 1. júlí 2018 eins og fallöxi yfir greininni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár. Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Verðhækkunum vegna skattahækkana á einstökum áfangastöðum er samkvæmt evrópskum neytendaverndarlögum EKKI hægt að velta út í verðlag á alferðum eftir á. Enginn þingmaður eða ráðherra í ríkisstjórninni hefur tekið undir þessa hugmynd þína að hækka virðisaukaskattinn á miðju árinu 2018, þú ert einn eftir sem ekki hefur dregið í land í þessu máli. Nú þarft þú að svara okkur, svara okkur skýrt og þannig að við getum treyst orðum þínum.Höfundar eru eigendur Katla Travel og Katla DMI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra. Hæstvirtur ráðherra. Við sem þessi orð ritum rekum ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands og ferðaskrifstofu á Íslandi, sem skipuleggur bæði hóp- og einstaklingsferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þessa dagana sitjum við við það verkefni að verðleggja þjónustu okkar fyrir árið 2018. Við erum frekar seint á ferðinni með þetta, höfum dregið þetta verkefni á langinn. Enda er það óvenju flókið og þó höfum við séð ýmislegt á þeim aldarfjórðungi sem við höfum starfað við þetta. Ástæðan fyrir því eru óvissuþættir í rekstrarumhverfinu sem við störfum í. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða ofursterkt gengi krónunnar, sem þvingar okkur til að hækka verð á milli ára um tugi prósenta. En eins og það væri ekki nóg, þá hanga fyrirætlanir þínar og ríkisstjórnarinnar um að færa ferðaþjónustuna upp í efsta þrep virðisaukaskattsins þann 1. júlí 2018 eins og fallöxi yfir greininni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár. Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Verðhækkunum vegna skattahækkana á einstökum áfangastöðum er samkvæmt evrópskum neytendaverndarlögum EKKI hægt að velta út í verðlag á alferðum eftir á. Enginn þingmaður eða ráðherra í ríkisstjórninni hefur tekið undir þessa hugmynd þína að hækka virðisaukaskattinn á miðju árinu 2018, þú ert einn eftir sem ekki hefur dregið í land í þessu máli. Nú þarft þú að svara okkur, svara okkur skýrt og þannig að við getum treyst orðum þínum.Höfundar eru eigendur Katla Travel og Katla DMI.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar