Sofandi þingmenn Björn B. Björnsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar. Fiskeldi byggist á notkun og nýtingu sameiginlegra auðlinda okkar, en þrátt fyrir það eru engin áform um að greinin borgi fyrir þessa notkun, greiði auðlindagjald. Fiskeldi í sjókvíum mengar umhverfi sitt. Úr kvíunum kemur skítur og fóður sem mengar og skemmir sjávarbotninn. Úr kvíunum leka líka lyf sem fiskunum eru gefin og veruleg hætta er á að laxar sem sleppa úr kvíunum mengi (og jafnvel útrými) villtum laxastofnum við Ísland. Þá verður mikil sjónmengun af kvíunum sem verða settar upp í mörgum fegurstu fjörðum landsins. Það er því eðlileg krafa að þeir sem ætla að fá leyfi til að hagnast með þessum hætti á sameiginlegum auðlindum okkar greiði fyrir þessi not. Þetta virðist hins vegar alveg hafa gleymst. Kannski vegna dugnaðar fyrirtækjanna við að koma ár sinni fyrir borð. Alla vega hafa þingmenn hér steinsofið á verðinum við að gæta hagsmuna þeirra sem eiga auðlindina sem til stendur að nýta og menga. Ríkisútvarpið skýrði nýlega frá því að í Noregi væru sveitarfélög í auknum mæli afhuga fiskeldi og vildu ekki meira af slíku. Ástæðuna segja sveitarfélögin vera þá að fiskeldið skili litlu til samfélagsins þrátt fyrir mikinn gróða fiskeldisfyrirtækjanna. Sveitarfélögin fái litlar beinar tekjur og sum þeirra mjög litlar afleiddar tekjur. Á Íslandi kostar rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis eina milljón króna. Í Noregi kostar slíkt leyfi 150 milljónir króna og þegar Norðmenn prófuðu að bjóða upp slík leyfi fyrir nokkrum árum fengust 840 milljónir fyrir dýrasta leyfið. Væri ekki ráð að þingmenn vöknuðu af sínum þunga svefni og gerðu hér bragarbót? Auðlindagjald af fiskeldi gæti að hluta runnið til viðkomandi sveitarfélaga og að hluta í auðlindasjóðinn sem á að tryggja okkur fyrir áföllum í framtíðinni. Ekki mun af veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn B. Björnsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar. Fiskeldi byggist á notkun og nýtingu sameiginlegra auðlinda okkar, en þrátt fyrir það eru engin áform um að greinin borgi fyrir þessa notkun, greiði auðlindagjald. Fiskeldi í sjókvíum mengar umhverfi sitt. Úr kvíunum kemur skítur og fóður sem mengar og skemmir sjávarbotninn. Úr kvíunum leka líka lyf sem fiskunum eru gefin og veruleg hætta er á að laxar sem sleppa úr kvíunum mengi (og jafnvel útrými) villtum laxastofnum við Ísland. Þá verður mikil sjónmengun af kvíunum sem verða settar upp í mörgum fegurstu fjörðum landsins. Það er því eðlileg krafa að þeir sem ætla að fá leyfi til að hagnast með þessum hætti á sameiginlegum auðlindum okkar greiði fyrir þessi not. Þetta virðist hins vegar alveg hafa gleymst. Kannski vegna dugnaðar fyrirtækjanna við að koma ár sinni fyrir borð. Alla vega hafa þingmenn hér steinsofið á verðinum við að gæta hagsmuna þeirra sem eiga auðlindina sem til stendur að nýta og menga. Ríkisútvarpið skýrði nýlega frá því að í Noregi væru sveitarfélög í auknum mæli afhuga fiskeldi og vildu ekki meira af slíku. Ástæðuna segja sveitarfélögin vera þá að fiskeldið skili litlu til samfélagsins þrátt fyrir mikinn gróða fiskeldisfyrirtækjanna. Sveitarfélögin fái litlar beinar tekjur og sum þeirra mjög litlar afleiddar tekjur. Á Íslandi kostar rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis eina milljón króna. Í Noregi kostar slíkt leyfi 150 milljónir króna og þegar Norðmenn prófuðu að bjóða upp slík leyfi fyrir nokkrum árum fengust 840 milljónir fyrir dýrasta leyfið. Væri ekki ráð að þingmenn vöknuðu af sínum þunga svefni og gerðu hér bragarbót? Auðlindagjald af fiskeldi gæti að hluta runnið til viðkomandi sveitarfélaga og að hluta í auðlindasjóðinn sem á að tryggja okkur fyrir áföllum í framtíðinni. Ekki mun af veita.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun