Stýrivextir verða óbreyttir eftir haftalosun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2017 08:31 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, þegar tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi á sunnudag. Vísir/Eyþór Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða óbreyttir, eða 5 prósent, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd bankans. Nefndin mun gera frekari grein fyrir ákvörðun sinni í beinni útsendingu á Vísi og á vef Seðlabankans klukkan 10. Þessi ákvörðun er í takti við spár greiningadeilda bankanna sem töldu ólíklegt að afnám hafta myndi hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar og leiða til hærri stýrivaxta, en höftin voru afnumin að fullu í gær. Forystumenn ríkisstjórnarinnar auk seðlabankastjóra kynntu afnám hafta síðastliðinn sunnudag. Ákvörðunin þýðir að gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin að fullu með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál, en reglurnar tóku gildi í gær.Yfirlýsing Seðlabankans í heild:Samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands var hagvöxtur 7,2% í fyrra sem er einni prósentu meiri vöxtur en spáð var í febrúarhefti Peningamála. Frávikið frá spánni skýrist einkum af meiri þjónustuútflutningi og einkaneyslu. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan vöxt það sem af er ári. Þá fjölgar störfum hratt, atvinnuleysi er lítið og atvinnuþátttaka er orðin meiri en hún var mest á þenslutímanum fyrir fjármálakreppuna. Þrátt fyrir að innflutningur erlends vinnuafls vegi á móti fer spenna í þjóðarbúinu vaxandi.Verðbólga mældist 1,9% í febrúar, áþekk því sem hún hefur verið sl. hálft ár. Að því er varðar verðbólguhorfur togast sem fyrr á tveir kraftar. Hagvöxtur hefur reynst meiri en spáð var, en á hinn bóginn er gengi krónunnar hærra.Gengishækkunin og lítil alþjóðleg verðbólga vega sem fyrr á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum og hefur bilið á milli verðþróunar innlendra þátta, einkum húsnæðiskostnaðar, og erlendra þátta aukist. Þá hefur aðhaldssöm peningastefna skapað verðbólguvæntingum kjölfestu og haldið aftur af útlánavexti og vexti eftirspurnar.Of snemmt er að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt er að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði en skammtímahreyfingar kunna að aukast eins og sést hafa merki um síðustu daga. Seðlabankinn mun eftir sem áður draga úr skammtímagengissveiflum þegar tilefni er til.Ör vöxtur efnahagsumsvifa og skýr merki um spennu í þjóðar-búskapnum kalla á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Á móti kemur að heldur hefur dregið úr óvissu á vinnumarkaði.Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafa gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri munu gera grein fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í beinni útsendingu á vef Seðlabankans og hér á Vísi klukkan 10. Tengdar fréttir Uggur í Íslendingum sem hópuðust í banka að kaupa gjaldeyri „Er einhver sem bíður gjaldkera sem ætlar ekki að kaupa gjaldeyri?“ kallaði starfsmaður sem vildi sinna slíkum viðskiptavinum. 14. mars 2017 07:00 Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Framkvæmdastjóri Dohop segir sterkt gengi hins vegar hafa valdið því að hann hafi sagt upp þriðjungi starfsfólks síns. 14. mars 2017 07:00 Erlendir fjárfestingasjóðir verða meira áberandi á markaði við afnám hafta Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, eru komnir í hóp stærstu hluthafa í meira en helmingi þeirra félaga sem eru skráð í Kauphöllinni. 15. mars 2017 05:02 Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. 14. mars 2017 07:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands verða óbreyttir, eða 5 prósent, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd bankans. Nefndin mun gera frekari grein fyrir ákvörðun sinni í beinni útsendingu á Vísi og á vef Seðlabankans klukkan 10. Þessi ákvörðun er í takti við spár greiningadeilda bankanna sem töldu ólíklegt að afnám hafta myndi hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar og leiða til hærri stýrivaxta, en höftin voru afnumin að fullu í gær. Forystumenn ríkisstjórnarinnar auk seðlabankastjóra kynntu afnám hafta síðastliðinn sunnudag. Ákvörðunin þýðir að gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin að fullu með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál, en reglurnar tóku gildi í gær.Yfirlýsing Seðlabankans í heild:Samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands var hagvöxtur 7,2% í fyrra sem er einni prósentu meiri vöxtur en spáð var í febrúarhefti Peningamála. Frávikið frá spánni skýrist einkum af meiri þjónustuútflutningi og einkaneyslu. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan vöxt það sem af er ári. Þá fjölgar störfum hratt, atvinnuleysi er lítið og atvinnuþátttaka er orðin meiri en hún var mest á þenslutímanum fyrir fjármálakreppuna. Þrátt fyrir að innflutningur erlends vinnuafls vegi á móti fer spenna í þjóðarbúinu vaxandi.Verðbólga mældist 1,9% í febrúar, áþekk því sem hún hefur verið sl. hálft ár. Að því er varðar verðbólguhorfur togast sem fyrr á tveir kraftar. Hagvöxtur hefur reynst meiri en spáð var, en á hinn bóginn er gengi krónunnar hærra.Gengishækkunin og lítil alþjóðleg verðbólga vega sem fyrr á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum og hefur bilið á milli verðþróunar innlendra þátta, einkum húsnæðiskostnaðar, og erlendra þátta aukist. Þá hefur aðhaldssöm peningastefna skapað verðbólguvæntingum kjölfestu og haldið aftur af útlánavexti og vexti eftirspurnar.Of snemmt er að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt er að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði en skammtímahreyfingar kunna að aukast eins og sést hafa merki um síðustu daga. Seðlabankinn mun eftir sem áður draga úr skammtímagengissveiflum þegar tilefni er til.Ör vöxtur efnahagsumsvifa og skýr merki um spennu í þjóðar-búskapnum kalla á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Á móti kemur að heldur hefur dregið úr óvissu á vinnumarkaði.Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafa gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri munu gera grein fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í beinni útsendingu á vef Seðlabankans og hér á Vísi klukkan 10.
Tengdar fréttir Uggur í Íslendingum sem hópuðust í banka að kaupa gjaldeyri „Er einhver sem bíður gjaldkera sem ætlar ekki að kaupa gjaldeyri?“ kallaði starfsmaður sem vildi sinna slíkum viðskiptavinum. 14. mars 2017 07:00 Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Framkvæmdastjóri Dohop segir sterkt gengi hins vegar hafa valdið því að hann hafi sagt upp þriðjungi starfsfólks síns. 14. mars 2017 07:00 Erlendir fjárfestingasjóðir verða meira áberandi á markaði við afnám hafta Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, eru komnir í hóp stærstu hluthafa í meira en helmingi þeirra félaga sem eru skráð í Kauphöllinni. 15. mars 2017 05:02 Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. 14. mars 2017 07:00 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Uggur í Íslendingum sem hópuðust í banka að kaupa gjaldeyri „Er einhver sem bíður gjaldkera sem ætlar ekki að kaupa gjaldeyri?“ kallaði starfsmaður sem vildi sinna slíkum viðskiptavinum. 14. mars 2017 07:00
Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Framkvæmdastjóri Dohop segir sterkt gengi hins vegar hafa valdið því að hann hafi sagt upp þriðjungi starfsfólks síns. 14. mars 2017 07:00
Erlendir fjárfestingasjóðir verða meira áberandi á markaði við afnám hafta Bandarískir fjárfestingasjóðir, sem byrjuðu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, eru komnir í hóp stærstu hluthafa í meira en helmingi þeirra félaga sem eru skráð í Kauphöllinni. 15. mars 2017 05:02
Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. 14. mars 2017 07:00