Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2017 10:56 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. Eignarhaldsfélagið Kaupþing var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga. Kröfuhafar bankans eignuðust hlutabréf í hinu nýja félagi í samræmi við kröfur sínar eftir samþykkt nauðasamninganna. Seðlabanki Íslands eignaðist 6 prósenta hlut í hinu nýja félagi sem rann inn í Eignasafn Seðlabanka Íslands. Haustið 2016 færðist eignarhluturinn aftur í vörslu Seðlabankans frá dótturfélaginu ESÍ og var þar í eiginlegu söluferli. Í nóvember seldi síðan Seðlabankinn rúmlega 6 prósenta hlut sinn í Kaupþingi til vogunarsjóða, þeirra sömu og eru nú í hluthafahópi Arion banka, fyrir 19 milljarða króna. Upplýst var í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, að rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar 2017 að samkomulag vegna ágreiningsmálss við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Samkomulagið fól í sér að Deutsche Bank greiddi 50 milljarða króna eingreiðslu til Eignarhaldsfélagsins Kaupþings. Á þessum tímapunkti lá fyrir að Kaupþing væri í miðjum klíðum að ljúka ágreiningi við Deutsche Bank sem var líklegt til að skila félaginu háum fjárhæðum þótt ekki liggi fyrir hvort einhverjir aðrir hafi búið yfir þessum upplýsingum en starfsfólk Kaupþings og Deutsche. Þegar samkomulagið var kynnt opinberlega varð snörp hækkun á óreglulegum markaði með þessi bréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi og hækkuðu þau um 10 prósent sama dag. Síðan héldu þá áfram að hækka í viðskiptum og þagar uppi var staðið höfðu þau hækkað um tæplega þriðjung frá þeim tímapunkti er Seðlabankinn seldi. Það er mikilvægt álitaefni hvort Seðlabanki Íslands hefði getað haldið á hagsmunum sínum betur í þesu máli. Máttu starfsmenn Seðlabankans vita að verið væri að ganga frá sátt frá Deutsche sem gæti skilað Kaupþingi háum fjárhæðum? Hefði þá verið eðlilegra að bíða aðeins með að selja vogunarsjóðunum þessi hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi? Fram kom í Markaðnum í Fréttablaðinu að Seðlabankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem Seðlabankinn átti í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir Seðlabankinn að starfsfólk bankans hafi engar upplýsingar haft um þetta samkomulag eða drög þess. „Seðlabankinn hafði engar upplýsingar um umrædd viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing,“ segir í svari bankans. Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. Eignarhaldsfélagið Kaupþing var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga. Kröfuhafar bankans eignuðust hlutabréf í hinu nýja félagi í samræmi við kröfur sínar eftir samþykkt nauðasamninganna. Seðlabanki Íslands eignaðist 6 prósenta hlut í hinu nýja félagi sem rann inn í Eignasafn Seðlabanka Íslands. Haustið 2016 færðist eignarhluturinn aftur í vörslu Seðlabankans frá dótturfélaginu ESÍ og var þar í eiginlegu söluferli. Í nóvember seldi síðan Seðlabankinn rúmlega 6 prósenta hlut sinn í Kaupþingi til vogunarsjóða, þeirra sömu og eru nú í hluthafahópi Arion banka, fyrir 19 milljarða króna. Upplýst var í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, að rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar 2017 að samkomulag vegna ágreiningsmálss við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Samkomulagið fól í sér að Deutsche Bank greiddi 50 milljarða króna eingreiðslu til Eignarhaldsfélagsins Kaupþings. Á þessum tímapunkti lá fyrir að Kaupþing væri í miðjum klíðum að ljúka ágreiningi við Deutsche Bank sem var líklegt til að skila félaginu háum fjárhæðum þótt ekki liggi fyrir hvort einhverjir aðrir hafi búið yfir þessum upplýsingum en starfsfólk Kaupþings og Deutsche. Þegar samkomulagið var kynnt opinberlega varð snörp hækkun á óreglulegum markaði með þessi bréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi og hækkuðu þau um 10 prósent sama dag. Síðan héldu þá áfram að hækka í viðskiptum og þagar uppi var staðið höfðu þau hækkað um tæplega þriðjung frá þeim tímapunkti er Seðlabankinn seldi. Það er mikilvægt álitaefni hvort Seðlabanki Íslands hefði getað haldið á hagsmunum sínum betur í þesu máli. Máttu starfsmenn Seðlabankans vita að verið væri að ganga frá sátt frá Deutsche sem gæti skilað Kaupþingi háum fjárhæðum? Hefði þá verið eðlilegra að bíða aðeins með að selja vogunarsjóðunum þessi hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi? Fram kom í Markaðnum í Fréttablaðinu að Seðlabankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem Seðlabankinn átti í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir Seðlabankinn að starfsfólk bankans hafi engar upplýsingar haft um þetta samkomulag eða drög þess. „Seðlabankinn hafði engar upplýsingar um umrædd viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing,“ segir í svari bankans.
Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira