Formaður Framsóknar líkir sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við Borgunarmálið Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2017 12:40 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa neina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vitnaði til úttektar Fréttablaðsins hinn 29. mars á um sölu Seðlabanka Íslands á um sex prósenta hlut hans í Kaupþingi. En verðmæti hlutarins hafi aukist um fjóra til fimm milljarða skömmu síðar eftir að Kaupþing náði samkomulagi við Deutsche Bank um 50 milljarða greiðslu til Kaupþings. Vildi vita hvort leiðréttingarákvæði væri í samningunumÍ úttekt Fréttablaðsins kom fram að þeir sem keyptu bréfin af Seðlabankanum voru þeir sömu og nýlega keyptu um 29 prósenta hlut í Arion banka. „Frú forseti, við lestur fréttarinnar vaknar eðlilega sú spurning hvort Seðlabankinn hafi sett í samninginn um sölu á bréfunum svo kallað leiðréttingarákvæði. Það er að segja að ef hlutur Seðlabankans yrði verðmætari á síðari stigum nyti Seðlabankinn þess með einhverjum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Formaður Framsóknarflokksins setti þessa sölu Seðlabankans í samhengi við sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun þar sem ekkert slíkt ákvæði hafi veri til staðar og leiddi til þess að Landsbankinn hafi orðið af stórum fjárhæðum. „Mig langar til að spyrja gæslumann íslensks almennings í þessu máli, hæstvirtan forsætisráðherra en undir hann heyrir Seðlabanki Íslands; hvort hann viti til þess að Seðlabankinn hafi sett leiðréttingarákvæði í samninginn? Einnig hvort hann hyggist kanna það af hverju samkomulag Deutche bank og Kaupþings sem líklega var tilbúið í október, barst svona seint,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfsagt að kalla eftir þessum upplýsingumBjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.vísir/ernirBjarni Benediktsson forsætisráðherra tók fram að ríkisstjórnin hefði enga beina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Honum væri því ekki kunnugt um hvaða upplýsingar Seðlabankinn hafði við sölu hlutarins í Kaupþingi. „En mér þykir það hins vegar rétt ábending hjá háttvirtum þingmanni að það er sjálfsagt að kalla eftir þessu og fá skýringar,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður Ingi sagðist gera sér grein fyrir að Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun en hann hefði tapað um fimm milljörðum á þessum viðskiptum og spurning vaknaði um sölu bankans á öðrum eignum. „Erum við að horfast í augu við það að þessir aðilar hafi enn og aftur leikið á íslenska aðila og látið okkur selja eignir á lægra verði en aðrir síðan versla með? Vegna þess að þeir höfðu vitneskju um meira,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði að sérstakt eignarhaldsfélag Seðlabankans með sjálfstæðri stjórn, hafi séð um eignir sem komu til bankans eftir hrun í stað þess að fara í brunasölu á þessum eignum.„Og niðurstaðan hefur verið sú ef horft er út frá efnahag Seðlabankans að af þessari starfsemi hefur verið umtalsvert mikill afgangur á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa neina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vitnaði til úttektar Fréttablaðsins hinn 29. mars á um sölu Seðlabanka Íslands á um sex prósenta hlut hans í Kaupþingi. En verðmæti hlutarins hafi aukist um fjóra til fimm milljarða skömmu síðar eftir að Kaupþing náði samkomulagi við Deutsche Bank um 50 milljarða greiðslu til Kaupþings. Vildi vita hvort leiðréttingarákvæði væri í samningunumÍ úttekt Fréttablaðsins kom fram að þeir sem keyptu bréfin af Seðlabankanum voru þeir sömu og nýlega keyptu um 29 prósenta hlut í Arion banka. „Frú forseti, við lestur fréttarinnar vaknar eðlilega sú spurning hvort Seðlabankinn hafi sett í samninginn um sölu á bréfunum svo kallað leiðréttingarákvæði. Það er að segja að ef hlutur Seðlabankans yrði verðmætari á síðari stigum nyti Seðlabankinn þess með einhverjum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Formaður Framsóknarflokksins setti þessa sölu Seðlabankans í samhengi við sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun þar sem ekkert slíkt ákvæði hafi veri til staðar og leiddi til þess að Landsbankinn hafi orðið af stórum fjárhæðum. „Mig langar til að spyrja gæslumann íslensks almennings í þessu máli, hæstvirtan forsætisráðherra en undir hann heyrir Seðlabanki Íslands; hvort hann viti til þess að Seðlabankinn hafi sett leiðréttingarákvæði í samninginn? Einnig hvort hann hyggist kanna það af hverju samkomulag Deutche bank og Kaupþings sem líklega var tilbúið í október, barst svona seint,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfsagt að kalla eftir þessum upplýsingumBjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.vísir/ernirBjarni Benediktsson forsætisráðherra tók fram að ríkisstjórnin hefði enga beina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Honum væri því ekki kunnugt um hvaða upplýsingar Seðlabankinn hafði við sölu hlutarins í Kaupþingi. „En mér þykir það hins vegar rétt ábending hjá háttvirtum þingmanni að það er sjálfsagt að kalla eftir þessu og fá skýringar,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður Ingi sagðist gera sér grein fyrir að Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun en hann hefði tapað um fimm milljörðum á þessum viðskiptum og spurning vaknaði um sölu bankans á öðrum eignum. „Erum við að horfast í augu við það að þessir aðilar hafi enn og aftur leikið á íslenska aðila og látið okkur selja eignir á lægra verði en aðrir síðan versla með? Vegna þess að þeir höfðu vitneskju um meira,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði að sérstakt eignarhaldsfélag Seðlabankans með sjálfstæðri stjórn, hafi séð um eignir sem komu til bankans eftir hrun í stað þess að fara í brunasölu á þessum eignum.„Og niðurstaðan hefur verið sú ef horft er út frá efnahag Seðlabankans að af þessari starfsemi hefur verið umtalsvert mikill afgangur á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30
Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00
Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun