Nova kaupir Símafélagið og fer í samkeppni við bankana Daníel Freyr Birkisson skrifar 30. nóvember 2017 09:53 Helgi Pjetur Jóhannsson og Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova. nova Fjarskiptafyrirtækið Nova stefnir á stóraukna samkeppni við viðskiptabanka hér á landi með því að bjóða upp á aukna fjármálaþjónustu í Aur appinu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Eymundsson á Skólavörðustíg nú í morgun. Nova fjárfesti einnig í Símafélaginu á dögunum og hyggst hætta rukkun á símtölum og SMS-um. Í appinu verða gefin út greiðslukort og verður hægt að taka lán. Lánin geta numið allt að 1 milljón króna og er það borgað út samstundis, standist viðskiptavinurinn sjálfvirkt lánshæfismat og lánareglur. Þau bera fasta óverðtryggða vexti í allt að 24 mánuði og taka vextir og lántökugjöld mið af kjörum á markaði hverju sinni. Aur kortið verður fyrirframgreitt snertilaust MasterCard greiðslukort sem ber engin færslugjöld, ekkert stofngjald og ekkert ársgjald. Hægt verður að sækja um kortið og fylla á það í appinu. Hægt er að sækja um kort núna en þau verða afhent í byrjun janúar 2018. Að mati forsvarsmanna Nova og Aur er um að ræða stórt skref í þá átt að fólk geti sagt skilið við bankann sinn.Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í dag að Nova myndi frá og með morgundeginum hætta að rukka fyrir símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu. Eftir breytingarnar verður einungis hægt að kaupa gagnamagn, fyrirframgreitt eða í pökkum. Símtöl og SMS fylgja síðan með gagnamagninu. Kemur einnig fram í þeirri grein að Nova hafi náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Símafélagsins. Ákvörðunin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þessar breytingar vera hluta af Nova X verkefninu sem fór af stað í tilefni tíu ára afmælis fjarskiptafyrirtækisins en það hóf rekstur 1. desember 2007. Fyrirtækið hóf einnig 4,5G þjónustu á dögunum en Vísir greindi frá. Þeir sem eru því með nýjustu gerðir farsíma geta því tengst 4,5G kerfinu, en á afmörkuðum svæðum til að byrja með. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Nova stefnir á stóraukna samkeppni við viðskiptabanka hér á landi með því að bjóða upp á aukna fjármálaþjónustu í Aur appinu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Eymundsson á Skólavörðustíg nú í morgun. Nova fjárfesti einnig í Símafélaginu á dögunum og hyggst hætta rukkun á símtölum og SMS-um. Í appinu verða gefin út greiðslukort og verður hægt að taka lán. Lánin geta numið allt að 1 milljón króna og er það borgað út samstundis, standist viðskiptavinurinn sjálfvirkt lánshæfismat og lánareglur. Þau bera fasta óverðtryggða vexti í allt að 24 mánuði og taka vextir og lántökugjöld mið af kjörum á markaði hverju sinni. Aur kortið verður fyrirframgreitt snertilaust MasterCard greiðslukort sem ber engin færslugjöld, ekkert stofngjald og ekkert ársgjald. Hægt verður að sækja um kortið og fylla á það í appinu. Hægt er að sækja um kort núna en þau verða afhent í byrjun janúar 2018. Að mati forsvarsmanna Nova og Aur er um að ræða stórt skref í þá átt að fólk geti sagt skilið við bankann sinn.Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í dag að Nova myndi frá og með morgundeginum hætta að rukka fyrir símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu. Eftir breytingarnar verður einungis hægt að kaupa gagnamagn, fyrirframgreitt eða í pökkum. Símtöl og SMS fylgja síðan með gagnamagninu. Kemur einnig fram í þeirri grein að Nova hafi náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Símafélagsins. Ákvörðunin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þessar breytingar vera hluta af Nova X verkefninu sem fór af stað í tilefni tíu ára afmælis fjarskiptafyrirtækisins en það hóf rekstur 1. desember 2007. Fyrirtækið hóf einnig 4,5G þjónustu á dögunum en Vísir greindi frá. Þeir sem eru því með nýjustu gerðir farsíma geta því tengst 4,5G kerfinu, en á afmörkuðum svæðum til að byrja með. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent