Óþolandi óvissa um framhald skólastarfs Helmut Hinrichsen skrifar 18. maí 2017 07:00 Nú tæpum tveimur vikum eftir að upplýsingar um fyrirhugaða einkavæðingu Fjölbrautaskólans við Ármúla láku í fjölmiðla bólar ekkert á endanlegri tilkynningu þar að lútandi frá mennta- og menningarmálaráðherra. Biðin eftir svari ráðherra er orðin óþægilega löng og hefur slæm áhrif á starfsanda og líðan starfsmanna og nemenda skólans. Að öllu jöfnu hefði undirbúningur næsta skólaárs hafist fyrir nokkru í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Í því felast m.a. ráðningar stjórnenda og annars starfsfólks, endurnýjun tækjabúnaðar og skipulag kennslu. Dráttur á ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hamlar þessari vinnu sem er löngu tímabær. Fyrir liggur að skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla hættir, enda stóð til að skólinn yrði lagður niður. Hver dagur sem líður án endanlegrar ákvörðunar skaðar skólastarfið enn meira, hvort sem skólinn verður á endanum lagður undir Tækniskólann eða ekki. Öll gögn um nemendafjölda næstu ára og rekstur skólanna eru þekkt. Upplýsingar um breytingar á nemendafjölda næstu ára liggja fyrir. Ljóst er að nemendum í framhaldsskólum mun fækka á allra næstu árum og fjölga síðan aftur að fáeinum árum liðnum. Upplýsingar um rekstur skólanna og starfsánægju liggja fyrir. Samkvæmt niðurstöðum úttekta er Fjölbrautaskólinn við Ármúla vel rekinn skóli. Hann býr að glæsilegu húsnæði sem hentar vel starfsemi skólans, öflugu starfsliði og ánægðum nemendahópi. Skólinn er í áttunda sæti sem Stofnun ársins í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn og þar með, þriðja árið í röð, sá framhaldsskóli á höfuðborgarsvæðinu sem fær hæsta einkunn starfsmanna. Atburðarás síðustu daga hefur skaðað þann jákvæða starfsanda sem fyrir var. Þekkt er að skólinn hefur á löngum tíma byggt upp öflugt fjarnám sem er vel sótt af nemendum á öllum aldri hvaðanæva af landinu og ljóst er að forsvarsmenn Tækniskóla Íslands myndu ekki slá hendinni á móti því að taka fjarnám okkar yfir. Öll gögn liggja fyrir. Eftir hverju er beðið? Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt einkavæðinguna sem hefur farið fram á bak við luktar dyr. En af hverju heyrist ekkert í þingmönnum stjórnarflokkanna? Hvað segja þingmenn og ráðherrar Bjartar framtíðar og Viðreisnar? Ef andstaða meðal stjórnarliða skýrir þann drátt sem hefur orðið á endanlegri ákvörðun ráðherra væri eðlilegt að það kæmi fram í dagsljósið fyrr en seinna. Að einkavæða ríkisskóla og segja starfsfólki hans upp er afdrifarík ákvörðun. Ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þolir enga bið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Nú tæpum tveimur vikum eftir að upplýsingar um fyrirhugaða einkavæðingu Fjölbrautaskólans við Ármúla láku í fjölmiðla bólar ekkert á endanlegri tilkynningu þar að lútandi frá mennta- og menningarmálaráðherra. Biðin eftir svari ráðherra er orðin óþægilega löng og hefur slæm áhrif á starfsanda og líðan starfsmanna og nemenda skólans. Að öllu jöfnu hefði undirbúningur næsta skólaárs hafist fyrir nokkru í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Í því felast m.a. ráðningar stjórnenda og annars starfsfólks, endurnýjun tækjabúnaðar og skipulag kennslu. Dráttur á ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hamlar þessari vinnu sem er löngu tímabær. Fyrir liggur að skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla hættir, enda stóð til að skólinn yrði lagður niður. Hver dagur sem líður án endanlegrar ákvörðunar skaðar skólastarfið enn meira, hvort sem skólinn verður á endanum lagður undir Tækniskólann eða ekki. Öll gögn um nemendafjölda næstu ára og rekstur skólanna eru þekkt. Upplýsingar um breytingar á nemendafjölda næstu ára liggja fyrir. Ljóst er að nemendum í framhaldsskólum mun fækka á allra næstu árum og fjölga síðan aftur að fáeinum árum liðnum. Upplýsingar um rekstur skólanna og starfsánægju liggja fyrir. Samkvæmt niðurstöðum úttekta er Fjölbrautaskólinn við Ármúla vel rekinn skóli. Hann býr að glæsilegu húsnæði sem hentar vel starfsemi skólans, öflugu starfsliði og ánægðum nemendahópi. Skólinn er í áttunda sæti sem Stofnun ársins í flokki stofnana með fleiri en 50 starfsmenn og þar með, þriðja árið í röð, sá framhaldsskóli á höfuðborgarsvæðinu sem fær hæsta einkunn starfsmanna. Atburðarás síðustu daga hefur skaðað þann jákvæða starfsanda sem fyrir var. Þekkt er að skólinn hefur á löngum tíma byggt upp öflugt fjarnám sem er vel sótt af nemendum á öllum aldri hvaðanæva af landinu og ljóst er að forsvarsmenn Tækniskóla Íslands myndu ekki slá hendinni á móti því að taka fjarnám okkar yfir. Öll gögn liggja fyrir. Eftir hverju er beðið? Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt einkavæðinguna sem hefur farið fram á bak við luktar dyr. En af hverju heyrist ekkert í þingmönnum stjórnarflokkanna? Hvað segja þingmenn og ráðherrar Bjartar framtíðar og Viðreisnar? Ef andstaða meðal stjórnarliða skýrir þann drátt sem hefur orðið á endanlegri ákvörðun ráðherra væri eðlilegt að það kæmi fram í dagsljósið fyrr en seinna. Að einkavæða ríkisskóla og segja starfsfólki hans upp er afdrifarík ákvörðun. Ákvörðun um framhald skólastarfs í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þolir enga bið.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar