Tækifærin liggja í heimaþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Umræða um yfirflæði á sjúklingum á Landspítala er hávær. Lausnin er sögð aukið fráflæði spítalans sem vísar til hraðari útskrifta. En takmarkast þó af skorti á úrræðum eins og hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Útskrift skjólstæðinga aftur til síns heima er markmiðið og flestir vilja komast aftur heim, að því gefnu að þeir fái þá aðstoð og þjónustu sem þörf er á. Aukin heimaþjónusta er vannýtt auðlind og í henni liggja tækifærin. Heimaþjónusta er hugsuð til að koma til móts við grunnþarfir einstaklinga sem misst hafa færni í sjálfsumönnun og gera fólki kleift að búa lengur heima með reisn. Þróunin hefur verið sú að með auknum lífaldri þjóðfélagsþegna og hraðara gegnumstreymi á sjúkrahúsum, útskrifast einstaklingar veikari heim, með fjölþætta sjúkdóma og flóknari þarfir. Það kallar á breyttan fókus í heimaþjónustu og aukna þekkingu starfsfólks og færni til að takast á við flókin heilsufarsvandamál. Meginmunur á umönnun fólks í heimahúsi og á sjúkrastofnunum er að einstaklingnum er mætt í hans eigin umhverfi. Í því felst mikil fegurð. Reynslan sýnir að inni á heimilinu er skjólstæðingurinn öruggari með sig, með sterkara sjálf, sjálfstæðari í hugsun og sýnir aukna sjálfsbjargarviðleitni í athöfnum daglegs lífs. Starfsmenn sem koma til aðstoðar á heimili veita ráðgjöf, styrkingu og aðstoð við daglegar athafnir en eru alltaf háðir vilja og samvinnu þeirra sem þjónustuna þiggja. Þjónusta sem veitt er í heimahúsum byggir á víðtækri þekkingu og sjálfstæðum vinnubrögðum starfsfólks. Starfsmenn koma yfirleitt einir í vitjun til skjólstæðinga sinna. Samstarfsmenn eru ekki í kallfæri líkt og á sjúkrastofnunum. Ábyrgð hvers starfsmanns til mats og meðferðar er því meiri en ella. Að meta ástand, einkenni, framför eða afturför á líðan og heilsu einstaklinganna og hvenær sé tímabært að leita frekari ráðgjafar eða meðferðar byggir á klínískri færni og öryggi í vinnubrögðum starfsmanna. Fyrir hjúkrunarfræðing í heimahjúkrun er þetta mikil fagleg áskorun en jafnframt það sem gerir starfið heillandi.Mikil áskorun Árlega fá um 2.300 einstaklingar aðstoð heimahjúkrunar í Reykjavík. Hver teymisstjóri hjúkrunar ber ábyrgð á um 50-80 skjólstæðingum hverju sinni, misjafnt eftir hverfum borgarinnar. Staða hjúkrunarfræðings er krefjandi og að halda utan um alla þræði umönnunar hvers einstaklings er mikil áskorun. Meta þarf og leggja upp meðferð á hverjum tímapunkti, bregðast við breytingum á þörfum og vita hvert á að leita eftir sérfræðiráðgjöf. Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun eru í náinni samvinnu við aðra heilbrigðisstarfsmenn á spítala, göngudeildum, heilsugæslu eða sérfræðistofum. Þeir veita sérhæfða hjúkrunarmeðferð í heimahúsum ásamt því að stýra og leiðbeina öðru starfsfólki með umönnunarverkefni. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar bera uppi þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er í heimahúsum í náinni samvinnu við félagslega heimaþjónustu. Verkefni flæða á milli þjónustustiga hjúkrunar og félagsþjónustu eftir því hver þörfin er á hverjum tíma. Útskriftir á veikari einstaklingum af spítala og seinkun á flutningi yfir á hjúkrunarheimili hefur aukið hjúkrunarþyngd í heimaþjónustu til mikilla muna. Einstaklingar þurfa umfangsmeiri umönnun og flóknari meðferðir á heimilum sínum. Illviðráðanlegir verkir, sýkingar, flókin hjálpartæki, næringarvandamál og skert hreyfigeta eru dagleg verkefni á herðum starfsmanna heimaþjónustu. Flóknir sjúkdómar á borð við hjartabilun, taugahrörnun, sykursýki og heilabilun eru algengir og mikilvægt að starfsfólk hafi víðtæka þekkingu á þeim og kunni að bregðast við breytingum á ástandi. Flóknari aðstæður krefjast meiri kunnáttu og meiri tíma til að sinna verkefnum. Aukinn fjöldi hrumra aldraðra í heimahúsum felur í sér þörf á enn fleira sérhæfðu starfsfólki heimahjúkrunar. Fráflæði Landspítala er vandamál í dag en með aukningu á mannafla til heimahjúkrunar yrði dregið úr þeim vanda strax á morgun. Umönnun í heimahúsi er heillandi umhverfi með krefjandi áskorunum fyrir metnaðarfullt starfsfólk. Í heimahjúkrun liggja tækifærin í faglegri þróun hjúkrunarfræðinga landsins og möguleikar fólks með heilsubrest til að búa lengur heima með reisn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um yfirflæði á sjúklingum á Landspítala er hávær. Lausnin er sögð aukið fráflæði spítalans sem vísar til hraðari útskrifta. En takmarkast þó af skorti á úrræðum eins og hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Útskrift skjólstæðinga aftur til síns heima er markmiðið og flestir vilja komast aftur heim, að því gefnu að þeir fái þá aðstoð og þjónustu sem þörf er á. Aukin heimaþjónusta er vannýtt auðlind og í henni liggja tækifærin. Heimaþjónusta er hugsuð til að koma til móts við grunnþarfir einstaklinga sem misst hafa færni í sjálfsumönnun og gera fólki kleift að búa lengur heima með reisn. Þróunin hefur verið sú að með auknum lífaldri þjóðfélagsþegna og hraðara gegnumstreymi á sjúkrahúsum, útskrifast einstaklingar veikari heim, með fjölþætta sjúkdóma og flóknari þarfir. Það kallar á breyttan fókus í heimaþjónustu og aukna þekkingu starfsfólks og færni til að takast á við flókin heilsufarsvandamál. Meginmunur á umönnun fólks í heimahúsi og á sjúkrastofnunum er að einstaklingnum er mætt í hans eigin umhverfi. Í því felst mikil fegurð. Reynslan sýnir að inni á heimilinu er skjólstæðingurinn öruggari með sig, með sterkara sjálf, sjálfstæðari í hugsun og sýnir aukna sjálfsbjargarviðleitni í athöfnum daglegs lífs. Starfsmenn sem koma til aðstoðar á heimili veita ráðgjöf, styrkingu og aðstoð við daglegar athafnir en eru alltaf háðir vilja og samvinnu þeirra sem þjónustuna þiggja. Þjónusta sem veitt er í heimahúsum byggir á víðtækri þekkingu og sjálfstæðum vinnubrögðum starfsfólks. Starfsmenn koma yfirleitt einir í vitjun til skjólstæðinga sinna. Samstarfsmenn eru ekki í kallfæri líkt og á sjúkrastofnunum. Ábyrgð hvers starfsmanns til mats og meðferðar er því meiri en ella. Að meta ástand, einkenni, framför eða afturför á líðan og heilsu einstaklinganna og hvenær sé tímabært að leita frekari ráðgjafar eða meðferðar byggir á klínískri færni og öryggi í vinnubrögðum starfsmanna. Fyrir hjúkrunarfræðing í heimahjúkrun er þetta mikil fagleg áskorun en jafnframt það sem gerir starfið heillandi.Mikil áskorun Árlega fá um 2.300 einstaklingar aðstoð heimahjúkrunar í Reykjavík. Hver teymisstjóri hjúkrunar ber ábyrgð á um 50-80 skjólstæðingum hverju sinni, misjafnt eftir hverfum borgarinnar. Staða hjúkrunarfræðings er krefjandi og að halda utan um alla þræði umönnunar hvers einstaklings er mikil áskorun. Meta þarf og leggja upp meðferð á hverjum tímapunkti, bregðast við breytingum á þörfum og vita hvert á að leita eftir sérfræðiráðgjöf. Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun eru í náinni samvinnu við aðra heilbrigðisstarfsmenn á spítala, göngudeildum, heilsugæslu eða sérfræðistofum. Þeir veita sérhæfða hjúkrunarmeðferð í heimahúsum ásamt því að stýra og leiðbeina öðru starfsfólki með umönnunarverkefni. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar bera uppi þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er í heimahúsum í náinni samvinnu við félagslega heimaþjónustu. Verkefni flæða á milli þjónustustiga hjúkrunar og félagsþjónustu eftir því hver þörfin er á hverjum tíma. Útskriftir á veikari einstaklingum af spítala og seinkun á flutningi yfir á hjúkrunarheimili hefur aukið hjúkrunarþyngd í heimaþjónustu til mikilla muna. Einstaklingar þurfa umfangsmeiri umönnun og flóknari meðferðir á heimilum sínum. Illviðráðanlegir verkir, sýkingar, flókin hjálpartæki, næringarvandamál og skert hreyfigeta eru dagleg verkefni á herðum starfsmanna heimaþjónustu. Flóknir sjúkdómar á borð við hjartabilun, taugahrörnun, sykursýki og heilabilun eru algengir og mikilvægt að starfsfólk hafi víðtæka þekkingu á þeim og kunni að bregðast við breytingum á ástandi. Flóknari aðstæður krefjast meiri kunnáttu og meiri tíma til að sinna verkefnum. Aukinn fjöldi hrumra aldraðra í heimahúsum felur í sér þörf á enn fleira sérhæfðu starfsfólki heimahjúkrunar. Fráflæði Landspítala er vandamál í dag en með aukningu á mannafla til heimahjúkrunar yrði dregið úr þeim vanda strax á morgun. Umönnun í heimahúsi er heillandi umhverfi með krefjandi áskorunum fyrir metnaðarfullt starfsfólk. Í heimahjúkrun liggja tækifærin í faglegri þróun hjúkrunarfræðinga landsins og möguleikar fólks með heilsubrest til að búa lengur heima með reisn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun