Að leyfa snjallsíma í grunnskólum Hanna Borg Jónsdóttir skrifar 3. október 2017 13:55 Það vakti athygli mína í vikunni frétt á ruv.is þar sem aðstoðarskólastjóri sagði það ekki vera raunhæft að banna snjallsíma í skólum. Í fréttinni er svo vitnað í úrskurð Umboðsmanns barna þar sem niðurstaða hans var að það að taka síma af börnum bryti gegn eignarétti þeirra. Það stenst en það er ekki það eina sem úrskurðurinn segir. Umboðsmaður er ekki beinlínis að segja að það þurfi að gefast upp, það má vel finna lausnir. Bein tilvitnun í úrskurðinn: „Í raun geta skólar ákveðið að banna alfarið slík tæki á skólatíma, ef þeir telja það nemendum fyrir bestu. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að bregðast við ef að nemendur virða ekki þær reglur sem settar hafa verið.“ Það brýtur gegn eignaréttinum og einnig friðhelgi einkalífs ef að síminn er tekinn gegn vilja barnsins. Það stenst t.d. alls ekki lög að fara að leita að snjallsímanum í tösku eða vösum nemandans. Hins vegar er ljóst að skólar mega setja sínar skólareglur og að nemendum ber að fara eftir þeim. Því mega vera önnur viðurlög en að taka símann ef ekki er farið eftir reglunum eins og t.d. að senda nemendann tafarlaust til skólastjórans og láta foreldra vita. Eins mega kennarar og skólastjórnendur vel gera samkomulag við nemendur um að snjallsímar skuli ekki notaðir á skólatíma og því vistaðir á vissum stað á meðan á skólatíma stendur en það er háð því að nemendur samþykki að fylgja því. Lykillinn til að fá nemendur og foreldra til að samþykkja slíkt bann er fræðsla. Fræðsla um bæði gagnsemi og skaðsemi snjallsíma bæði fyrir nemendurna sjálfa og foreldrana. Það eru ekki nema 5 ár síðan að það varð algengara en ekki að fullorðið fólk ætti snjallsíma og síðan þá hefur það orðið sífellt algengara að börn eignist slík tæki. Því eru rannsóknir og kannanir fyrst núna að verða marktækar, loksins er komin fram marktæk reynsla sem sýnir fram á afleiðingar mikillar notkunar snjallsíma. Staðreyndin er að þessi snjalltækjavæðing barna og ungmenna hefur neikvæð áhrif á félagslega færni þeirra, svefn, athyglisgáfu og á andlega og líkamlega heilsu. Þau tala minna saman, hittast minna, eru mun útsettari fyrir kvíða vegna sífellds samanburðar á samfélagsmiðlum, hreyfa sig minna og eru einangraðri. Hvað er barninu fyrir bestu? Það er lykilspurningin. Það sem er barninu fyrir bestu skal ávallt ráða mestu þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn, skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en hann er lögfestur hér á landi. Til að komast að niðurstöðu hvað það er verður að leggja áherslu á félagsvísinda- og sálfræðilega þekkingu og rannsóknir á þörfum barna á hverjum tíma. Foreldrum og öðrum umönnunaraðilum ber skylda til að vernda börn fyrir því sem talist getur skaðlegt þeim. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að leyfa barninu sínu eitthvað bara ef því allir hinir mega það. Gefa barninu snjallsíma svo það verði ekki útundan jafnvel þó í grunninn sértu alfarið á móti því. Hversu margir foreldrar vilja í raun að 12 ára gamla barnið hafi símann límdan við lófann hvenær sem tækifæri gefst? Vitandi það að tækið gerir það að verkum að ef barnið hefur það ekki, þarf sífellt að karpa um það við barnið hvers vegna það megi ekki nota símann þá stundina. Myndu flestir foreldrar ekki frekar kjósa það að barnið færi sjálft út að leika sér heldur en að þurfa sífellt að nöldra um það við það? Sífellt stapp á milli foreldris og barns um snjallsímanotkun hefur áhrif á þeirra tengslamyndun og andrúmsloftið á heimilinu. Á svo að leggja það á kennarann líka? Að þurfa að eyða verðmætum tíma sínum í að sífellt að þurfa að eiga í stappi við nemendur um að láta símann vera. Það hefur ekki síður áhrif á sambandið milli kennara og nemenda, sem er svo mikilvægt, og einnig á andrúmsloftið í skólastofunni. Það bitnar á hverjum einasta nemanda í stofunni. Vill eitthvert foreldri í alvörunni halda því fram að það þurfi að geta náð í barnið sitt öllum stundum, þ.e. líka þegar barnið er í skólanum? Ef eitthvað sérstakt kemur upp á má alltaf hringja á skólaskrifstofuna og barnið er sótt í tíma. „Frímínútur, jess, tími til að gera hvað sem við viljum! Ah, síminn í lófann, skrolla niður Instagram, snappa á vinina, taka session í Candy Crush eða jafnvel horfa á restina af þættinum sem ég náði ekki að horfa á í gær á Netflix.“ Já, í mörgum tilvikum er það þannig að ef að barn sem farið er að nota snjallsíma dags daglega fær að ráða hvað það gerir í lausri stund þá mun það velja símann. Það talar ekki við vinina eða leikur sér í fótbolta eða öðrum leikjum. Það þjálfar ekki félagsleg samskipti sem á að vera hluti af þeirra óformlegu menntun. En enska orðatiltækið „out of sight, out of mind'“ virkar. Um leið og snjalltækin eru ekki í boði kemur hitt. Því þyrftu símarnir að vera bannaðir á skólalóðinni, ekki bara inni í kennslustundum. Um leið og það þykir viðtekin venja að tækin séu einfaldlega ekki í boði hætta börnin að leiða hugann að þeim. Lítum á sjálfan okkur. Fullorðna fólkið. Hve mörg okkar væru til í að nota símann minna en við gerum? Værum til í að vera aðeins styttra á Facebook? Skoða tölvupóstinn nokkrum sinnum sjaldnar en við gerum? Stjórnum því í rauninni ekki alveg sjálf þar sem einhverskonar fíkn lætur okkur kíkja og vera aðeins lengur að því en við hefðum viljað. Getum við ekki öll viðurkennt það að tækin hafa völd yfir okkur? Eða er það bara ég? Og ekki eru nú allir fullorðnir í tölvuleikjum/öppum og/eða á Snapchat, þar eru börnin heldur verr sett. Hvernig getum við ætlast til þess af börnunum að þau standist þessa löngun (sumir vilja segja fíkn) bara því við segjum þeim að gera það ef að við getum það ekki einu sinni sjálf. Við þurfum fræðslu og allt skólasamfélagið þarf að vera samstíga; nemendur, foreldrar, kennarar og skólastjórnendur. Hefja mætti hvert skólaár á því að kenna börnum um hverjar afleiðingar snjalltækjanotkunar geta verið og útskýra hvers vegna það er þeim fyrir bestu að vera án þeirra í skólunum. Að sjálfsögðu þyrfti líka að fara yfir gagnsemi tækjanna og vel ætti að vera hægt að nota sérstakar skólaspjaldtölvur í skólunum sem aðrar reglur gilda um. Við megum ekki vanmeta börnin okkar, þau geta vel skilið orsakir og afleiðingar og með því að upplýsa þau og fræða er hægt að fá þau með sér í lið. Þá mætti einnig halda fræðslufundi fyrir foreldra í upphafi hvers skólaárs þar sem kjörorðið ,,Hvað er barni fyrir bestu?'' ræður ríkjum. Þá hlytu allir að geta verið sammála um það að snjallsímar í einkaeigu eiga ekki að vera notaðir á skólalóðinni. Það er ljóst að það vantar skýrari almenna stefnu hvað þetta varðar í íslenskum skólum. Sérstaklega ef miðað er við Norðurlöndin. Því spyr ég mig, hvers vegna er hægt að banna snjallsímanotkun á dönskum skólalóðum en ekki íslenskum?Hanna Borg Jónsdóttir er lögfræðingur með LLM í mannréttindum, barnabókarithöfundur og nemi í kennslufræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína í vikunni frétt á ruv.is þar sem aðstoðarskólastjóri sagði það ekki vera raunhæft að banna snjallsíma í skólum. Í fréttinni er svo vitnað í úrskurð Umboðsmanns barna þar sem niðurstaða hans var að það að taka síma af börnum bryti gegn eignarétti þeirra. Það stenst en það er ekki það eina sem úrskurðurinn segir. Umboðsmaður er ekki beinlínis að segja að það þurfi að gefast upp, það má vel finna lausnir. Bein tilvitnun í úrskurðinn: „Í raun geta skólar ákveðið að banna alfarið slík tæki á skólatíma, ef þeir telja það nemendum fyrir bestu. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að bregðast við ef að nemendur virða ekki þær reglur sem settar hafa verið.“ Það brýtur gegn eignaréttinum og einnig friðhelgi einkalífs ef að síminn er tekinn gegn vilja barnsins. Það stenst t.d. alls ekki lög að fara að leita að snjallsímanum í tösku eða vösum nemandans. Hins vegar er ljóst að skólar mega setja sínar skólareglur og að nemendum ber að fara eftir þeim. Því mega vera önnur viðurlög en að taka símann ef ekki er farið eftir reglunum eins og t.d. að senda nemendann tafarlaust til skólastjórans og láta foreldra vita. Eins mega kennarar og skólastjórnendur vel gera samkomulag við nemendur um að snjallsímar skuli ekki notaðir á skólatíma og því vistaðir á vissum stað á meðan á skólatíma stendur en það er háð því að nemendur samþykki að fylgja því. Lykillinn til að fá nemendur og foreldra til að samþykkja slíkt bann er fræðsla. Fræðsla um bæði gagnsemi og skaðsemi snjallsíma bæði fyrir nemendurna sjálfa og foreldrana. Það eru ekki nema 5 ár síðan að það varð algengara en ekki að fullorðið fólk ætti snjallsíma og síðan þá hefur það orðið sífellt algengara að börn eignist slík tæki. Því eru rannsóknir og kannanir fyrst núna að verða marktækar, loksins er komin fram marktæk reynsla sem sýnir fram á afleiðingar mikillar notkunar snjallsíma. Staðreyndin er að þessi snjalltækjavæðing barna og ungmenna hefur neikvæð áhrif á félagslega færni þeirra, svefn, athyglisgáfu og á andlega og líkamlega heilsu. Þau tala minna saman, hittast minna, eru mun útsettari fyrir kvíða vegna sífellds samanburðar á samfélagsmiðlum, hreyfa sig minna og eru einangraðri. Hvað er barninu fyrir bestu? Það er lykilspurningin. Það sem er barninu fyrir bestu skal ávallt ráða mestu þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn, skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en hann er lögfestur hér á landi. Til að komast að niðurstöðu hvað það er verður að leggja áherslu á félagsvísinda- og sálfræðilega þekkingu og rannsóknir á þörfum barna á hverjum tíma. Foreldrum og öðrum umönnunaraðilum ber skylda til að vernda börn fyrir því sem talist getur skaðlegt þeim. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að leyfa barninu sínu eitthvað bara ef því allir hinir mega það. Gefa barninu snjallsíma svo það verði ekki útundan jafnvel þó í grunninn sértu alfarið á móti því. Hversu margir foreldrar vilja í raun að 12 ára gamla barnið hafi símann límdan við lófann hvenær sem tækifæri gefst? Vitandi það að tækið gerir það að verkum að ef barnið hefur það ekki, þarf sífellt að karpa um það við barnið hvers vegna það megi ekki nota símann þá stundina. Myndu flestir foreldrar ekki frekar kjósa það að barnið færi sjálft út að leika sér heldur en að þurfa sífellt að nöldra um það við það? Sífellt stapp á milli foreldris og barns um snjallsímanotkun hefur áhrif á þeirra tengslamyndun og andrúmsloftið á heimilinu. Á svo að leggja það á kennarann líka? Að þurfa að eyða verðmætum tíma sínum í að sífellt að þurfa að eiga í stappi við nemendur um að láta símann vera. Það hefur ekki síður áhrif á sambandið milli kennara og nemenda, sem er svo mikilvægt, og einnig á andrúmsloftið í skólastofunni. Það bitnar á hverjum einasta nemanda í stofunni. Vill eitthvert foreldri í alvörunni halda því fram að það þurfi að geta náð í barnið sitt öllum stundum, þ.e. líka þegar barnið er í skólanum? Ef eitthvað sérstakt kemur upp á má alltaf hringja á skólaskrifstofuna og barnið er sótt í tíma. „Frímínútur, jess, tími til að gera hvað sem við viljum! Ah, síminn í lófann, skrolla niður Instagram, snappa á vinina, taka session í Candy Crush eða jafnvel horfa á restina af þættinum sem ég náði ekki að horfa á í gær á Netflix.“ Já, í mörgum tilvikum er það þannig að ef að barn sem farið er að nota snjallsíma dags daglega fær að ráða hvað það gerir í lausri stund þá mun það velja símann. Það talar ekki við vinina eða leikur sér í fótbolta eða öðrum leikjum. Það þjálfar ekki félagsleg samskipti sem á að vera hluti af þeirra óformlegu menntun. En enska orðatiltækið „out of sight, out of mind'“ virkar. Um leið og snjalltækin eru ekki í boði kemur hitt. Því þyrftu símarnir að vera bannaðir á skólalóðinni, ekki bara inni í kennslustundum. Um leið og það þykir viðtekin venja að tækin séu einfaldlega ekki í boði hætta börnin að leiða hugann að þeim. Lítum á sjálfan okkur. Fullorðna fólkið. Hve mörg okkar væru til í að nota símann minna en við gerum? Værum til í að vera aðeins styttra á Facebook? Skoða tölvupóstinn nokkrum sinnum sjaldnar en við gerum? Stjórnum því í rauninni ekki alveg sjálf þar sem einhverskonar fíkn lætur okkur kíkja og vera aðeins lengur að því en við hefðum viljað. Getum við ekki öll viðurkennt það að tækin hafa völd yfir okkur? Eða er það bara ég? Og ekki eru nú allir fullorðnir í tölvuleikjum/öppum og/eða á Snapchat, þar eru börnin heldur verr sett. Hvernig getum við ætlast til þess af börnunum að þau standist þessa löngun (sumir vilja segja fíkn) bara því við segjum þeim að gera það ef að við getum það ekki einu sinni sjálf. Við þurfum fræðslu og allt skólasamfélagið þarf að vera samstíga; nemendur, foreldrar, kennarar og skólastjórnendur. Hefja mætti hvert skólaár á því að kenna börnum um hverjar afleiðingar snjalltækjanotkunar geta verið og útskýra hvers vegna það er þeim fyrir bestu að vera án þeirra í skólunum. Að sjálfsögðu þyrfti líka að fara yfir gagnsemi tækjanna og vel ætti að vera hægt að nota sérstakar skólaspjaldtölvur í skólunum sem aðrar reglur gilda um. Við megum ekki vanmeta börnin okkar, þau geta vel skilið orsakir og afleiðingar og með því að upplýsa þau og fræða er hægt að fá þau með sér í lið. Þá mætti einnig halda fræðslufundi fyrir foreldra í upphafi hvers skólaárs þar sem kjörorðið ,,Hvað er barni fyrir bestu?'' ræður ríkjum. Þá hlytu allir að geta verið sammála um það að snjallsímar í einkaeigu eiga ekki að vera notaðir á skólalóðinni. Það er ljóst að það vantar skýrari almenna stefnu hvað þetta varðar í íslenskum skólum. Sérstaklega ef miðað er við Norðurlöndin. Því spyr ég mig, hvers vegna er hægt að banna snjallsímanotkun á dönskum skólalóðum en ekki íslenskum?Hanna Borg Jónsdóttir er lögfræðingur með LLM í mannréttindum, barnabókarithöfundur og nemi í kennslufræðum.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun