Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Gísli Þorgeir klárar tímabilið með FH og fer svo til Kiel. Fréttablaðið/Anton Í gær bárust fréttir af því að FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson væri búinn að semja við þýska stórveldið Kiel til þriggja ára. Gísli klárar tímabilið með FH og gengur svo í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason stýrir. Gísli segir að Kiel hafi fyrst haft samband í sumar. Samningaferlið tafðist hins vegar þar sem leikstjórnandinn efnilegi fór úr olnbogalið á æfingu með U-21 árs landsliðinu. „Ég fékk símtal frá Alfreð í sumar. Þetta slitnaði smá þegar ég meiddist. En síðan vann ég vel úr mínum málum, var í góðum höndum hjá góðum sjúkraþjálfara. Ég er orðinn sterkari en ég var áður en ég meiddist og betri á mörgum sviðum, mest andlega,“ sagði Gísli sem fór til Kiel ásamt föður sínum, Kristjáni Arasyni, eftir Evrópuleikinn gegn Tatran Presov í Slóvakíu um þarsíðustu helgi. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá Kiel og skrifaði svo undir samning við félagið. Gísli segir að önnur lið hafi haft áhuga á honum en eftir að Kiel kom inn í myndina hafi ekki verið spurning að fara þangað. „Það komu önnur lið til greina en þegar Alfreð hringdi var þetta engin spurning,“ sagði Gísli. Annar leikstjórnandi úr FH, sem spilaði einnig í treyju númer fjögur hjá Fimleikafélaginu, fór til Kiel fyrir átta árum, þegar hann var 19 ára eins og Gísli verður á næsta ári. Sá heitir Aron og er Pálmarsson og varð að einum besta leikmanni heims á tíma sínum hjá Kiel.Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyAron gaf Kiel og Alfreð sín bestu meðmæli „Aron sagði að Alfreð væri sá besti. Og ég hef alltaf haldið að hann sé sá besti. Ég er fullur tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Gísli sem býst við að fá nokkuð stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. „Ég held að ég verði miðjumaður númer tvö á eftir [Domagoj] Duvnjak. Það er draumur að æfa og spila með þessum leikmönnum.“ Næsta tímabil verður það síðasta hjá Alfreð við stjórnvölinn hjá Kiel. Akureyringurinn hefur þjálfað liðið síðan 2008 og náð framúrskarandi árangri. Gísli segist ætla að nýta þetta eina tímabil sem hann fær með Alfreð til hins ýtrasta. „Ég mun nýta tímann sem ég fæ með Alfreð fáránlega vel; nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að leggja inn í reynslubankann. Svo verður það væntanlega enginn vitleysingur sem tekur við þegar Alfreð hættir,“ sagði Gísli og hló. Hafnfirðingurinn lék sína fyrstu A-landsleiki í lok október og er einn þeirra 28 sem koma til greina í íslenska hópinn sem fer á EM í Króatíu í byrjun næsta árs. En gerir Gísli sér vonir um að vera í lokahópnum?Vísir/ErnirNæsta markmið „Það er næsta markmið. Það yrði draumur að fara út með öllum þessum leikmönnum. Það var geðveikt að fá að æfa með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni] og öllum hinum,“ sagði Gísli og bætti við að hann hefði grætt mikið á landsliðsæfingunum í október. Þrátt fyrir að vera kominn mjög langt miðað við aldur er Gísli meðvitaður um að hann þarf að bæta sig fyrir átökin í atvinnumennskunni. „Ég er góður á fótunum en ég þarf að styrkja efri búkinn svo ég geti ráðið við 120 kílóa línumenn,“ sagði Gísli sem verður væntanlega látinn spila sem bakvörður í vörn Kiel. Eins og áður sagði klárar Gísli tímabilið með FH áður en hann fer til Kiel. Hann vill að sjálfsögðu kveðja uppeldisfélagið með titli eða titlum. „Það er minn heitasti draumur eins og er. FH hefur gert rosalega mikið fyrir mig og er mitt hjarta,“ sagði Gísli að lokum. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson væri búinn að semja við þýska stórveldið Kiel til þriggja ára. Gísli klárar tímabilið með FH og gengur svo í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason stýrir. Gísli segir að Kiel hafi fyrst haft samband í sumar. Samningaferlið tafðist hins vegar þar sem leikstjórnandinn efnilegi fór úr olnbogalið á æfingu með U-21 árs landsliðinu. „Ég fékk símtal frá Alfreð í sumar. Þetta slitnaði smá þegar ég meiddist. En síðan vann ég vel úr mínum málum, var í góðum höndum hjá góðum sjúkraþjálfara. Ég er orðinn sterkari en ég var áður en ég meiddist og betri á mörgum sviðum, mest andlega,“ sagði Gísli sem fór til Kiel ásamt föður sínum, Kristjáni Arasyni, eftir Evrópuleikinn gegn Tatran Presov í Slóvakíu um þarsíðustu helgi. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá Kiel og skrifaði svo undir samning við félagið. Gísli segir að önnur lið hafi haft áhuga á honum en eftir að Kiel kom inn í myndina hafi ekki verið spurning að fara þangað. „Það komu önnur lið til greina en þegar Alfreð hringdi var þetta engin spurning,“ sagði Gísli. Annar leikstjórnandi úr FH, sem spilaði einnig í treyju númer fjögur hjá Fimleikafélaginu, fór til Kiel fyrir átta árum, þegar hann var 19 ára eins og Gísli verður á næsta ári. Sá heitir Aron og er Pálmarsson og varð að einum besta leikmanni heims á tíma sínum hjá Kiel.Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyAron gaf Kiel og Alfreð sín bestu meðmæli „Aron sagði að Alfreð væri sá besti. Og ég hef alltaf haldið að hann sé sá besti. Ég er fullur tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Gísli sem býst við að fá nokkuð stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. „Ég held að ég verði miðjumaður númer tvö á eftir [Domagoj] Duvnjak. Það er draumur að æfa og spila með þessum leikmönnum.“ Næsta tímabil verður það síðasta hjá Alfreð við stjórnvölinn hjá Kiel. Akureyringurinn hefur þjálfað liðið síðan 2008 og náð framúrskarandi árangri. Gísli segist ætla að nýta þetta eina tímabil sem hann fær með Alfreð til hins ýtrasta. „Ég mun nýta tímann sem ég fæ með Alfreð fáránlega vel; nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að leggja inn í reynslubankann. Svo verður það væntanlega enginn vitleysingur sem tekur við þegar Alfreð hættir,“ sagði Gísli og hló. Hafnfirðingurinn lék sína fyrstu A-landsleiki í lok október og er einn þeirra 28 sem koma til greina í íslenska hópinn sem fer á EM í Króatíu í byrjun næsta árs. En gerir Gísli sér vonir um að vera í lokahópnum?Vísir/ErnirNæsta markmið „Það er næsta markmið. Það yrði draumur að fara út með öllum þessum leikmönnum. Það var geðveikt að fá að æfa með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni] og öllum hinum,“ sagði Gísli og bætti við að hann hefði grætt mikið á landsliðsæfingunum í október. Þrátt fyrir að vera kominn mjög langt miðað við aldur er Gísli meðvitaður um að hann þarf að bæta sig fyrir átökin í atvinnumennskunni. „Ég er góður á fótunum en ég þarf að styrkja efri búkinn svo ég geti ráðið við 120 kílóa línumenn,“ sagði Gísli sem verður væntanlega látinn spila sem bakvörður í vörn Kiel. Eins og áður sagði klárar Gísli tímabilið með FH áður en hann fer til Kiel. Hann vill að sjálfsögðu kveðja uppeldisfélagið með titli eða titlum. „Það er minn heitasti draumur eins og er. FH hefur gert rosalega mikið fyrir mig og er mitt hjarta,“ sagði Gísli að lokum.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira