Skortur á fjármögnun tefur byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2017 17:27 Silicor Material vill byggja á Katanesi á Grundartanga. Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. Í tilkynningu frá Silicor Materials segir að ástæðurnar fyrir því að ákveðið hafi verið að hægja á þróunarvinnunni séu nokkrar. Helsta ástæðan eru tafir á fjármögnun annars áfanga verkefnisins. Miklar kostnaðarhækkanir á Íslandi hafa einnig haft áhrif. Einvörðungu hluti þeirrar fjármögnunar sem búið var að tryggja, meðal annrs frá innlendum aðilum, hefur verið nýttur til þeirra vinnu sem þegar hefur verið unnin. Í tilkynningunni segir að með því að hægja á undirbúningi verkefnisins sé markmið Silicor Materials að skapa svigrúm til þess að endurskipuleggja starfsemi fyrirtækisins og áætlanir um uppbyggingu sólarkísilvers. Skoðað verður hvort möguleiki sé að reisa verksmiðjuna í áföngum. Fréttablaðið greindi frá því fyrr á árinu að óánægju gætti meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðuðu. Áform um verksmiðjuna voru kynnt opinberlega vorið 2014 þegar fulltrúar Silicor og Faxaflóahafna undirrituðu viljayfirlýsingu á Grundartanga um að fyrirtækið fengi lóð á Katanesi, austan álvers Norðuráls. Snemma á síðasta ári vonuðust ráðamenn þess til að framkvæmdir hæfust í síðasta haust. Verksmiðju Silicor er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður. Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Samningur Silicor Materials um raforku rann út Silicor Materials þarf að endursemja við Orku náttúrunnar um helming þeirrar raforku sem risaverksmiðjan á Grundartanga þarf. 10. maí 2017 07:00 Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Seinkun á fjármögnun kísilversins á Grundartanga kemur einkafjárfestum á óvart. Keyptu 3,5 prósent í verksmiðjunni í ágúst 2015 en fjármögnuninni átti þá að ljúka um mitt síðasta ár. 5. janúar 2017 07:00 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Silicor Materials hefur ákveðið að hægja á verkefnisþróunarvinnu vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Vinna við verksmiðjuna gæti hafist á síðari hluta næsta árs. Í tilkynningu frá Silicor Materials segir að ástæðurnar fyrir því að ákveðið hafi verið að hægja á þróunarvinnunni séu nokkrar. Helsta ástæðan eru tafir á fjármögnun annars áfanga verkefnisins. Miklar kostnaðarhækkanir á Íslandi hafa einnig haft áhrif. Einvörðungu hluti þeirrar fjármögnunar sem búið var að tryggja, meðal annrs frá innlendum aðilum, hefur verið nýttur til þeirra vinnu sem þegar hefur verið unnin. Í tilkynningunni segir að með því að hægja á undirbúningi verkefnisins sé markmið Silicor Materials að skapa svigrúm til þess að endurskipuleggja starfsemi fyrirtækisins og áætlanir um uppbyggingu sólarkísilvers. Skoðað verður hvort möguleiki sé að reisa verksmiðjuna í áföngum. Fréttablaðið greindi frá því fyrr á árinu að óánægju gætti meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðuðu. Áform um verksmiðjuna voru kynnt opinberlega vorið 2014 þegar fulltrúar Silicor og Faxaflóahafna undirrituðu viljayfirlýsingu á Grundartanga um að fyrirtækið fengi lóð á Katanesi, austan álvers Norðuráls. Snemma á síðasta ári vonuðust ráðamenn þess til að framkvæmdir hæfust í síðasta haust. Verksmiðju Silicor er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður.
Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Samningur Silicor Materials um raforku rann út Silicor Materials þarf að endursemja við Orku náttúrunnar um helming þeirrar raforku sem risaverksmiðjan á Grundartanga þarf. 10. maí 2017 07:00 Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Seinkun á fjármögnun kísilversins á Grundartanga kemur einkafjárfestum á óvart. Keyptu 3,5 prósent í verksmiðjunni í ágúst 2015 en fjármögnuninni átti þá að ljúka um mitt síðasta ár. 5. janúar 2017 07:00 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Samningur Silicor Materials um raforku rann út Silicor Materials þarf að endursemja við Orku náttúrunnar um helming þeirrar raforku sem risaverksmiðjan á Grundartanga þarf. 10. maí 2017 07:00
Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Seinkun á fjármögnun kísilversins á Grundartanga kemur einkafjárfestum á óvart. Keyptu 3,5 prósent í verksmiðjunni í ágúst 2015 en fjármögnuninni átti þá að ljúka um mitt síðasta ár. 5. janúar 2017 07:00
Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent