Ábyrg ferðaþjónusta – eykur samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 7. desember 2017 10:25 Meðvitund um samfélagsábyrgð fyrirtækja er sífellt að aukast og æ fleiri fyrirtæki hafa breytt verklagi sínu svo þau hafi jákvæðari áhrif á samfélag sitt og náttúruna með því að hafa ábyrga ferðaþjónustu sem eðlilegan hluta af sínum rekstri. Frá því í janúar á þessu ári hafa Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn boðið fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum uppá fræðslufundi, vinnustofur og málþing til að hreyfa við og þróa vinnu í átt að ábyrgari stjórnun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Í upphafi árs undirrituðu yfir 300 stjórnendur fyrirtækja úr virðiskeðju ferðaþjónustu yfirlýsingu þess efnis að þau myndu setja sér markmið um fjóra meginþætti ábyrgrar ferðaþjónustu. Þessir þættir eru að tryggja öryggi ferðamanna og koma fram við þá af háttvísi, umgangast náttúruna af virðingu, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæði áhrif á nærsamfélag sitt. Með yfirlýsingunni skuldbundu fyrirtækin sig til að birta þessi markmið fyrir 7. desember í ár. Hafa mörg þessarra fyrirtækja núþegar birt markmiðin sín á heimasíðum sínum og sífellt fleiri bætast í þennan hóp. Fyrirtæki sem taka virkan þátt í verkefninu hafa skiptst á þekkingu og reynslu og farið yfir þessa fjóra meginþætti skref fyrir skref, náð að byggja upp, breyta ferlum og tileinka sér alveg nýja hugsun og starfshætti. Mörg þeirra hafa komist að því að ábyrg ferðaþjónusta skilar bættum rekstri og sparar peninga. Uppskeruhátið Ábyrgar ferðaþjónustu verður þann 7. desember þegar fyrirtækin koma saman og fara yfir árið. Þeim fyrirtækjum sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna er fylgt eftir með því að gera athugun á sýnileika markmiðanna og svo í framhaldi hversu vel hefur gengið að innleiða og mæla árangur. Á uppskeruhátíðinni verður sjónum beint að fyrirtækjum sem ráðist hafa í hugvitsamar aðgerðir sem ætlað er að skila auknu virði fyrir samfélagið og fyrirtækið sjálft án þess að það sé á kostnað náttúrunnar. Staldrað verður við og metið hvernig til hefur tekist á þessu ári, auk þess sem kúrsinn er settur fyrir nánustu framtíð. Sjálfbær ferðaþjónusta á Íslandi er mikilsvert markmið sem ekki næst nema fyrirtæki í ferðaþjónustu stigi raunveruleg skref í átt að aukinni ábyrgð sem samtímis eru studd af markmiðum stjórnvaldaÁsta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Meðvitund um samfélagsábyrgð fyrirtækja er sífellt að aukast og æ fleiri fyrirtæki hafa breytt verklagi sínu svo þau hafi jákvæðari áhrif á samfélag sitt og náttúruna með því að hafa ábyrga ferðaþjónustu sem eðlilegan hluta af sínum rekstri. Frá því í janúar á þessu ári hafa Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn boðið fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum uppá fræðslufundi, vinnustofur og málþing til að hreyfa við og þróa vinnu í átt að ábyrgari stjórnun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Í upphafi árs undirrituðu yfir 300 stjórnendur fyrirtækja úr virðiskeðju ferðaþjónustu yfirlýsingu þess efnis að þau myndu setja sér markmið um fjóra meginþætti ábyrgrar ferðaþjónustu. Þessir þættir eru að tryggja öryggi ferðamanna og koma fram við þá af háttvísi, umgangast náttúruna af virðingu, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæði áhrif á nærsamfélag sitt. Með yfirlýsingunni skuldbundu fyrirtækin sig til að birta þessi markmið fyrir 7. desember í ár. Hafa mörg þessarra fyrirtækja núþegar birt markmiðin sín á heimasíðum sínum og sífellt fleiri bætast í þennan hóp. Fyrirtæki sem taka virkan þátt í verkefninu hafa skiptst á þekkingu og reynslu og farið yfir þessa fjóra meginþætti skref fyrir skref, náð að byggja upp, breyta ferlum og tileinka sér alveg nýja hugsun og starfshætti. Mörg þeirra hafa komist að því að ábyrg ferðaþjónusta skilar bættum rekstri og sparar peninga. Uppskeruhátið Ábyrgar ferðaþjónustu verður þann 7. desember þegar fyrirtækin koma saman og fara yfir árið. Þeim fyrirtækjum sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna er fylgt eftir með því að gera athugun á sýnileika markmiðanna og svo í framhaldi hversu vel hefur gengið að innleiða og mæla árangur. Á uppskeruhátíðinni verður sjónum beint að fyrirtækjum sem ráðist hafa í hugvitsamar aðgerðir sem ætlað er að skila auknu virði fyrir samfélagið og fyrirtækið sjálft án þess að það sé á kostnað náttúrunnar. Staldrað verður við og metið hvernig til hefur tekist á þessu ári, auk þess sem kúrsinn er settur fyrir nánustu framtíð. Sjálfbær ferðaþjónusta á Íslandi er mikilsvert markmið sem ekki næst nema fyrirtæki í ferðaþjónustu stigi raunveruleg skref í átt að aukinni ábyrgð sem samtímis eru studd af markmiðum stjórnvaldaÁsta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar