
Brot af því besta hjá Ólafíu í dag | Myndband
Ólafía lék ágætlega í dag en þrefaldur skolli á 3. holu skemmdi fyrir. Hún lék hinar 17 holurnar á pari.
Ólafía er þegar þetta er skrifað réttu megin við niðurskurðarlínuna sem miðast við þrjú högg yfir pari.
Þorsteinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru staddir úti í Evian í Frakklandi og fylgjast grannt með gangi mála hjá Ólafíu.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot því besta frá spilamennsku Ólafíu í dag.
Tengdar fréttir

Stórhagnaðist á að leik var aflýst í gær
Sung Hyun Park var á sex höggum yfir pari þegar keppni var hætt á Evian Championship-mótinu. Í dag byrjaði hún á núllpunkti og er nú í forystu.

Ólafía lék á pari á fyrsta degi
Er í 38. sæti sem stendur og á fínan möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

Sjáðu Ólafíu ná þremur fuglum í röð | Myndband
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er núna að spila fyrsta hringinn á Evian-meistaramótinu, síðasta risamóti ársins í golfi.

Ólafía við niðurskurðarlínuna eftir annan hring í Frakklandi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn.

Besti hringur Ólafíu Þórunnar á risamóti | Sjáið hana slá og ræða hringinn sinn
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði í dag fyrsta hringinn á Evian risamótinu á pari sem er hennar besta spilamennska á risamóti til þessa.