Leynimakk ráðherra Helmut Hinrichsen skrifar 9. maí 2017 07:00 Lekið hefur í fjölmiðla að til standi að „sameina“ tvo stærstu framhaldsskóla landsins, Tækniskólann og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Tækniskólinn er einkarekinn skóli af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík með áherslu á iðnmenntun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ríkisrekinn skóli með bóknám og starfsmenntun á heilbrigðissviði. Skólameistari Tækniskólans, Jón B. Stefánsson, upplýsti á dögunum að ráðherra mennta- og menningarmála hefði í febrúar á þessu ári falið skólameisturum beggja skóla að kanna hagkvæmni „sameiningarinnar“. Niðurstöður höfðu legið fyrir síðan í apríl og töldu skólameistarar beggja skóla að hagkvæmt væri að „sameina“ skólana á þeim forsendum sem ráðherra hafði lagt þeim fyrir. En hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar mati á hagkvæmni? Enginn nema skólameistararnir og nokkrir útvaldir voru upplýstir af ráðherra. Í Bakþönkum Fréttablaðsins þann 6. maí átaldi Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarkona fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, þingmann Pírata fyrir að ræða ekki um kosti og galla „sameiningar“ skólanna. En hvernig getur viðkomandi þingmaður rætt hagkvæmni umræddra breytinga þegar efnislegum forsendum er haldið leyndum, jafnvel fyrir starfsfólki og stjórnendum viðkomandi skóla. Voru skólameistararnir að kanna hagkvæmni í rekstri? Auðvitað er hagkvæmara að vera með stóra hópa en litla. Það er líka hagkvæmara að leyfa ekki nemendum sem eru eldri en 25 ára að stunda nám í ríkisreknum skólum eins og fyrrverandi ráðherra skipaði fyrir og núverandi ráðherra hefur fellt úr gildi. Eða á að meta hagkvæmni með því að taka inn þætti eins og öfluga stoðþjónustu við nemendur, sjálfbæra skólaþróun, umhverfisvitund og margt annað sem Fjölbrautaskólinn við Ármúla er þekktur fyrir? Fjölbrautaskólinn við Ármúla er vel rekinn skóli og eins sést á úttekt sem gerð var á öllum þáttum skólastarfsins í byrjun vorannar 2017. Starfsandinn er góður og hefur skólinn fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun árin 2015 og 2016. Skólinn er leiðandi á Íslandi í framboði fjarnáms á framhaldsskólastigi. Er ástæðan e.t.v. sú að ráðherra vilji færa Tækniskólanum vandað og vinsælt fjarnám sem byggt hefur verið upp í Fjölbrautaskólanum við Ármúla? Eins og nefnt er að framan er erfitt að ræða efnislega kosti og galla breytinga þegar engar upplýsingar liggja fyrir um forsendur þeirra og enginn faglegur undirbúningur hefur átt sér stað. Starfsfólk beggja skóla býr yfir mikilli reynslu sem ætla mætti að skipti miklu máli þegar um svo mikilvægt mál er að ræða þegar einn stærstu skóla landsins er lagður niður. Ég lýsi eftir upplýsingum frá ráðherra um forsendur málsins og um þá menntastefnu sem forsendurnar byggjast á. Vinnubrögð ráðherra eru ófagleg og lítilsvirðing gagnvart starfsmönnum skólanna, nemendum og foreldrum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Lekið hefur í fjölmiðla að til standi að „sameina“ tvo stærstu framhaldsskóla landsins, Tækniskólann og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Tækniskólinn er einkarekinn skóli af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík með áherslu á iðnmenntun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ríkisrekinn skóli með bóknám og starfsmenntun á heilbrigðissviði. Skólameistari Tækniskólans, Jón B. Stefánsson, upplýsti á dögunum að ráðherra mennta- og menningarmála hefði í febrúar á þessu ári falið skólameisturum beggja skóla að kanna hagkvæmni „sameiningarinnar“. Niðurstöður höfðu legið fyrir síðan í apríl og töldu skólameistarar beggja skóla að hagkvæmt væri að „sameina“ skólana á þeim forsendum sem ráðherra hafði lagt þeim fyrir. En hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar mati á hagkvæmni? Enginn nema skólameistararnir og nokkrir útvaldir voru upplýstir af ráðherra. Í Bakþönkum Fréttablaðsins þann 6. maí átaldi Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarkona fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, þingmann Pírata fyrir að ræða ekki um kosti og galla „sameiningar“ skólanna. En hvernig getur viðkomandi þingmaður rætt hagkvæmni umræddra breytinga þegar efnislegum forsendum er haldið leyndum, jafnvel fyrir starfsfólki og stjórnendum viðkomandi skóla. Voru skólameistararnir að kanna hagkvæmni í rekstri? Auðvitað er hagkvæmara að vera með stóra hópa en litla. Það er líka hagkvæmara að leyfa ekki nemendum sem eru eldri en 25 ára að stunda nám í ríkisreknum skólum eins og fyrrverandi ráðherra skipaði fyrir og núverandi ráðherra hefur fellt úr gildi. Eða á að meta hagkvæmni með því að taka inn þætti eins og öfluga stoðþjónustu við nemendur, sjálfbæra skólaþróun, umhverfisvitund og margt annað sem Fjölbrautaskólinn við Ármúla er þekktur fyrir? Fjölbrautaskólinn við Ármúla er vel rekinn skóli og eins sést á úttekt sem gerð var á öllum þáttum skólastarfsins í byrjun vorannar 2017. Starfsandinn er góður og hefur skólinn fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun árin 2015 og 2016. Skólinn er leiðandi á Íslandi í framboði fjarnáms á framhaldsskólastigi. Er ástæðan e.t.v. sú að ráðherra vilji færa Tækniskólanum vandað og vinsælt fjarnám sem byggt hefur verið upp í Fjölbrautaskólanum við Ármúla? Eins og nefnt er að framan er erfitt að ræða efnislega kosti og galla breytinga þegar engar upplýsingar liggja fyrir um forsendur þeirra og enginn faglegur undirbúningur hefur átt sér stað. Starfsfólk beggja skóla býr yfir mikilli reynslu sem ætla mætti að skipti miklu máli þegar um svo mikilvægt mál er að ræða þegar einn stærstu skóla landsins er lagður niður. Ég lýsi eftir upplýsingum frá ráðherra um forsendur málsins og um þá menntastefnu sem forsendurnar byggjast á. Vinnubrögð ráðherra eru ófagleg og lítilsvirðing gagnvart starfsmönnum skólanna, nemendum og foreldrum þeirra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar