Borðaði 81 árs gamla sultu á afmælisdaginn Snærós Sindradóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Jón Kristinsson sést hér bragða á sultunni góðu á afmælisdaginn sinn. Eins og sést er sultan merkt "Ribshlaup 1936“. Kris Kristinsson Jón Kristinsson, arkitekt og uppfinningamaður, fékk heldur óvænta afmælisgjöf síðastliðinn sunnudag, þegar hann fann 81 árs gamla rifsberjasultu sem móðir hans hafði lagað sumarið 1936. Jón er frumkvöðull í sjálfbærri byggingarhönnun og hefur meðal annars staðið fyrir framleiðslu á andandi gluggum og lághitahúshitun. „Ég held að þetta hljóti að vera úr berjum af runnunum í garðinum okkar, annaðhvort af Stýrimannastíg 7 eða Ránargötu 21,“ segir Jón. Endurnýjun stendur yfir á húsinu við Ránargötu sem varð til þess að sultukrukkan fannst í kjallara hússins. Í sömu geymslu fannst einnig niðursoðið kjöt frá 1944 sem Jón lagði sér þó ekki til munns. „Sultan var alveg ljómandi,“ segir Jón. Á sunnudag neytti hann hennar eintómrar. „Bara með teskeið. Þegar maður er með svona gersemi þá er maður ekkert að borða hana með brauði heldur vill bara finna bragðið af berjasafa þess tíma.“ Á mánudagsmorgun hrærði Jón sultuna hins vegar út í skyr, áður en hann flaug til Hollands þar sem hann er búsettur. Jón var hvítvoðungur þegar sultan var löguð, fæddur 7. maí 1936. Móðir hans, Ásta Jónsdóttir, var húsmóðir með ýmislegt á prjónunum, þar á meðal bókband og handavinnu. Þá rak hún heimagistingu fyrir ferðamenn en fjölskyldan segir hana þar með hafa verið frumkvöðul í þeim viðskiptum sem í dag fara fram í gegnum Airbnb. Hún var 38 ára gömul þegar sultan var löguð. Faðir Jóns var Kristinn Björnsson, yfirlæknir á sjúkrahúsi Hvíta bandsins við Skólavörðustíg. Jón segist ekki hafa haft neinar efasemdir um að bragða sultuna þrátt fyrir að hún hafi verið búin til fyrir rúmum átta áratugum. Hann segir að ef matvælin geymist í rúmt ár sé nokkuð ljóst að þau þoli lengri geymslutíma. „Þegar ég fann ilminn af henni þá vissi ég að ég þurfti ekki að vera smeykur. Það var svo mikill sykur í kring að hún hafði alveg varðveist. Krukkunni var lokað með pappírsloki og kertavaxi dreypt yfir til að loftloka henni alveg. Þannig að sultan var alveg vernduð.“ Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Jón Kristinsson, arkitekt og uppfinningamaður, fékk heldur óvænta afmælisgjöf síðastliðinn sunnudag, þegar hann fann 81 árs gamla rifsberjasultu sem móðir hans hafði lagað sumarið 1936. Jón er frumkvöðull í sjálfbærri byggingarhönnun og hefur meðal annars staðið fyrir framleiðslu á andandi gluggum og lághitahúshitun. „Ég held að þetta hljóti að vera úr berjum af runnunum í garðinum okkar, annaðhvort af Stýrimannastíg 7 eða Ránargötu 21,“ segir Jón. Endurnýjun stendur yfir á húsinu við Ránargötu sem varð til þess að sultukrukkan fannst í kjallara hússins. Í sömu geymslu fannst einnig niðursoðið kjöt frá 1944 sem Jón lagði sér þó ekki til munns. „Sultan var alveg ljómandi,“ segir Jón. Á sunnudag neytti hann hennar eintómrar. „Bara með teskeið. Þegar maður er með svona gersemi þá er maður ekkert að borða hana með brauði heldur vill bara finna bragðið af berjasafa þess tíma.“ Á mánudagsmorgun hrærði Jón sultuna hins vegar út í skyr, áður en hann flaug til Hollands þar sem hann er búsettur. Jón var hvítvoðungur þegar sultan var löguð, fæddur 7. maí 1936. Móðir hans, Ásta Jónsdóttir, var húsmóðir með ýmislegt á prjónunum, þar á meðal bókband og handavinnu. Þá rak hún heimagistingu fyrir ferðamenn en fjölskyldan segir hana þar með hafa verið frumkvöðul í þeim viðskiptum sem í dag fara fram í gegnum Airbnb. Hún var 38 ára gömul þegar sultan var löguð. Faðir Jóns var Kristinn Björnsson, yfirlæknir á sjúkrahúsi Hvíta bandsins við Skólavörðustíg. Jón segist ekki hafa haft neinar efasemdir um að bragða sultuna þrátt fyrir að hún hafi verið búin til fyrir rúmum átta áratugum. Hann segir að ef matvælin geymist í rúmt ár sé nokkuð ljóst að þau þoli lengri geymslutíma. „Þegar ég fann ilminn af henni þá vissi ég að ég þurfti ekki að vera smeykur. Það var svo mikill sykur í kring að hún hafði alveg varðveist. Krukkunni var lokað með pappírsloki og kertavaxi dreypt yfir til að loftloka henni alveg. Þannig að sultan var alveg vernduð.“
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent