Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2017 10:56 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. Eignarhaldsfélagið Kaupþing var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga. Kröfuhafar bankans eignuðust hlutabréf í hinu nýja félagi í samræmi við kröfur sínar eftir samþykkt nauðasamninganna. Seðlabanki Íslands eignaðist 6 prósenta hlut í hinu nýja félagi sem rann inn í Eignasafn Seðlabanka Íslands. Haustið 2016 færðist eignarhluturinn aftur í vörslu Seðlabankans frá dótturfélaginu ESÍ og var þar í eiginlegu söluferli. Í nóvember seldi síðan Seðlabankinn rúmlega 6 prósenta hlut sinn í Kaupþingi til vogunarsjóða, þeirra sömu og eru nú í hluthafahópi Arion banka, fyrir 19 milljarða króna. Upplýst var í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, að rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar 2017 að samkomulag vegna ágreiningsmálss við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Samkomulagið fól í sér að Deutsche Bank greiddi 50 milljarða króna eingreiðslu til Eignarhaldsfélagsins Kaupþings. Á þessum tímapunkti lá fyrir að Kaupþing væri í miðjum klíðum að ljúka ágreiningi við Deutsche Bank sem var líklegt til að skila félaginu háum fjárhæðum þótt ekki liggi fyrir hvort einhverjir aðrir hafi búið yfir þessum upplýsingum en starfsfólk Kaupþings og Deutsche. Þegar samkomulagið var kynnt opinberlega varð snörp hækkun á óreglulegum markaði með þessi bréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi og hækkuðu þau um 10 prósent sama dag. Síðan héldu þá áfram að hækka í viðskiptum og þagar uppi var staðið höfðu þau hækkað um tæplega þriðjung frá þeim tímapunkti er Seðlabankinn seldi. Það er mikilvægt álitaefni hvort Seðlabanki Íslands hefði getað haldið á hagsmunum sínum betur í þesu máli. Máttu starfsmenn Seðlabankans vita að verið væri að ganga frá sátt frá Deutsche sem gæti skilað Kaupþingi háum fjárhæðum? Hefði þá verið eðlilegra að bíða aðeins með að selja vogunarsjóðunum þessi hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi? Fram kom í Markaðnum í Fréttablaðinu að Seðlabankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem Seðlabankinn átti í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir Seðlabankinn að starfsfólk bankans hafi engar upplýsingar haft um þetta samkomulag eða drög þess. „Seðlabankinn hafði engar upplýsingar um umrædd viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing,“ segir í svari bankans. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. Eignarhaldsfélagið Kaupþing var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga. Kröfuhafar bankans eignuðust hlutabréf í hinu nýja félagi í samræmi við kröfur sínar eftir samþykkt nauðasamninganna. Seðlabanki Íslands eignaðist 6 prósenta hlut í hinu nýja félagi sem rann inn í Eignasafn Seðlabanka Íslands. Haustið 2016 færðist eignarhluturinn aftur í vörslu Seðlabankans frá dótturfélaginu ESÍ og var þar í eiginlegu söluferli. Í nóvember seldi síðan Seðlabankinn rúmlega 6 prósenta hlut sinn í Kaupþingi til vogunarsjóða, þeirra sömu og eru nú í hluthafahópi Arion banka, fyrir 19 milljarða króna. Upplýst var í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, að rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar 2017 að samkomulag vegna ágreiningsmálss við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Samkomulagið fól í sér að Deutsche Bank greiddi 50 milljarða króna eingreiðslu til Eignarhaldsfélagsins Kaupþings. Á þessum tímapunkti lá fyrir að Kaupþing væri í miðjum klíðum að ljúka ágreiningi við Deutsche Bank sem var líklegt til að skila félaginu háum fjárhæðum þótt ekki liggi fyrir hvort einhverjir aðrir hafi búið yfir þessum upplýsingum en starfsfólk Kaupþings og Deutsche. Þegar samkomulagið var kynnt opinberlega varð snörp hækkun á óreglulegum markaði með þessi bréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi og hækkuðu þau um 10 prósent sama dag. Síðan héldu þá áfram að hækka í viðskiptum og þagar uppi var staðið höfðu þau hækkað um tæplega þriðjung frá þeim tímapunkti er Seðlabankinn seldi. Það er mikilvægt álitaefni hvort Seðlabanki Íslands hefði getað haldið á hagsmunum sínum betur í þesu máli. Máttu starfsmenn Seðlabankans vita að verið væri að ganga frá sátt frá Deutsche sem gæti skilað Kaupþingi háum fjárhæðum? Hefði þá verið eðlilegra að bíða aðeins með að selja vogunarsjóðunum þessi hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi? Fram kom í Markaðnum í Fréttablaðinu að Seðlabankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem Seðlabankinn átti í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir Seðlabankinn að starfsfólk bankans hafi engar upplýsingar haft um þetta samkomulag eða drög þess. „Seðlabankinn hafði engar upplýsingar um umrædd viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing,“ segir í svari bankans.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira