Nova kaupir Símafélagið og fer í samkeppni við bankana Daníel Freyr Birkisson skrifar 30. nóvember 2017 09:53 Helgi Pjetur Jóhannsson og Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova. nova Fjarskiptafyrirtækið Nova stefnir á stóraukna samkeppni við viðskiptabanka hér á landi með því að bjóða upp á aukna fjármálaþjónustu í Aur appinu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Eymundsson á Skólavörðustíg nú í morgun. Nova fjárfesti einnig í Símafélaginu á dögunum og hyggst hætta rukkun á símtölum og SMS-um. Í appinu verða gefin út greiðslukort og verður hægt að taka lán. Lánin geta numið allt að 1 milljón króna og er það borgað út samstundis, standist viðskiptavinurinn sjálfvirkt lánshæfismat og lánareglur. Þau bera fasta óverðtryggða vexti í allt að 24 mánuði og taka vextir og lántökugjöld mið af kjörum á markaði hverju sinni. Aur kortið verður fyrirframgreitt snertilaust MasterCard greiðslukort sem ber engin færslugjöld, ekkert stofngjald og ekkert ársgjald. Hægt verður að sækja um kortið og fylla á það í appinu. Hægt er að sækja um kort núna en þau verða afhent í byrjun janúar 2018. Að mati forsvarsmanna Nova og Aur er um að ræða stórt skref í þá átt að fólk geti sagt skilið við bankann sinn.Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í dag að Nova myndi frá og með morgundeginum hætta að rukka fyrir símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu. Eftir breytingarnar verður einungis hægt að kaupa gagnamagn, fyrirframgreitt eða í pökkum. Símtöl og SMS fylgja síðan með gagnamagninu. Kemur einnig fram í þeirri grein að Nova hafi náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Símafélagsins. Ákvörðunin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þessar breytingar vera hluta af Nova X verkefninu sem fór af stað í tilefni tíu ára afmælis fjarskiptafyrirtækisins en það hóf rekstur 1. desember 2007. Fyrirtækið hóf einnig 4,5G þjónustu á dögunum en Vísir greindi frá. Þeir sem eru því með nýjustu gerðir farsíma geta því tengst 4,5G kerfinu, en á afmörkuðum svæðum til að byrja með. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Nova stefnir á stóraukna samkeppni við viðskiptabanka hér á landi með því að bjóða upp á aukna fjármálaþjónustu í Aur appinu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Eymundsson á Skólavörðustíg nú í morgun. Nova fjárfesti einnig í Símafélaginu á dögunum og hyggst hætta rukkun á símtölum og SMS-um. Í appinu verða gefin út greiðslukort og verður hægt að taka lán. Lánin geta numið allt að 1 milljón króna og er það borgað út samstundis, standist viðskiptavinurinn sjálfvirkt lánshæfismat og lánareglur. Þau bera fasta óverðtryggða vexti í allt að 24 mánuði og taka vextir og lántökugjöld mið af kjörum á markaði hverju sinni. Aur kortið verður fyrirframgreitt snertilaust MasterCard greiðslukort sem ber engin færslugjöld, ekkert stofngjald og ekkert ársgjald. Hægt verður að sækja um kortið og fylla á það í appinu. Hægt er að sækja um kort núna en þau verða afhent í byrjun janúar 2018. Að mati forsvarsmanna Nova og Aur er um að ræða stórt skref í þá átt að fólk geti sagt skilið við bankann sinn.Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í dag að Nova myndi frá og með morgundeginum hætta að rukka fyrir símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu. Eftir breytingarnar verður einungis hægt að kaupa gagnamagn, fyrirframgreitt eða í pökkum. Símtöl og SMS fylgja síðan með gagnamagninu. Kemur einnig fram í þeirri grein að Nova hafi náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Símafélagsins. Ákvörðunin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þessar breytingar vera hluta af Nova X verkefninu sem fór af stað í tilefni tíu ára afmælis fjarskiptafyrirtækisins en það hóf rekstur 1. desember 2007. Fyrirtækið hóf einnig 4,5G þjónustu á dögunum en Vísir greindi frá. Þeir sem eru því með nýjustu gerðir farsíma geta því tengst 4,5G kerfinu, en á afmörkuðum svæðum til að byrja með. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30